Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 38
Kristín Einarsdóttir Kristín Einarsdóttirer lifeðlisfræðingur við rannsókna- stofnun H.í. í lífeðlisfræði. 38 Víkingur AHRIF KULDA Síðastiiöið haust var haldin í Reykjavík ráöstefna á vegum Nærrænu Samstarfs- nefndarinnar um Heilsufarsrannsóknir á Norðurslóð (NoSAMF) í samvinnu við ýmsa innlenda aðila. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um hvernig bregöast á við, þegar of- kælingu er aö ræða, og ætla ég aö greina hér frá því sem kom fram um það efni. Læknarnir Leif Vangaard frá Danmörku og Per Olav Gran- berg frá Svíþjóð töldu báöir, aö þvi miður fengi ofkælt fólk í heimalöndum þeirra oft ranga meðhöndlun. Þeir tóku svo sterkt til orða að fullyrða, að oft væri beinlinis flýtt fyrir dauða vegna rangrar með- höndlunar við ofkælingu og sögðu það gilda jafnt um lærða sem leika. Til að gera sér grein fyrir því hvernig bregðast á við ofkælingu, verðurfyrst að vita hvernig lik- aminn, og þá einkum blóðrás- arkerfið, bregst viö breyttu umhverfishitastigi. Föt eru okkur mönnunum mikilvæg vörn gegn kulda og þegar talað er um varnir gegn kulda er oft lögð áhersla á mikiivægi góðrar einangrunar. Þá hefur íslenska ullin oft ver- ið nefnd. Þrátt fyrir góða ein- angrun, kemur þó þvi miöur oft fyrir að menn ofkælist, bæði á landi (oftast í snjó á fjöllum) og er menn falla i vatn eða sjó, sem veldur nær undantekn- ingarlaust mikilli kælingu, a.m.k. hér á landi. Viðbrögð líkamans viö kælingu eru fyrst og fremst þau að draga úr blóðflæði til yfirborðs og þá sérstaklega til útlima. Ef kæl- ing verður mikil getur blóð- flæði til útlima stöðvast al- gjörlega. Allt miðar að þvi að raska ekki hitastigi i miðju likamans og höföi til að hin mikilvægu liffæri, hjarta og heili, geti starfað eðlilega. Hitastigið er þvi hátt og jafnt i miðju likamans, sem nefndur er kjarni, en fellur þegar utar dregur (sjá mynd). Ef hitastig útlima lækkar niður í u.þ.b. 7 Cel. eru hreyfingar þeirra ekki lengur mögulegar. Þá getur fólk ekki lengur gengið eða gripið, t.d. um bjarghring, tóg eða annað það sem því er rétt til bjargar. Þráttfyrirviðbrögð likamans getur kæling orðið svo mikil, að kjarnahitastig fari að falla, þannig að hjarta og heili hætti að starfa eðlilega. Þá er hætta á að fólk missi meðvitund og hjarta fari að slá mjög hægt og óreglulega. Réttviðbrögðmikil- væg Þegar komið er aö einhverj- um sem hefur oröiö fyrir of- kælingu verður fyrst og fremst að gera sér grein fyrir, hvernig liklegast er að líkaminn bregð- ist við þvi sem reynt er til upp- hitunar. Fyrstu viðbrögö margra þegar komið er að köldum manni eru að nudda bæði bol og útlimi. Eins og Ijóst má vera gerir nuddið ekk- ert sem munar um til að koma varma i líkamann. Það sem hætta er á að gerist, er að æðar til yfirborðs vikki og heitt blóð frá miðju likamans streymi út aö húðinni. Hún hitnar og þetta veldur hitatil- finningu hjá hinum ofkælda. Áhrif alkóhóls eru þau sömu, æðarnar vikka fyrir áhrif þess. Þess vegna halda margir að þeim hitni fyrr, neyti þeir alkóhóls. En hvað er verið aö gera fyrir likamann i heild? Hugsum okkur að hitastig hafi lækkað mjög i handleggjum og að likaminn sé að berjast við að halda uppi 37 Cel. í kjarna. Ef aðgerðir til upphitunar valda vikkun æða i handleggj- um, streymir heitt blóð úr kjarna út i þá og berst aftur til baka miklu kaldara. Mjög stutt leið er fyrir þetta kalda blóö til hjartans. Getur það jafnvel valdið stöðvun hjartans, ef kalt blóð kemst þannig til þessa mikilvæga liffæris. Það er þvi Ijóst, að ekkert gagn er að þvi að nudda of- kældan mann, eða gera annað sem getur vikkað æðar til húð- ar. Það gerir honum frekar erf- iðara fyrir að ná upp eðlilegum likamshita. Við gætum hjálpað til með þvi að einangra hann vel og minnka þannig hitatap- ið, en gæta þess jafnframt að handleggir haldist áfram kald- ir, svo að blóð fari ekki að streyma til þeirra, fyrr en lik- aminn sjálfur hefur ákveðið að það sé timabært. Það er því best að setja ofkældan mann i álþoka, svefnpoka, teppi, ull- arföt eða annað tiltækt, með handleggi fyrir utan. Yfirborð þeirra á alls ekki að hita með hitaþokum, hitateppi eða öðru því sem gæti opnað æðar til húðar og gert þannig illt verra eins og áður er greint frá. Upphitun sú sem hér hefur verið lýst byggist þvi á eigin varmaframleiðslu likamans og getur þvi tekið langan tíma. Langvarandi kuldaaölögun virðist geta aukið varmafram- leiðslu líkamans. Þótt ekki hafi verið hægt að sýna fram á það hjá mönnum. Skjálfti eykur varmaframleiösluna verulega og má þvi segja að þegar of- kældur maður byrjar að skjálfa

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.