Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 36
Bylting...
Ótrúlegur fjöldi áhuga-
samra frystihúsamanna
og fiskvinnsluskóla-
nema hlýddu kalli hinn-
ar nýju tækni, og komu
til kynningarfundarins.
Beinagreinirinn og sá
sem ber mesta ábyrgö
á honum, Sven Aage
Jensen.
36 VÍKINGUR
Hafi ég skiliö Danina rétt,
ætla þeir fljótlega aö koma
meö Lasertæki i sambandi
við vélmennið. Það tæki bein-
linis vigtar fiskinn og stjórnar
hnifnum til þess aö skera
flakið niöur í stykki af ákveö-
inni þyngd. Vilji maöur t.d. fá
fiskstykki, sem eru 12 cm á
lengd og vega eitthvað
ákveöiö, þá ákveöur Laserinn
breiddina meö hliösjón af
þykkt flaksins og lætur hníf-
inn skera i samræmi viö þaö.
Dönsk og kanadísk
samvinna?
Þetta er svo sem ekki allt
sem Lumetech er aö vinna i
haginn fyrir fiskframleiöendur
fyrir danska bjórpeninga. Þeir
eru búnir aö leysa gátuna um
hvernig á aö finna orma i flök-
um. Þar eru enn á ferðinni
geislar sem fá öðruvísi svör-
un frá ormum en fiski, en þó
ekki a.m.k. enn sem komið er
nema meö því að frysta flakið
lítillega fyrst. Eitthvaö eru
þeir þó meö i huga sem þeir
vona aö losi þá viö frysting-
una, en þorðu engu að lofa
um hvenær þaö yrði aö veru-
leika.
Þá vantar bara tækni til aö
tína ormana úr flökunum á
vélrænan hátt. Þar stóöu
Danirnir á gati. Þeir hafa enn
ekki fengið neinar nothæfar
hugmyndir um hvernig hægt
sé aö leysa þaö mál. Þá önd-
uöu ýmsir léttar, vegna þess
aö þeir vissu ekki nema
kvenfólk yröi meö öllu óþarft
ef slík tækni kæmi á markað-
inn. Reenberg forstjóri sagö-
ist þó hafa hitt kanadiskan
kollega sinn fyrir um mánuði
og sá taldi sig sitja inni meö
alla viskuna um hvernig
mætti tína ormana úr flökun-
um, en ekki aö finna þá.
Reenberg sagðist vissulega
vera tilbúinn til samstarfs viö
þann kanadíska ef þessar
upplýsingar hans reyndust
réttar.
Bylting
Hér hefur veriö stiklaö á stóru
i frásögn þeirra félaga sem
kynntu Lumetech fyrir frysti-
húsamönnum. Eins og gefur
aö skilja var miklu meira sagt
á þriggja tima fræðslufundi
en hér er endurtekiö. Von-
andi gefst Vikingnum kostur
á aö fara síðar betur út i
tæknilegu hliöina á málunum,
en þangaö til af þvi getur orð-
iö vísast til umboðsmann-
anna, þeim sem vilja fá meira
aö vita. Og varla er aö efa aö
þeir eru margir sem vilja vita
meira ef dæma má eftir
áhuga þeirra sem voru viö-
staddir kynninguna, á þeim
var ekki annaö aö skilja en aö
hér væri bylting á ferðinni,
sem á næstu árum væri likleg
til aö gjörbreyta öllum rekstri
frystihúsanna.