Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 40
Kristján Ingibergsson skipstjóri segirfrá For- menn r I ferða- raunum 40 VÍKINGUR NAUÐLENDING Það verður að segjast eins og er aö þessi saga sem hér er færð i letur tók meira í taugarnar á undirrituðum en látið var i Ijós, er atvikið átti sér stað, en hvaö um þaö, hefst nú aðdragandinn. For- mannaráöstefna FFSÍ var haldin á Akureyri dagana 5., 6. og 7. nóv.. Þar var aöstaða öll hin besta, og félögum okk- ar fyrir norðan til sóma, hafi þeir þakkir fyrir. Ráðstefnan tókst vel, og mörg mál þar af- greidd. Ráöstefnunni lauk á hádegi föstud. 7. nóv.. Þá um morguninn höfðu þó tveirfull- trúar horfið með fyrsta flugi um morguninn, og var í fyrstu talið að þeir hefðu étið kvika- silfur, en seinna kom í Ijós að þeir höföu bara svona mikið aö gera. Nú, við sem eftir sát- um fórum að athuga með flug suður og reyndumst þó vera á þiðlista, þessi biðlisti var meö þeim ósköpum gerður að hann var ýmist langur eða stuttur, eftir þvi hver hringdi. Eitthvað kunnu Flugleiða- menn fyrir sér í biblískum fræöum þvi hinir fyrstu urðu siöastir og svo frv.. Nú, nú. Við fórum út á flugvöll kl. 13.30 uppá von og óvon. Þar settu menn upp hina ýmsu svipi, og beittu öllum brögð- um til að fá far væri eitthvaö laust. T.d. varð aö vakta Ragnar G.D. og Reyni son minn Björnsson, því þeir áttu til að læðast fram í afgreiðslu og hvísla einhverju aö stúlk- unni í afgreiðslunni, ýmist annar eöa báðir. Steina á Vigra fannst þetta atferli allt hið grunsamlegasta, en allt kom fyrir ekki, þeir fengu miöa helvískir, þó kom Reynir til min og bauð mér sinn, sem ég afþakkaði snarlega, seinna kom i Ijós að Reynir haföi komist í veðurkort þar sem spáð var noröan áhlaupi svo fyrirséð var aö þeir, sem ekki kæmust suður, yrðu fyrir norðan fram yfir helgi! Nú við vorum þó fjórir eftir, Addi forseti, Steini á Vigra, Sigur- jón ritstj., auk mín. Það átti að athuga næst kl. 7 og vorum við bókaðir, svo það væri nær öruggt að við kæmumst þá. Addi var samt að láta sig dreyma um flug til ísafjarðar sem löngu var búiö aö aflýsa, var almennt talið að hann yrði norðan heiða fram yfir helgi. Við tókum svo bíl í bæinn og ákváðum að kikja á Fiðlar- ann, og taka úr okkur hrollinn, þar hittum við Guðmund Stgr. hjá Skipstjórafélagi Norður- lands. Þarna sátum viö og spjölluðum um allt og ekkert, Guðmundur talaði mikið um flug, enda maður léttur á sér, og taldi mikilvægast af öllu aö sitja framan við hreyflana, það væri þægilegast, og nefndi mörg dæmi þessu til stuönings. Sættust menn á þetta, þó sérstaklega Steini sem sagði aö best væri að sitja fremst því þar væri plássiö mest fyrir lappirnar. Þarna á Fiðlaranum er útsýni gott og Addi rak þá augun i togara við bryggju hjá ÚA, þá byrjuðu miklar getgátur um hvaða togari þetta gæti verið og sýndist sitt hverjum þar sem aöeins sást á efri part- inn. Við Sigurjón lögðum ekk- ert til málanna, en Addi og Steini voru ákveðnir í að labba þarna niöureftir og skoða þennan togara, ég hugsaði nú með mér: ein- kennilegir menn þessir tog- araskipstjórar, mega ekki sjá togara viö þryggju, leggja á sig 3 km labb til að lita á járn- ið. Ja, við værum laglega gengnir uppað hnjám þessir pungakallar ef viö ættum að skoöa hverja spýtu! Nú, það var ekki við annað komandi en að elta Adda og Steina í fljúgandi helvítis hálku niður- úr. Þegar þangað kom reynd- ist þetta allt annað skip og var þá athyglinni beint að beinakössunum hjá ÚA, í þeim virtist úrvalsjárn, og virtist okkur Sigurjóni aö þar með væri þeirra forvitni full- nægt og langri göngu lokið. En ekki aldeilis. Addi hafði komið auga á verslunarhús Hagkaupa i hyllingum ein- hversstaðar í fjarska, og taldi upplagt að ganga þangað og gera verðkönnun. Ég hugsaði með mér hvort við Sigurjón ættum ekki að gera meö okk- ur bandalag og fá Steina með og mótmæla forseta vorum, en hvarf svo frá þeirri hug- mynd þar sem Sigurjón er ný- kominn úr þandalagi og virð- ist hrifnari af flokkum. Það var þvi þrammað í Hagkaup. Þar var mikiö að gera, fullt útúr dyrum og vöktum við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.