Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Side 41
Hugsaö heim Svo aö léttistlundin treg lokadaginn þenna, meir en þúsund mílna veg má ég huga renna. Margoft flutti skeiö frá skor skipshöfn feröalúna, aö Lyngási frá Labrador liggurförmín núna. Á afmæli bátsmannsins Þú stundarekki stofugang, stendur oft í brýnum. Eyöir hér viö Ægis fang ævidögum þínum. Alveg þar til öldin full ógnargráum hárum lífsins bjarta lýsigull Ijómi á þínum þárum. Fullfermi Nökkvinn eránösunum. Nú erstuö á okkur. Valútan ívösunum, velta margar þokkur. Viö ströndina Hafsins ólma hildarleik hefi ég séö og þekki. Nú er báran kát og keik, kyssir en brotnar ekki. Skipsfélagi þrítugur Þér eru varla þrjátíu ár þung á þreiöum heröum. Þú hefir jafnan komiö klár úr kröppum veiöiferöum. Hvortsem þaö er breskur bjór sem býöur afsér vanda, refjar, eöa reiöursjór réttur muntu standa. Landhelgismál Óláns Bretinn íslending ætlarað beita höröu. Ekki ríöur einteyming illskan hér á jöröu. Þérguöir Neptúnus er næstur mér núna þessi árin. Bakkus helst til angurs er. Amor græöir sárin. Fjörílúkamum Ölvaö er andartakiö, ýlfraö og sungiö í kór. Lovísa leggst á bakiö — en Lúlli vill heldurbjór. Langibar Mikiö ernú þjóraö þar, þynnkan mörgum treinist. leiðin heim frá Langabar löngum hlykkjótt reynist. Völuspá hin sanna Sjómenn verk sín vinna, vanmetnir og smáöir, kröpp eru þeirra kjörin — af kapitalistum þjáöir. Sitja á sárum rössum, söltum gráta tárum. Daga langa og leiöa, lostnir hjartasárum. III erþeirra ævi. Ölmusu aö þeim vikiö. Frídagar, laun og fæöi, falsaö, stoliö, svikiö. Samtersaga þeirra, sigurljóma vafin. Eymd og sálar örbirgö, íæöra veldi hafin. Vinna höröum höndum, hálir olíublautir. Vegirþeirra veröa, vonleysi og þrautir. Ósköpum valda ætíö, andlegar stefnuvillur, — þeim sem bera íbrjósti bjánalegargrillur. Eymd og innri vesöld, einatt þeirviö búa, sem ganga í lausu lofti, — á logna drauma trúa. Illt er aö vera aö villast. Vafra íheimi drauma. Láta sig glýja og glepja, — grillurog tiskustrauma. Brátt skal óöinn enda. Æöi nóg er taliö, þó ýmislegt sé ennþá í örlögunum faliö. Margar æ vimyndir mér fyrir sjónir líöa, — vonbrigöi og vesöld villtra manna bíöa. En þeir sem guöir gefa, gáfur til aö skilja, eigiö sjálfog eöli, afl, og sannan vilja. Þeirra er gatan greiöfær Gefin þeimerviska. Víkingur 41 Þeim geturekkert, ekkert, oröiö neitt til miska. Ókunnurhöfundur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.