Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 11
10% sjómanna farast Athuganir á sjóslysum, sem byggja á skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa fyrir timabilið 1975 til 1983, gefa eftirfarandi niðurstöður: 1. Á þessu 8 ára timabili greina skýrslur frá 2395 mönnum, sem hafa slas- ast á sjó, þ.e.a.s. um 300 manns árlega. Sumir þessara manna hafa hlot- ið varanlegt heilsutjón, en aörir einungis veriö frá vinnu i nokkra daga. 2. Á sama tímabili hafa 99 manns látið lífið við störf á hafinu, þ.e.a.s. 12 manns að jafnaði á hverju ári. Ef litið er svo á, að sjómenn nái að meðaltali 40 ára starfsferli og sé miðað við, að fjöldi ársverka i sigling- um og sjávarútvegi sé um 5000, gefa niðurstöður þessar til kynna, aö 10% sjómanna farist viö störf á hafi úti. Er ekki vitað til þess.að nein önnurstarfs- stétt búi við svo háa dán- artiöni. 3. Af þeim sem hafa látiö lifið á hafi úti, hafa flestir farist vegna þess að skipi hefur hvolft, eða þar sem rik ástæða er til að ætla, aö skipi hafi hvolft. 4. Alvarlegustu meiðsl á mönnum verða vegna mis- taka eða óvæntra atvika við meðhöndlun veiðar- færa um borð i skipum. Frekari athugun á tildrögum sjóslysa gefur til kynna, að sjaldnast sé unnt að benda á eina og aðeins eina orsök þess, að slysið varð. Algeng- ast er, að um sé að ræða röð atvika, eöa atburða, sem af til- viljun gerast á sömu stundu og hafa svo afdrifarikar afleið- ingar i för með sér, en sem liklega ekki hefðu leitt til slyss, ef eitt eða tvö atvikanna heföu átt sér stað nokkru fyrr eða siðar en slysið varð. Dæmi um þetta er sjómaður, sem slas- ast af völdum veiðarfærabún- aðar. Við hugsum okkur að veður sé slæmt og að skipið velti mikiö. Veiöarfæri óklárast og viökomandi sjómaður hugsar sér að bjarga málum við i snatri. Hann hrasar, miss- ir jafnvægið og gripur þar um, sem veiðarfærabúnaöurinn sökum hreyfinga skipsins mer fingur hans. Hér er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum. Menn verða að vinna saman Af framangreindu má Ijóst vera að öryggismál sjómanna eru ekki með þeim hætti sem æskilegt væri. Það er því eöli- legt að spurt sé hvernig unnt sé að koma i veg fyrir sjóslys eða draga svo verulega úr tíðni þeirra og afleiðingum, að sjómenn búi við sama starfs- öryggi og aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins. Meðan þeir að- ilar, sem hafa forustu um þessi mál, ekki sýna áhuga á að vinna að framgangi þessa máls i samvinnu og án þess að saka hvorn annan um að sinna ekki skyldum sinum gagnvart öryggismálum sjó- manna, næst litill sem enginn árangur í þeim efnum. Allir hlutaðeigandi aðilar verða að taka þátt i rannsókn á og um- ræðum um orsakir sjóslys- anna og leita leiða til að koma i veg fyrir að hliðstæð atvik endurtaki sig. Leiðin að bættu öryggi sjómanna liggur í at- hugunum á sjóslysum og samstilltu átaki til að bæta úr þeim þáttum öryggismála sem sýnt þykir að þurfi endurskoð- unar við. Það er aö sjálfsögöu mikilvægt að hafa góð björg- unartæki og geta treyst á þau, en hitt er þó mikilvægara að sjá svo um að ekki þurfi að kori a til þess að taka þennan búnað i notkun. Mörg verkefni óleyst Við smiði nýrra skipa, breyt- inga á eldri skipum, hvenær sem skip er á sjó og annars þegar öryggismál sjómanna eru til umfjöllunar, skulum við hafa hugfast að skip, sem siglir á hafi úti, er i eðli sinu lit- ið samfélag manna, nær full- komlega úr tengslum við það þjóðfélag, sem við höfum myndað með okkur hér i landi. Þetta litla samfélag verður að hafa yfir að ráða þekkingu og búnaði til að geta ráðið bug á hverjum þeim vanda sem upp kann að koma án utanaðkom- andi aðstoðar og án þess aö öryggi mannanna sé stefnt í hættu. Skipin verða þar af leiðandi að vera þannig úr garði gerð og útbúin að við aðsteðjandi vanda sé unnt að gripa til þeirra ráðstafana sem duga til að tryggja öryggi áhafnarinnar. Auk þessa verður áhöfnin að kunna full- komlega skil á þeim hættum sem eru samfara þvi að vera á sjó, á ástandi skipsins og bún- aði þess og kunna að bregð- ast rétt við ef hættu ber að höndum. Af þessu má sjá aö sjómennskan er mjög krefj- andi starf, þó svo ekki komi til langur og strangur vinnudagur við óvenju erfið starfsskilyröi. Á sama hátt gefur þetta til kynna að skipahönnuöurinn verði að kunna skil á þeim hættum sem þvi er samfara að stunda siglingar og fiskveiðar og að á sviði öryggismála bíði mörg krefjandi og hvetjandi verkefni úrlausnar. ... Á þessu 8 ára tímabili greina skýrslur frá 2395 mönnum, sem hafa slasast á sjó, þ.e.a.s. um 300 manns árlega... .. .Auk þessa veröur áhöfnin aö kunna fullkomlega skil á þeim hættum sem eru samfara þviaö vera á sjó, á ástandi skipsins og búnaöi þess og kunna aö bregöast rétt viö ef hætttu ber aö höndum... Víkingur 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.