Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 18
Pálmi Frímannsson heilsugæslulæknir í Stykkishólmi 18 VÍKINGUR LYFJAKISTAN Búnaöur lyfjakistunnar i skipum er ákveðinn með reglugerð. Talsvert mats- atriði er, hvað gagnlegt er að hafa i þessari kistu. Það þarf að vera hægt að meðhöndla hættuleg bráðatilfelli eftir því sem kunnátta stýrimanns og skipstjóra leyfir, og einnig er gott aö geta meðhöndlað minniháttar kvilla, sem valda verulegum óþægindum, svo ekki þurfi að sigla i land i miðri veiöiferð þeirra vegna. Á stærri fiskiskipum þarf þvi að gera ráð fyrir að 10—15 dagar geti liðið milli þess sem skipið kemur i höfn. Það þarf lika að gera ráð fyrir allt að sólarhrings siglingu i land, ef meiriháttar slys eða veikindi verða um borð. Á siðari árum hefur opnast möguleiki á að senda þyrlu með lækni um borð i skip jafnvel langt úti i hafi, og einnig breytir útflutn- ingur gámafisksins dæminu nokkuö, því nú má gera ráð fyrir að siglingar minni fiski- skipa á erlendar hafnir verði fátíðar. ’l þessari grein ætla ég að fjalla um lyfjaforða í lyfjakist- um nr 2 og 3, en ég hef enga þekkingu á útgerð stærri skipa. Ég hef sjálfur aldrei stundaö sjó, en hef haft mikil afskifti af sjómönnum á fiski- skipum og m.a. kennt þeim skyndihjálp. Þvi hefur inni- hald lyfjakistunnar orðið mér umhugsunarefni, einkum vegna þess, hve margar teg- undir lyfja er þar að finna. Þessi mikla fjölbreytni kemur þó yfirleitt að litlu haldi, en verður miklu fremur til að rugla skipstjórnarmenn í rím- inu, þegar þeir þurfa að nota eitthvað af þessu. Auk þess taka þessi lyf nokkurt pláss og kosta útgerðina ofurlitið, þvi þau þarf að endurnýja með vissu millibili. I rauninni er ekki ástæða til að mikill munur sé á innihaldi lyfjakistu nr 2 og nr 3. Nr 2 á að vera í skipum 20—120 brl. en nr 3 í skipum 120-500 brl., en lika þarf að taka tillit til notkunar. Snúum okkur nú að ein- stökum lyfjum, en ég ætla að flokka þau saman á ákveðinn hátt og þá kemur lika vel I Ijós, að tegundafjöldinn er óþarflega mikill. Lyf til sótthreinsunar útvortis Kista 2 Kista 3 Quellada lausn 100 ml 100mlx2 Quellada hársápa 100 ml 100 ml x 2 Benzalkonlausn10% 100 ml 100 ml x 2 Joðáburður 15 ml 15 ml Klórhexidínlausn 500 ml 500 ml Klórhexidínkrem 50 g 50 g Própanól 35% 100 ml 100 ml x 2 Tópicínsmyrsli 25 g 25 g Tópicínstráduft 10 g 10 g Quellada er ætlað til að drepa kláðamaur, sem erfitt er að greina, og lús, sem er reyndar ekki hættuleg og auk þess sjaldgæf núorðið, nema þá helst flatlús, sem smitast nánast eingöngu við kynmök og hefur þvi takmarkaða út- breiðslumöguleika til sjós. Óhætt ætti aö vera að sleppa þessum lyfjum úr lyfjakistunum. Hin lyfin hafa öll lika verkun. Ég mundi velja tvö þeirra: Própanól, sem hefur svipaða eigin- leika og brennsluspritt, en hefur þann ágæta eiginleika að vera svo bragðvont að jafnvel harðsviruðustu rónar veigra sér við að drekka það. Það yröi þá helst notað til að sótthreinsa húð t.d. áður en gefin er sprauta, og nóg væri að hafa 50 ml í hvorri kistu. Tópicinsmyrsl er sýkladrepandi og virkar vel á yfirborðssýkingu i húð. Öllum hinum efnunum má sleppa. Önnur útvortis lyf Kista 2 Kista 3 Brennisteinssalicýl- smyrsli 20 g 20 g Gigtaráburður 30 g 30 g x 2 Handáburður I 25gx2 25 gx2 Handáburður II Hydrocortison- 25 g x 2 25 g x2 smyrsl 20 g Salicýlvasilin 50 g 50 g x 2 Súrvatn 100 ml 100 ml Vasilín 25 g x 2 25 g x5 Zinkáburður 300 ml Zinkpasta, mjúkur 25g 25g Zinkstráduft 100 g Það er slæmt aö þurfa að viöurkenna, að ég kann ekki að nota öll þessi lyf, en bót i máli að flestir stýrimenn geta víst sagt það sama. Sem betur fer eru flestir húðsjúkdómar hvorki hættulegir né bráðir, og auk þess er erfitt að greina þá rétt og velja hentuga meöferð. Ég tel nóg að hafa handáburð II (ung. glycer- oli) i lyfjakistunum, og nota hann þá fyrst og fremst á þurra og sprungna húð, og exem, sem stafar af oliu og sápuefnum. Önnur vandamál mega biða læknisskoöunar og meöferðar og öllum hinum lyfjunum má þvi sleppa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.