Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 41
vonum athygli, þar sem viö
gengum á eftir forsetanum
sem skoðaöi mikiö en keypti
ekkert og var fólk farið aö
gefa okkur auga. Ég stakk þá
uppá að viö keyptum nú
eitthvað handa konunum
okkar og gæfum þeim er viö
kæmum heim, þessi uppá-
stunga hlaut engar undirtekt-
ir og var jöröuö á staðnum.
Töldu menn að þetta gæti
vakið ákveðnar grunsemdir
hjá okkar ektakvinnum. Ekki
bar nú meira til tíðinda nema
hjá Sigurjóni sem leitaði eftir
WC en lenti i mátunarklefa.
Loksins komumst við uppá
KEA kaldir og hraktir, og þá
var réttur tími fyrir IRISH
COFFEE og siðan útá flug-
völl. Þar gekk allt eins og i
lygasögu, bara labba sig úti
vél, miðarnir merktir og Steini
sagöi aö við værum fyrir
framan hreyfla en Addi fyrir
aftan, og fannst mér það
ágætt á hann fyrir helvitis
labbið. Nú vorum við næst-
fremstir i vélinni, og allt í
þessu fina, nema kannski hjá
Steina útaf löppunum. i loftið
fórum við og flugfreyjan sagði
okkur allt þetta venjulega,
flogið i þetta mikilli hæö og
hvar björgunarbeltin væru,
lending i Rvk eftir 50 min.
flug, gott veður og góða ferð.
Maður sökkti sér niður í Helg-
arpóstinn og fyrr en varði
glumdi i hátalaranum rödd
flugstjórans: við áætlum
lendingu i Rvk, eftir u.þ.b. 5
min., og veðrið er gott, s. and-
vari og rigning. Maður hlakk-
aði auðvitað til, og konan
beið þarna, auðvitað byði
maður henni i mat og huggu-
legheit. Þá kemur rödd
flugstjórans aftur og segir:
„Það eru nú fljót að skipast
veður i lofti, brautin er dottin
niður, eins og við segjum,
vegna ísingar og bremsuskil-
yrðin slæm“. Ég þakkaði min-
um sæla að rellan skyldi ekki
hafa dottið niður, en hann
hélt áfram og sagði að það
tæki því ekki að dóla þarna
meðan þeir væru að sand-
bera brautina, við færum bara
til Keflavíkur. Mér fannst
þetta nú hálf-skrítið, en
Steini sagði: „Það er munur,
bara flogið með þig heim
drengur, ha?“ En að mér
læddist sá grunur að nú væri
einhver djöfullinn að rellunni
og bar það undir Sigurjón,
sem taldi það af og frá, og
sagði aö sennilega hefði
ferðaskrifstofa Þórðar og
Öldunnar haft puttana í
þessu því ég þrufti að komast
á herrakvöld L.K.L. Óðins í
Keflavik. Prisaði ég mig sæl-
an og lofaði Þórð i bak og fyr-
ir, og gleymdi að frúin beið í
Rvk. Leit ég nú út um glugg-
ann og tók stað, jú, jú, þarna
voru Vogarnir og Keflavik á
sínum stað, svo sá ég
Grindavík og fór að pæla i
hverslags voða aðflug þetta
væri, ítrekaði ég nú við Sigur-
jón að þessi braggi væri
eitthvaö bilaður því við vorum
Haraldur
Einarsson
myndskreytti
VÍKINGUR 41