Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 72
ÁÞORLÁKSBAR
Friörik
Indriöason
skrifaði
Einarsson
myndskreytti
72 VÍKINGUR
Það er mikilvægt aö vera mættur snemma á
Þorláksbar daginn fyrir jól. Mikilvægt til aö ná
hinu rétta andrúmslofti jólainnkaupanna, spenn-
unni, reyknum, ölvuninni og manninum sem
mætir með tveggja metra háan skærgulan leik-
fangabangsa og krefst þess aö bangsinn fái
ekki afgreiöslu þar sem hann sé akandi.
Dagurinn fyrir jól er eini dagur ársins sem
fastmótuö tilvera fastagesta á Þorláksbar er
trufluö af persónum þeim óviökomandi. Alla
aöra daga geta þeir horft tómlegum augum í
glasbotna sína og pælt í mikilvægum málum
eins og hvern þeir geti slegið fyrir næsta drykk.
Innréttingarnar á Þorláksbar eru hlýlegar.
Þykk norsk fura hylur veggi, gólf og loft. Borö og
stólar eru í sama stíl. Og birtan er mátulega
dempuö til aö menn sjái ekki innihaldslaust eig-
iö líf endurspeglast í andliti næsta gests.
Þjónustustúlkurnar á Þorláksbar klæðast
gjarnan níöþröngum svörtum leöurfatnaöi sem
lætur ímyndunaraflinu lítiö eftir. Þetta er i stíl viö
klæönaö fastagesta. Meöal þeirra má finna
nokkur þestu leðursófasett borgarinnar.
Mitt sæti á Þorláksbar er við hornið á bar-
borðinu, á háum stól með þverrimum neðst svo
hnén á þér eru í þessu nákvæma 45 gráöa horni
sem gerir stólinn þægilegan.
Þaö er alltaf gaman aö setjast í sætiö og sjá
viðþrögöin innan barborösins er ég panta mér
uppáhaldsdrykkinn. Sjálfsmorð. Þau geta veriö
allt frá því aö byrjaö er að blanda drykkinn í
rólegheitum og til ábendinga um hvar Hampiðj-
una sé aö finna.
í þetta sinn tekur ein hinna leöurklæddu, meö
Ijóst slegiö hár, blóörauölakkaðar tveggja
tommu neglur og varalit ístíl, við pöntuninni.
„Biddu aðeins, ég hef heyrt þennan áður en
hvernig er hann aftur?" spyr hún elskulega og
brosir.
„Einfaldur Perno ieinföldum Campari."
Þjónustustúlkan lyftir annarri þéttplokkaðri
augnabrúninni með brosinu: „Já, nú skil ég
nafnið".
Stúlkan blandar drykkinn og lætur hann á
barborðið. Spyr um leiö og hún tekur viö borgun:
„Erþetta ekki alveg hryllingur?"
„í rauninni ekki. Eftir þrjú glös get ég flotiö
hér út."
Hún snýr sér hugsi að næsta kúnna sem
biður um Öreigaappollo. „Bíddu aðeins, ég hef
heyrt þennan áður en hvernig er hann aftur?"
Sama brosiö.
Skál.
Eftir því sem líöur á kvöldið fyllist Þorláksbar
af fólki sem náö hefur aö krafsa sig út úr jólaös-
inni fyrir utan. Feitlagin eldri kona, klædd Ijós-
blárri ullarkápu, meö slæðu um hárið bundna í
hnút undir hökunni, ryður sér leið að barnum.
Hún hefur viðamikla innkaupapoka í sitthvorri
hendinni og stóran pinkil undir þeirri vinstri. Hún
setur pokana á gólfið, hagræðir pinklinum og
hallar sér fram á boröiö. Biöur um kók.
„Bíddu aöeins ég hef heyrt þennan..."
„Heyrðu elskan, hún er að biöja um bland,