Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Síða 35
EIMSKIP 1914-1984 / leikriti Jökuis Jakobssonar, Hart í bak, segir Jónatan skipstjóri: „Já, þaö var líka múgur og margmenni á öllum bryggjum, þegar við sigldum skipinu heim í iyrsta sinn. Það kom fjöidinn allur ai bátum á móti okkur. Það var strengdur borði yfir Steinbryggjuna og lúðra- sveitin lék eins og þegar kóngurinn kom. Þaö var norðankalsi þennan morgun og talsverð alda ... samt var okkur öllum svo heitt. Þeir fluttu skipinu drápu. Ég man ennþá hvað litlu börnin voru blá af kulda — samt brostu þau öll og veifuðu litlu flöggunum sínum — og ráöherrann flutti ræðu og sagöi, að lífsvon almennings væri komin heilu og höldnu heim yfir hafið — óskabarn þjóðarinnar. — Stofnun Eimskipafélagsins var mikill aflvaki i framfara- og atvinnumálum landsmanna, og án traustra og hagkvæmra siglinga, heföi atvinnurekstur og lifskjör í landinu ekki þróast meö þeim hætti sem raun ber vitni, segir Halldór H. Jónsson stjórnarformaður félagsins i ársskýrslu 1983. Hagnaður félagsins á siö- asta ári nam 97,2 milljónum króna og varö veltuaukning frá árinu áður 83%. Batnandi af- komu sagöi Halldór i ræöu á aðalfundi félagsins 5. april sl. m.a. mega rekja til góörar nýt- ingar skipastólsins, áfram- haldandi hagræðingar í rekstri, aukinna gámaflutn- inga og öflunar nýrra og full- komnari tækja og bættrar aö- stöðu, auk þess sem rekstrar- skilyröi félagsins voru al- menntgóð. Heildarflutningar félagsins sl. ár námu 699 þúsundum tonna en voru áriö áöur 566 þúsund tonn, eða 18% aukn- ing. Innflutningur var svipaður og áriö á undan en útflutningur jókst um 37% og munar þar mestu um vaxandi útflutning á áli og kisiljárni. Sl. ár haföi Eimskip nítján skip í rekstri, fjórtán í eigin eigu og fimm leiguskip. Helstu nýjungar í starfsem- inni á síðasta ári voru þær, aö félagið tók aukinn þátt í um- sjón meö landflutningum á vöru til áætlunarhafna erlend- is. Áhersla var i þvi sambandi lögö á aö tengjast erlenda flutningamarkaðnum og voru opnaöar vörumóttökustöðvar á ítaliu, i Frakklandi, Noregi og Chicago. Annaö stórverkefni siöasta árs var breyting á frystiflutn- ingskerfi sem unniö var i ná- inni samvinnu viö S.H. Flutn- ingar á frystum fiski i gámum hafa vaxið verulega og er stefnt aö þvi aö allur frystur fiskur veröi fluttur á brettum, annaö hvort i frystigámum eöa frystiskipum. Varöandi framtiðarverkefni sagöi Halldór aö á árinu 1984 yrði lögö áhersla á aö endur- nýja skip félagsins til Norður- landasiglinga. Ákveöiö hefur veriö aö endurnýja Mánafoss og Dettifoss og er leitaö aö hentugum skipum í þeirra staö. Einnig veröur unniö á árinu aö frekari frágangi Sundahafnarsvæöisins og fjárfest í tækjabúnaði og aö- stööu. M.a. verður settur uþþ þar gámakrani í sumar, en meö honum má ná þeim af- köstum og öryggi viö af- greiðslu skipa sem nauðsyn- leg eru i nútima gámaflutn- ingum. Lyftigeta hans verður 40 tonn undir gámaramma, en yfir 50 tonn i vírum. Ráögert er aö taka kranann í motkun í nóvember. i. Á þessu ári veröa keyþtir 195 frystigámar og hafa þegar verið afhentir 115, 40 feta gámar og 28, 20 feta. 80, 40 feta gámar veröa siðan af- hentir síöar i vor og í haust. Vörumeöferö i gámum hefur einnig veriö bætt og hefur fé- lagið i þvi sambandi fest kauþ á mörg þúsund loftfylltum belgjum sem notaðir eru til aö stúfa vöru og skoröa inni i gámum. Hefur þeim veriö dreift á áætlanahafnir. Talsveröar breytingar eru fyrirhugaðar á skiþastól fé- lagsins. Nýlega seldi félagiö Múlafoss til griskra aðila og var hann afhentur nýjum eig- endum i Hamborg 28. mars sl. Félagið er í samningaviðræð- um viö ítalska aöila um sölu á Llöafossi og veröur þaö vænt- anlega afhent nýjum eigend- um i lok april. Úöafoss hefur undanfarin ár veriö í strand- siglingumog mun Irafoss fyrst i staö hefja þær í hans staö en félagiö hyggst efla strand- flutningaþjónustu sina á árinu meö nýjum skipum. irafoss var áöur i Eystra- saltsiglingum en nú hefur fé- lagiö gert kaupleigusamning á nýju skipi til þeirra siglinga. Þaö heitir Aros Athena og var smiöaö i Þýskalandi 1977. Skipiö getur lestað um 110 tuttugu feta gáma og er auk þess mjög hentugt til stór- flutninga t.d. á timbri, paþpir, fiskimjöli o.fl. Á skipinu eru tveir 12 tonna kranar og er burðargeta þess um 2500 tonn. Meö þessu skipi mun flutningsgeta til og frá Eystra- salti aukast um 50%. Á siöu 37 birtum viö lista yfir þau 15 skip sem voru i eigu félagsins i lok april og skip- stjórnarmenn þeirra. ... M.a. veröur settur þar upp gámakrani í sumar, en meö honum má ná þeim afköstum og öryggi viö afgreiöslu skipa sem nauösynleg eru ínútíma gáma- flutningum... Víkingur 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.