Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 26
Þýtt úr Handels og Sjofartstidende HilmarSnorrason ... Starfsandinn var góöurá skipunum og samband útgeröar og skipa varmeö allra besta móti. Ensmáttog smátt fóru aö gerast ýmsar breytingar. - KAOS vírusinn hélt innreiö sína... 26 Víkingur Aðvörun - smitsjú Þessi litla saga er skrifuð af sænskum yfirvélstjóra sem stóö frammi fyrir skrifborði fullu af skýrslum alveg ráðalaus. Eru kannski einhverjir sem kannast við sjálfa sig í þessari sögu? — Þaö er kominn upp nýr og mjög smitandi sjúkdómur í skipaútgerðarbransanum. Því miðureru sjómenn orðnirmjög smitaðir af honum, sagði einn vinur minn, sem er umboðs- maður. Mig grunaöi illilega að hann væri að tala um nýjan kynsjúkdóm. — Nei, það er miklu alvar- legra en það, svaraði hann og gaf barþjóninum merki um aö fylla glösin. — Sjúkdómurinn er skyldur virussjúkdómi sem herjar á heilasellurnar og heltekur þær. Og það sem meira er, það eru engin ytri einkenni sjáanleg á mönnum, hvorki um borð né á skrifstof- um útgerðanna. Þetta byrjaöi allt i opinberum stofnunum, hélt félagi minn áfram. — Seinna fór það út i viðskiptalif- ið. Það er fyrst nú á síðari árum sem vírusinn náði aö festa rætur til sjós og í öllum öörum atvinnuvegum í nútima þjóðfélagi. Það eru líklegast aðeins villimennirnir sem búa innst inni i frumskógum Afriku sem ekki hafa smitast. Því miður er enginn sem veit hvernig á að hefta útbreiðslu hans, hvað þá að lækna. Umboðsmaðurinn sagði þennan sjúkdóm vera þekktan undir nafninu KAOS. Það var sjúkdómur sem ég hafði aldrei heyrt nefndan. KAOS er stytt- ing á Kerfisbundinn Árangur Og Skipulagning og þá ertu kannski eitthvaö nær því hvaða sjúkdómur þetta er? Þvert á móti skildi ég lítið hvað hann var að fara og hann sá það líklegast á mér. Hann kinkaði kolli og sagði: — Allt í lagi, ég skal fara dýpra í málið, en þá verðum við að fá aðra umferð i glösin. Sagan er i meira lagi undar- leg, en er raunverulega sönn. Eins og þú veist skipti ég við nokkuö mörg skipafélög og umboðsmenn. Eitt þessara fé- laga hef ég haft sérstaklega mikil viðskipti við, og það alveg siðan þeir hófu siglingar hingað. í gegnum árin hefur skipafélagið vaxið og dafnað vel og er nú eingöngu með ný- tísku skipakost. í upphafi voru skipin léleg og hef ég grun um að áhöfnum hafi þá verið þræl- aö út. Skipakosturinn varð siðar af Imeiri og var að mestu I áætlunarsiglingum. Yfirmenn skipanna voru flestir áhuga- samir og meðvitaðir um ábyrgðina sem á þeim hvíldi. Starfsandinn var góður á skipunum og samband út- gerðar og skipa var með allra besta móti. En smátt og smátt fóru að gerast ýmsar breyting- ar. KAOS vírusinn hélt innreið sina i skip félagsins og virðist smitunin veraalgjör. Allir smitaðir Ég kynntist i dag áhöfn sem öll var smituö, og það alvar- lega. Eitt skipa félagsins ligg- ur nefnilega hér í höfninni og fór ég þvi um borð. Fyrsta sjáanlega einkennið var við landganginn, eða réttara sagt þar sem hann átti að vera, þvi hann var enginn. Það hékk bara lóðsleiðari yfir lunning- unaog niðurskipshliðina. Með erfiðleikum komst ég þó um borð. Ég sá mér til skelfingar á leið minni upp leiðarann aö skipið var ekki einu sinni tryggilega bundið við bryggj- una. Þegar ég loks komst inná þilfarið bjóst ég við að allt væri á ferð og flugi þar. Ég varð alveg steinhissa. Það var ekki lifandi sálu að sjá. Það er vist óhætt að segja að á vel stjórn- uðu skipi sé eðlilegt að allt sé eins og á geðveikrahæli, strax og búiö er að binda. Allir að gera klárt til losunar og lest- unar. Því var nú ekki fyrir að fara á þessu skipi. Þarna um borð i morgun var allt svo hljótt, að ég varð næstum skelkaður. Ég fór inn i yfir- bygginguna en þar sá ég held- ur engan, hvorki i skrifstofu skipsins né i klefum. Ein- manakennd var aö byrja að sækja á mig þegar skyndilega öll Ijós dóu út og aðvörunar- kerfi vélarrúmsins tók aö glymja um auða gangana. Ja, þá fór nú eitthvað að ske. Hurðinni á setustofu skipsins var hrundið upp og út kom vélstjóri hlaupandi. Áður en hurðin féll aö stöfum heyrði ég aðvarandi málróm berast inn- anfrá sem sagði: „Þú hefur sex minútur til aö redda þessu. Mundu að kvótinn fyrir neyðarviðgerðir er næstum þvi uppurinn." Vitlaust skipulag Hið óvænta „black-out“ hafði truflað mikilvægan skipulagsfund. Tvö kerti voru sótt í snatri svo fundurinn gæti haldið óhindrað áfram. Ég fór inn. Mér tókst aö vekja á mér athygli við skipstjórann og baðst afsökunar á trufluninni, en það væru ýmis atriði sem við þyrftum að ganga frá i sambandi við afgreiðslu skipsins. Skipstjórinn reis upp frá ógurlegum pappirsstafla. — Ó já, sagði hann, þú ert vist umboðsmaðurinn, en þú áttir að koma um borð í gær og

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.