Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 15
Mig klæjar
íhaldsmann. Ég hef líka heyrt
hægrimenn kaila þig komma.
Ég þykist vita aö þú hafir heyrt
þetta sjálfur, en hvernig hefur
veriö aö vinna undir þessu?
„Ja, hvort ég hef heyrt
þetta. Ég hef að sjálfsögöu
mina pólitísku sannfæringu.
Ég ákvað það aftur á móti
þegar ég tók viö formennsk-
unni, aö blanda minum per-
sónulegu pólitisku skoðunum
ekki saman viö störf min hjá
sambandinu. Ég geröi mér
Ijóst aö Sjómannasambandið
er aö sjálfsögöu þverpólitískt
og ég ákvaö aö vinna störf
min þar algerlega á faglegum
grundvelli og ég held aö mér
hafi tekist þaö. Sennilega hef
ég verið ásakaöur fyrir aö
vera ýmist kommi eöa ihalds-
maöur þess vegna. Menn
hafa ekki getaö staösett mig í
flokki, vegna þess aö ég hef
unnið á faglegum grundvelli.
Ég er vinur allra sem vilja sjó-
mannastéttinni vel, en óvinur
hinna sem vinna gegn henni.
Þannig hef ég unniö i 10 ár.“
— Viö vitum aö misjafnar
sögur fara af stjórnmálamönn-
um. Nú hefur þú þurft aö hafa
mikil samskipti viö þá, menn úr
öllum stjórnmálaflokkum hafa
veriö í ríkisstjórnum á þeim
árum, sem þú hefur veriö for-
maöur SSÍ. Hvert er þitt álit á
stjórnmálamönnum okkar?
„Það er rétt, ég hef átt
samstarf við marga stjórn-
málamenn. Ég hef þurft aö
fara til þeirra bæöi biðjandi
og hótandi. En þaö get ég
sagt þér að ég hef ekki reynt
þá af óheiðarleika gagnvart
mér og minu sambandi. Þeir
eru auðvitað misjafnir eins og
við öll, en að óheiðarleika hef
ég ekki reynt þá. Ég tel Hall-
dór Ásgrímsson, núverandi
sjávarútvegsráðherra, vera
hreinskiptasta stjórnmála-
mann, sem ég hef átt sam-
skipti viö. Ég tek þaö fram að
ég er ekki Framsóknarmaður.
Halldór er oft erfiður viður-
eignar og harður i horn að
taka, en hann er hreinskipt-
inn og heiðarlegur. Og ég ber
fulla virðingu fyrir Halldóri,
bæöi sem persónu og ráö-
herra. Hvað sem menn segja
um fiskveiöistefnuna, sem
Halldóri hefur tekist að koma
mönnum saman um, þá tel ég
það vera afrek hjá honum aö
ná svo víötækri samstöðu um
það mál, sem raun ber vitni,
vegna þess að allir sem eru i
sjávarútvegi, hvort heldur eru
sjómenn eða útgerðarmenn,
eru einhverjir mestu einstak-
lingshyggjumenn sem fyrir-
finnast. Það þarf mikiö til aö
ná þeim saman um eitthað."
— Kristján Ragnarsson,
formaöur LÍÚ, er nú sennilega
sá maöurinn sem þú hefur
þurft aö glima mest viö þessi
10 ár.
„Það er alveg rétt og Kristj-
án er mjög harður í horn að
taka og andskoti óvæginn.
Hann hefur líka sýnt mikiö
skilningsleysi á kjörum sjó-
manna, svo stundum hefur
manni ofboðið. En hafi Kristj-
án lofaö einhverju þá stendur
þaö eins og stafur á bók.
Hvort sem það kemur hans
mönnum vel eða illa.“
Maður kemur í manns
stað. Óskar tekur við
formannsstarfi Sjó-
mannasambandsins af
Jóni Sigurðssyni.
VÍKINGUR 15