Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 9
FÉLAGSMÁL fram aö þessu veríð fundinn meö þvi aö deila meö tölunni 173,33 upp i mánaóarlaun þau sem greidd eru eftir tveggja ára starf i viðkomandi launaflokki, þá finnst B-taxti nú með þvi að deila 173,33 upp í mánaðarlaun viðkom- andi starfsmanns hvar í starfsaldursþrepi sem hann kann aö standa. A-taxti finnst síðan eins og verið hefur með þvi að þæta 60% álagi ofan á B-taxta. Ekki náöust fram leiðrétt- ingar á orlofi i þá veru að þeir sem áunniö hafa sér aukinn orlofsrétt frá því lágmarks- orlofi sem bundið er i lögum 10,17% fengju leiðréttingu á orlofsfjárgreiöslum sinum. Þ.e. aö þeir sem höfðu 9,47% færu i 11.59% og þeir sem hafa 10,64% færu i 13,04%. Þó mun hærri prósentan þar sem hún á við verða greidd af dag- vinnulaunum sem eru umfram vinnuárfarmanna. Efndu stéttarfélögin siðan til fundar um samningana i Borg- artúni 18, miðvikudaginn 21. mars. Á fundinum var sam- þykkt að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslu um samning- ana og hófst atkvæðagreiðsl- an á fundinum og lýkur fimmtudaginn 12. april klukk- an 16.00. Verða atkvæði þá talin og verði samningarnir samþykktir munu útgerðirnar þá strax taka til viö aö greiða eftir þeim, og aftur í tímann frá 21. febrúar. Stööugleikaúttekt á fiskiskipa flotanum Á síðasta FFSÍ þingi, í nóv- ember sl. var samþykkt að sambandið stæði fyrir stöðug- leikaúttekt á öllum islenska fískiskipaflotanum þar sem komið hefur i Ijós að jafnvel nýsmiðuö skip hafa ekki stað- ist þær stöðugleikakröfur sem gerðar eru til fiskiskipa. Úttektin er gerð i samvinnu við Siglingamálastofnun og i janúar sendi FFSI öllum skipstjórum íslenskra fiski- skipa bréf, þar sem tilgreind voru tuttugu atriði sem áhrif geta haft á sjóhæfni skipa og skipstjórar eða útgerð beðin að greina frá hvaða breytingar hafa verið geröar á þeirra skipum. Atriöin sem þeðið var um að skýrafrá voru: 1. Setturandveltikjölur. 2. Breytingarágeymum. 3. Breytingarámöstrum/ gálgum. 4. Lenging („Stytting"). 5. Yfirbygging 6. Nýrhvalbakur. 7. Hvalbakurlengdur. 8. Nýttstýrishús. 9. Upphækkun undirstýris- hús. 10. Togspil ný og stærri. 11. Flottrollsvindur. 12. Grandaraspil. 13. Hækkaöar lunningar' (togarar). 14. Breytt uppstilling í lest. 15. ísvélar notaöar, minni eöa enginn ís tekinn meö. 16. Staösetning á varahlutum til veiöarfæra ofar í skipinu 17. Gerö hallatilraun, nýleg. 18. Breytt kjölfesta. 19. Vélaskipti/léttari/þyngri. 20. Eru stööugleikagögn um borö? Þeir skipstjórar, sem ekki hafa enn skilaö inn skýrslu um skip sín, eru hvattir til að gera það sem fyrst. Víkingur 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.