Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Qupperneq 10
Hugleiðingar um öryggi sjófarenda Ólafur J. Briem Hin óvenju tíöu og alvarlegu sjóslys á síöastliðnu ári og þaö sem af er þessu ári, og hin óvægu skoðanaskipti, sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um svonefndan sjósetningarbúnaö gúmmíbjörgunarbáta, hafa beint augum manna að öryggismálum sjómanna eða öllu heldur að ákveðnum þáttum þess víðtæka mála- flokks. Því miður hefur umfjöllun málsins í fjölmiölum valdið deilum um framkvæmd öryggiseftirlits, þar sem leitast er við að afhjúpa einhvern þann, sem unnt er að lýsa ábyrgan fyrir þeim hörmulegu afleiðingum, sem slys þessi höföu í för með sér. Umræöa um öryggismál sjófarenda er af hinu góða, ef hún tekur markvisst mið af því að leita ráða til að treysta öryggi sjófarenda. Hins vegar verður að telja vafa- samt að umfjöllunin í fjölmiðlum að undanförnu hafi þjónað slíkum tilgangi. Ólafur Jón Briem er deildar- verkfræöingur hjáSiglinga- málastofnun ríkisins. 10 Víkingur Þaö dylst vart nokkrum manni, að sjávarútvegur og siglingar eru þær atvinnu- greinar, sem afkoma, velferð og framtið islensku þjóöarinn- ar byggir að verulegu leyti á. Með aukinni sjósókn og af- kastameiri fiskiskipum hefur okkur á siðustu árum og ára- tugum tekist að skapa stöð- ugt fleirum betri lífsskilyrði, þó svo aö ýmislegt þendi til þess, að þar muni nú í ár verða nokkur breyting á. Ör þróun i gerð og búnaði fiskiskipa á síðari árum, hafa að verulegu leyti skapaö forsendur fyrir aukinni sókn m.a. með þeim afleiðingum, að skipum er nú haldið úti til veiða í mun verri veðrum en áður tíökaðist. En sjósókn i vályndum veðrum gerir ekki aðeins kröfur til skipanna, heldur einnig og ekki síöur til skipstjórnar- manna og áhafnar. Þaö gera sér vonandi flestir grein fyrir þvi, að vonlitiö er að smiða skip, sem eru þannig úr garöi gerð aö þau séu fullkomlega örugg án tillits til þess hvernig þau eru meðhöndluð. Það er því mikilvægt að skipiö sé meöhöndlað á þann hátt, að hvorki styrkleika þess né stööugleika sé ofboðið, né heldur að áhöfninni sé hætta búin vegna sjóa eða brota, sem ganga yfir skipið. Þá þarf áhöfnin að sýna aðgæslu við notkun á búnaði skipsins og leitast við að haga störfum þannig, að dregið veröi úr lik- um á slysum og óhöppum að svo miklu leyti sem mögulegt er. Ábyrgð skipstjórnarmanna Við gerum þá kröfu til skipa- hönnuða og skipasmiðja, að skipin þoli álag frá ytra um- hverfi skipsins og búnaði þess við öll eðlileg hleðsluskilyrði, auk þess sem þeim er gert að búa skipin þannig, að mönn- um sé ekki veruleg hætta búin viö þau störf, sem þeim er ætl- að að inna af hendi. Á sama hátt verður að gera þá kröfu til skipstjórnarmanns, að hann haldi skipi sínu og búnaði þess vel við, þannig að búnað- urinn sé ávallt í lagi, tilbúinn til notkunar, ef til hans þarf að gripa. Jafnframt þessu verður skipstjórnarmaður að kunna nákvæmlega skil á þvi, hvert það álag er, sem gert er ráð fyrir við hönnun skips, að skip- ið þoli og til hvaöa ráðstafana þurfi að gripa til þess að fyrir- byggja að hættuástand skap- ist. Það er i þessu sambandi rétt að taka fram, að skip geta verið mjög misjafnlega búin til þess að mæta álagi frá ytra umhverfi og búnaði skipsins, bæöi með tilliti til aldurs og stærðar skipanna, auk þess sem mismunandi fyrirkomulag búnaðar og vinnutilhögun ger- ir nauðsynlegt að viðhafa sér- stakar öryggisráðstafanir í hverju skipi fyrir sig. Reglur endurskoöaðar reglulega Reynsla liðinna ára hefur veitt okkur mikilvægar upplýs- ingar um hvernig haga skuli hönnun skips, svo að það þoli þá notkun, sem þvi er ætlað og veiti áhöfninni það öryggi, sem gera verður kröfu um. Á grundvelli þessarar reynslu hafa verið samdar reglur um ýmis þau atriði, sem varða öryggi skips og áhafnar. Regl- ur þessar eru endurskoðaðar reglulega í Ijósi fenginnar reynslu og með hliðsjón af þróun í gerð og búnaði skipa. Á sama hátt hefur reynsla sjó- manna veitt okkur dýrmæta vitneskju um þær hættur, sem leynast á hafinu, og hvernig haga þurfi störfum um borð, svo að hvorki skipi né mann- skap sé að nauðsynjalitlu stefnt i hættu. En þrátt fyrir að íslenskir sjómenn og skipa- hönnuðir búi yfir langri reynslu, stöndum við eigi að siður frammi fyrir þeirri stað- reynd, að fjöldi manna slasast og láta lifið viö störf á skipum á hafi úti á hverju ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.