Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Qupperneq 18
Einar Jónsson Einar Jónsson er fiskifræöingur hjá Hafrann- sóknastofnun 18 Víkingur Urríki hafsins Þorskkóngar og Allir sjómenn kannast viö ýmsa vansköpun hjá fiskum. Ein algengasta missmíð á helsta nytjafiski okkar, þorskinum, sést reyndar þaö oft að í munni fiskimanna hefur hún hlotið sérstakt nafn. Þorskkónga nefna sjómenn þorska sem hafa sér- stætt og afmyndaö höfuðlag og á nafniö aöeins viö ákveöna gerö vansköpunar. Þessi nafngift er samt ef til vill ekki öllum hinum yngri sjómönnum kunn nu á dög- um. Menn hafa hvorki tækifæri né tíma til þess aö velta slíkum fyrirbærum fyrir sér eins og áöur þegar hver fiskur var dreginn á færi. En þótt gömlu fiskimennirnir hafi sennilega átt fleiri nöfn en þetta á afstyrmi, sem komu inn fyrir borðstokkinn, höföu þeir enga þekkingu né aðstööu til þess aö skoða þessi fyrirbrigði út frá sjónarhóli raunveruleikans og náttúruvísindanna og tengdu því slíka drætti oft- ast viö hjátrú eins og algengt var til þess aö brúa bilið mill hins áþreifanlega og hins óútskýranlega. Merkilegt er aö afstyrmi eins og þorskkóngur var ekki talið ódráttur heldur þótti vita á góöan afla, sem er kannski eðlilegt því menn veröa að veiöa nokkuö marga þorska til þess aö eiga líkur á aö fá slíkan drátt. Þó almennri þekkingu og náttúruvísindum hafi fleygt fram, vantar enn mikiö á aö hægt sé aö gefa fullnægjandi skýringar á öllum atriöum þegar rætt er um þorskkónga og þeirra lika. Þrátt fyrir þaö hef ég — sjómönnum til gagns og gamans — tekiö saman grein um þaö fyrirþæri í heimi fiska sem er van- skapnaður; orsakir hans og tiðni. Veröa menn hér aö virða viljann fyrir verkiö þvi fleiri spurningar kunna aö vakna heldur en þær sem svaraö er, en þá er ef til vill þetur af staö farið en heima setiö. Mismunandi van- skapnaður Sjúklegt og afbrigöilegt vaxtarlag má sjá hjá flestum eöa öllum fiskitegundum hér viö land, en vanskapnaöur hjá þorskfiskum og þá sér- staklega hjá þorski og ýsu viröist algengari heldur en hjá öörum tegundum. Hjá þorski og ýsu eru þrjár tegundir vanskapnaöar nokk- uö algengar en þær eru; út- litsgallar á haus, dverg- eöa krypplingsvöxtur og þá bækl- uö eða bogin stirtla. Er þá tal- iö upp í þeirri röö aö byrjað er á þeirri „bæklun" er mér virö- Helstu útlitsgerðir hjá van- sköpuðum þorski: A) eðlilega vaxinn fiskur, B) krypplings- vöxtur, C) bækluð stirtla, D) Þorskkóngur, þ.e. sérkenni- leg vansköpun á haus, E) „hnúfunefur", þ.e. vansköpun fremst á haus. ist algengust og endaö á þeirri óalgengustu. Tíöni slíkra geröa vanskapnaðar segir þó næsta örugglega meira til um hversu alvarleg „örorkan" er fyrir fiskinn og þar meö lífs- og afkomu- möguleika hans, heldur en tiöni sömu örkumla á unga aldri, en orsakir slíks van- skapnaðar má oftast rekja til áfalla, skorts eöa óeðlilegs umhverfis á fyrstu ævivikum eins og nánar verður komiö inn á hérá eftir. Missmiði á haus vil ég greina i tvennt (a.m.k. hjá þorski). Annars vegar er einskonar andanefjuhaus, en það eru einmitt hinir svo- nefndu þorskkóngar. Hins vegar eru einskonar hnúfu- nefir og töldust slikir fiskar ekki til þorskkónga eftir þvi sem næst verður komist. Ekkert sérstakt nafn kann ég um slíka fiska. Þá sjást alls- konar afbrigðilegir skoltar; stuttir eöa langir neðrikjálkar, innan þessara tveggja hópa, eöa afmyndaðir kjálkar eru einu lýti fisksins, en þar kann oft aö vera um lemstrun aö ræöa. Vansmiöi á haus háir fisk- inum sennilega ekki mikið og stórir og gamlir fiskar sjást iöulega meö slíkum ágöllum. Dvergvöxtur, þar sem missmiöin felst i þvi aö fiskur- inn vex ekki eðlilega og öll hlutföll i vaxtarlagi þvi úr lagi gengin, svo menn tala um krypplinga, háir fiskinum skiljanlega meira en klumpu- hausinn. Tiðast mun hér um hryggjarliöaskemmdir aö ræöa, þannig aö hreyfigeta fisksins er um leiö mjög skert. Gamlir og stórir fiskar meö slikum ágöllum sjást þvi frek- ar sjaldan. Krypþluö og bogin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.