Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 60
Stofnmæling botnfisk
ÓlafurK.
Pálsson
fiskifræðingur
Björn Æ.
Steinarsson
fiskifræðingur
Einar Jónsson
fiskifræðingur
60 VÍKINGUR
I marsmánuði 1986 var í annað sinn farinn leiðangur Hafrannsóknastofnunar á
5 togurum til stofnmælingar á botnfiskum. Grein um það verkefni og niðurstöður
birtist hér í blaðinu 1985 (11.—12. tbl.): „Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum
1985“. Ekki verður því fjölyrt hér um forsögu, undirbúning og skipulagningu verk-
efnisins, heldur vísað í fyrrnefnda grein, varðandi þá þætti.
Gagnasöfnun
Leiðangurinn fór fram dag-
ana 5.-23. mars s.l. vetur
(1986). Þrír japönsku togar-
anna voru þeir sömu og i
fyrra, þ.e. Arnar HU 1, Páll
Pálsson IS 102 og Vest-
mannaey V E 54. i stað
Drangeyjar SK 1 kom nú
Brettingur NS 50 og í stað
Hoffells SU 80 kom nú Ljósa-
fell SU 70. Veður var rysjótt
hjá flestum skipunum. Alls
voru teknar 586 stöðvar (sór.
1. mynd) á 72 úthaldsdögum
sem gerir um 8 stöðvar á sól-
arhring að jafnaði hjá hverju
skipi sem er mjög hliðstætt
og árið áður.
Gagnasöfnunin beindist að
öllum helstu botnlægum
fiskitegundum við landið, 25
alls. Fiskarnir voru lengdar-
mældir og teknar kvarnir til
aldursgreiningar. Aðrar lif-
fræðilegar athuganir svo sem
kyngreining og annað voru
og framkvæmdar á hluta afl-
ans. Á hverri togstöð var
skráður fjöldi upplýsinga svo
sem um sjávarhita og veður-
far auk almennra upplýsinga
um togið (stefnu, dýpi, stað-
setningu o.fl.). Allar mælingar
voru skráðar jafnharðan inn á
tölvu um borð í skipunum.
Niðurstöður
i þessari grein verður lýst
almennum liffræöilegum nið-
urstöðum um helstu fiski-
stofna sem voru rannsakaðir,
þ.e. þorsk, ýsu, karfa, steinþit
og skrápflúru. Ennfremur
verður gerö grein fyrir niöur-
stöðum varðandi stofnmat
þessara tegunda. I hliðstæðri
grein hér i blaðinu 1985 um
fyrstu stofnmælinguna sem
fram fór á togurum voru nið-
urstöður um ufsa hafðar með.
Þótt i mælingunni 1986 hafi
fengist hærri meðalafli ein-
kennist ufsaaflinn í báðum
þessum stofnmælingum af
miklum sveiflum. Mæling á
stofninum með botnvörpu
virðist því næsta vonlaus
enda fiskurinn oft i torfum og
meira og minna uppi i sjó.
Niðurstöðum um ufsa er þvi
sleppt í þessari grein.
Umhverfisþættir
Hitastig sjávar við botn var
mælt á 384 stöðvum í leið-
angrinum og yfirborðshiti á
523 stöðvum eins og sést í
töflunni hér að neðan þar
sem meðalhiti er tekinn sam-
an eftir svæðum skv. mynd 1.
Nákvæmni þessara mælinga
er um það bil 0,1 gráða á
Celsíus. Botnhiti sjávar
reyndist óvenju hár eða svip-
aöurog i leiðangrinum 1985,
en þó heldur lægri en i fyrra á
austurmiðum. Hitastig á Fær-
eyjahrygg var hins vegar mun
hærra í mars 1986 heldur en
ásamatima 1985.
Eins og áður sagði var veð-
ur fremur slæmt hjá öllum
skipunum i leiöangrinum
1986. I töflunni hér að neðan
sést veðurlag (vindhraði) á
togstöðvunum, þ.e. tiðnihlut-
fall (%) vindhraða í leiðöngr-
unum1985 og 1986.
Vindhraöi Tíöni-
(hnútar hlutfall
á klst.) (%)
1986 1985
3-5 8 18
5-10 23 29
10-15 25 21
15-20 13 15
20-25 16 9
25-30 5 2
30-35 9 5
35-40 1 1
Aldursdreifing
Aldursdreifing, þ.e. skipting
fiskistofns i aldursflokka, er
sýnd annars vegar með tilliti
til fjölda fiska í aldursflokki
eftir svæðum (sþr. mynd 1),
og hins vegar með tilliti til
þyngdar fiska í aldursflokki.
Stærð uppvaxandi árganga
er þest að meta út frá fjölda
fiska, þar sem smáfiskurinn
vegur litið i þunga.
Hafsvæöi Botnhiti í C° Yfirborðshiti í C°
1986 1985 1986 1985
Suðurmið 5,8 5,7 7,2 6,8
Vesturmiö 4,7 4,5 6,2 6,0
Norðvesturmiö 4,7 4,4 5,3 5,0
Noröurmiö 3,3 3,4 3,6 3,3
Austurmið 1,8 2,5 2,9 2,7
Rósagarður 3,0 0,7 7,3 3,3