Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 46
NýJUNGAR
r
Nautopilot i brúnni á
Norasia Susan.
46 VÍKINGUR
Tölvuvædd brú
Nýr búnaöur sem nefnist
Nautopilot frá þýska fyrirtæk-
inu Anschiitz er nu kominn i
brúna. Nautoplot tölvustýrir
siglingunni, en hluti búnaöar-
ins er Nautoplot. Meö Nauto-
ploti er hægt aö fylgjast meö
siglingu skipsins á sjókort-
inu. Útsetningin fer fram á
þann hátt aö frá staðsetning-
artækjunum fer staður skips-
ins stafrænt inn á rafeindaút-
setningarborö, sem finnur-
breidd og lengd skipsins i
bauganetinu. Frá þessu boröi
er svo staðurinn yfirfæröur á
sjókortiö og sýndur þar meö
Ijósdepli.
Siglingaleiðir má geyma í
minni Nautoplotsins, en þaö-
an fara svo upplýsingar um
leiöina til siglingatölvu sem
kemur þeim áleiöis til sjálf-
stýringar. Sem sagt, engan
mann þarf viö stýri og enginn
þarf aö hafa afskifti af stefnu-
breytingum. Umboö fyrir-
Anchutz hér á landi hefur R.
Sigmundsson h.f. Tryggva-
götu 16 Reykjavik.
Vökvdælan, sem heldur rafalanum á réttum hraða, tengd viö öxul
aðalvélar með reim.
Riðstraumur í öll skip
Þeim fjölgar óöum skipun-
um sem nota riöstraum í stað
jafnstraums. Riðstraumur um
borö opnar möguleika á að
nota hvaöa rafmagnstæki
sem er, auk þess sem þau
eru miklu ódýrari en fyrir jafn-
straum. Meö riöstraum um
borö má tengja skipið viö
orkunet í landi þegar þaö er í
höfn og þarf þvi engin Ijósa-
vél aö vera i gangi á meðan,
en skipið samt hlýtt og nota-
legt þegar komiö er um borö
jafnvel eftir nokkurra daga
landlegu. Þaö sem háö hefur
notkun riöstraums í minni
skipum er aö hingað til hefur
þurft sérstaka vél, þ.e. Ijósa-
vél, til aö framleiða hann.
Ástæöan er sú aö riðafjöldinn
þarf að vera réttur, en til þess
þarf vélin aö snúat meö jöfn-
um snúningshraða. I minni
skipum er ekki pláss nema
fyrir eina vél þ.e. aöalvélina,
en hún gengur ekki alltaf meö
jöfnum hraöa þegar skip er á
veiðum. Fyrirtækiö Water-
borne Equipment framleiöir
nú vökvadælu sem tengd er
aðalvélinni annaöhvort beint
á öxul eöa meö reim og dæl-
an knýr síðan riðstraumsraf-
ala með jöfnum snúnings-
hraöa jafnvel þótt aöalvélin
snúist meö misjöfnum hraöa.
Meö þessari aðferð er hægt
að halda riðafjöldanum þaö
vel aö hann getur í mesta lagi
fariö 1,5 rið upp eöa niöur fyr-
ir þau fimmtu sem er tiöni riö-
straumsins hér á landi. Þetta
frávik er þaö lítiö aö þaö
skiptir ekki máli fyrir þau tæki
sem eru um borö i minni skip-
um. Til að halda snúnings-
hraöa riðstraumsrafals ná-
kvæmlega þarf tölvustýringu,
en hefur i för meö sér tals-
verðan viðbótarkostnaö. Um-
boðsaöili fyrir Waterborne
Equipment hér á landi er
Stálvinnslan h.f. Súöarvogi
16 Reykjavík.