Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 14
Mig klæjar Meö Áka Selender, sænskum aöalritara ITF, í lokahófi fundar fiskimannadeildar ITF, eina fundar samtak- anna, sem haldinn hef- ur veriö í Reykjavík. 14 VÍKINGUR eins og hann væri reirður. Ég finn enn fyrir þessum svo kölluöu fantom-verkjum, það er tilfinning sem lætur mann finna fyrir útlim sem tekinn hefur verið af. Og svona til gamans get ég sagt þér frá því að í draumi er ég alltaf með báða fætur heila og ég hleyp eins og ekkert sé i draumi. En þrátt fyrir að ég fyndi fyrir fætinum þá vissi ég aö búið var að taka hann af og það fylgir þvi ákveðið áfall, en þessi tilfinning fyrir fætinum hjálpar manni mikið. Þó var það óskemmtilegt aö koma heim til sin einfættur á jólunum. Og það þyrmdi oft yfir mig fyrstu mánuðina á eftir, mérfannst ég ekki leng- ur gjaldgengur i þjóöfélaginu. Maður reyndi að hrinda þess- ari hugsun frá sér og að lok- um tókst það.“ — Hvaö tók svo viö hjá þér hvaö atvinnu snertir eftir þetta? „Þannig var að árið 1970 fékk ég brjósklos i bakið og var illfær til erfiðisvinnu. Ég hafði tekið þátt i félagsmálum sjómanna i mörg ár, meðal annars átt sæti í stjórn Sjó- mannafélags Hafnarfjaröar. Þarna 1970 bauðst mér vinna á skrifstofu Sjómanna- félags Hafnarfjarðar og Hlifar. Ég var svo kjörinn formaður sjómannafélagsins og var starfsmaöur þess alveg þar til ég tók við Sjómannasam- bandinu 1976. Þarna hafði ég mjög mikið aö gera og ef til vill hjálpaöi þaö mér mest eftir aö fóturinn var tekinn af að vera i svo miklum önnum. Maður gleymdi eigin erfið- leikum á meðan." Formaður eftir mikið plott — Hvernig bar þaö aö, aö þú varst kjörinn formaöur Sjó- mannasambandsins? „Þannig var að árið 1975 urðu mikil átök i kjarabaráttu sjómanna og flotinn geröi um þaö samþykkt úti á sjó að sigla i land til að mótmæla sjóðakerfinu. Sjómenn vildu ekki, og gátu raunar ekki, blandaö Sjómannasamband- inu inní þessa deilu. Ég var valinn af sjómönnum til að stjórna þeirra málum i landi. Og við unnum sigur. Áriö eftir var svo að mér lagt að taka við formennsku í Sjómanna- sambandinu og eftir mikið pólitiskt plott náði ég kjöri á þingi sambandsins. Ég var ekki á vinsældalistanum hjá þeim Birni Jónssyni og Snorra Jónssyni, forseta og varafor- seta ASI, vegna afskipta minna af deilunni áriö áður. Ég átti heldur ekki uppá pallborð- iö hjá þáverandi forsætisráð- herra, Geir Hallgrimssyni, af sömu sökum. Mér er minnis- stætt simtal sem ég átti við hann, eftir að flotinn hafði allur siglt í land árið áöur. Þá sagöi hann við mig i simann að það væri mikið að ég léti svo litiö aö stiga ofan af minum háa hesti og hafa samband við sig. En ég hafði sagt, meðan á deilunni stóð, að það væri al- farið i höndum rikisstjórnar- innar að leysa þetta mál. Þess vegna beið ég eftir viðbrögð- um þeirra en hafðist ekki að. Nema hvað, þarna þegar ég var kjörinn formaður SSI riðl- uðust öll flokksbönd. Það komu skeyti utan af sjó og undirskriftalistar mér til stuönings. Þannig var til að mynda Alþýöubandalgstopp- unum stillt upp við vegg af sterkum mönnum innan flokksins sem studdu mig. En það voru menn úr öllum stjórnmálaflokkum sem studdu mig og menn utan flokka lika.“ Bæði íhald og kommi — Á þeim 10 árum sem liö- in eru síöan þú tókst viö Sjó- mannasambandinu hef ég oft- ar en ekki heyrt vinstrimenn kalla þig krata eöa jafnvel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.