Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 30
.....Ég mundi eftir skemmtilegum sögum afýmsum skrautlegum köllum sem veriö höföu meö honum til sjós, Nú ætlaöi ég aö reyna aö fá hann til aö endurtaka þær... ... Heyröu Gulli, ég má til meö aö segja þér frá þvíþegar viö vorum einu sinni aö höggva karfa á Svalbak gamla. Þaö varbúiöaö vera andskoti mikiö fiskirí... 30 Víkingur Segulbandsháski... bragði. Svona, slappaðu bara af og ekkert múður. Við skul- um byrja á aldrinum. Hvaö ertu oröinn gamall? Þögn. Ég itreka spurninguna. - 54 ... Mér létti stórum. Nú yrði eftirleikurinn auðveldur. Hann var búinn að gefa sig. — Og hvenær fórstu fyrst til sjós? — 15 ára ... — Og hefur síðan verið á sjónum? — Já ... æi, greyið mitt hættu þessu, ég ... — Hver finnst þér mesta breytingin á togarasjó- mennskunni fá þvi sem var? spyr ég án þess að láta i Ijósi neina uppgjöf. Stebþi hugsar sig um þar til hann segir loks: — Aö þurfa ekki að vera uppi á dekki i aðgerð. — Já, það er náttúrlega ekki eins mikil vosþúð og volk eins og var i gamla daga? — Nei ... svona hættu þessu helviti drengur! — En fannst mönnum ekki mikil viðbrigði þegar nælonið kom til sögunnar, þegar hætt var aö nota hamptrollið? — Jú ... Ég hugsa mig um dálitla stund áður en ég hef nýja sókn. — Á hvaða togara byrjaðir þú? — Svalbak, svarar Stebbi meö semingi og skáskýtur augunum á segulbandiö. — Hvar á aö slökkva á þessu? — Hver var með Svalbak þá? — Þorsteinn Auðuns- son... — Var hann mikill aflamað- ur? — Já, já ... — Hann hefur fengið i soð- iö? — Mmmmmm... — Þú varst einhvern tim- ann að segja mér frá þvi þeg- ar þið voruð við Grænland? — Já ... svarar Stebbi annars hugar og hóstar. Þegar hér var komið sögu fannst mér ég vera aö missa tökin á þesu. Ég ákvað þvi að biðja Stebba að segja mér frá einhverju sem hann hafði sagt mér áður. Ég mundi eftir skemmtilegum sögum af ýmsum skrautlegum köllum sem verið höfðu með honum til sjós. Nú ætlaði ég að reyna að fá hann til að endurtaka þær. — Geturðu ekki sagt mér frá einhverjum eftirminnileg- um köllum sem þú hefur verið samskipa? — Nei ... ég man ekkert svoleiöis, svarar Stebbi og er nú greinilega búinn að fá nóg, þvi hann fer fram úr kojunni og skipar mér enn einu sinni að slökkva á segul- bandinu. En ég er ákveðinn í að láta mig ekki fyrr en í fulla hnefana. — Jú, auðvitað manstu það, segi ég. Það eru ekki nema nokkrir dagar siðan þú varst að segja mér frá þeim. — Nei, það er satt, ég veit ekkert... — Hvað hétu þeir allir þessir kallar sem þú varst aö segja mér frá þegar við vor- um aö bæta pokann um dag- inn? — Það man ég ekki ... svona láttu ekki svona. Ég ætla fram og fá mér kaffi. Stebbi gerir sig liklegan til að ganga út úr klefanum. Nú voru góð ráð dýr. Siðasta vopnið átti ég eftir. — Þú verður að gá að þvi maður, að allt sem þú segir kemur i viðtalinu, allt þetta fjas þitt um að slökkva á seg- ulbandinu og svoleiðis. — Mér er andskotans sama um þaö, svarar viðmæl- andi minn hlæjandi og kveikir sér i sígarettu. — Erþér sama? — Já, slökktu á þessu! — Ég lýg þá bara einhverju, ef þú vilt ekki setjast hérna niður og spjalla við mig. Ekki erþað betra fyrir þig! — Jú, jú, Ijúgðu'bara, ha, ha! — Ætlarðu að vera til sjós þar til þú kemst á ellilaunin? kalla ég á eftir Stebba, þar sem hann er að ganga út úr klefanum. — Nei, ég fer að hætta þessu, heyri ég hann segja eins og við sjálfan sig. Svo hækkar hann röddina. — Slökktu á þessu og komdu fram, við skulum fá okkur kaffi! Ég gafst upp. Ég gerði eins og mér var skipað og fór fram í borösal. Ekki vorum við Stebbi fyrr sestir meö kaffi- könnurnar, en hann hallar sér að mérog segir: — Heyrðu Gulli, ég má til með að segja þér frá því þeg- ar við vorum einu sinni að höggva karfa á Svalbak gamla. Það var búið aö vera andskoti mikið fiskiri, dekkiö hálf fullt og ... — Biddu! Ég ætla að sækja segulbandið! — Nei! Ég segi ekkert! Og þar með var draumurinn búinn. Hræðslan við segul- bandiö varð þess valdandi að ég fékk ekki að heyra þessa sögu fyrr en i næsta túr. Hvernig sem ég gekk á Stebba, fékkst hann ekki til að Ijúka við söguna. — Maður er orðinn dauð- hræddur að tala við þig drengur, sagði hann. Þú hleypur annað hvort með þaö í blöðin eða sullar því á bók ... sem enginn les!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.