Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 74
Smásaga
út ijólakaupaflóöiö án þess aö klára úr kókgals-
inu. Blá ullarkápan flaksast um innkaupapok-
ana.
Skál.
Næsti kúnni treöur sér á milli mín og eiganda
leikfangabangsans, snöggklipptur náungi, opin-
mynntur, sööulnefjaöur, sambrýndur, meö hátt
gáfulegt enni, klæddur leöurjakka og gallabux-
um. Skartar tveimur hringlaga gulleyrnalokkum í
ööru eyranu. Hann teygir sig yfir barinn og gríp-
ur í þjónustustúlkuna.
„Ég ætla aö fá tvo tvöfalda viský og gætiröu
spilaö þetta í græjunum meöan ég lýk úr glös-
unum?“, spyr hann og réttir henni segulbands-
spólu.
„Ókei.“
Tónlistin á Þorláksbar breytist úr diskósulli
yfir i fjöruga djasssveiflu.
Önnur stúlka, sem sér um boröin úti í sal,
kemur inn á barinn og spyr hver djöfullinn sé í
tækjunum og hver skipti um tónlist.
„Þaö var ég“, segir sá sambrýndi. „Þetta er
djass maöur. “
„Ha, djass?“, spyrstúlkan áttavillt.
„Já, maður, þetta er Duke Ellington“, svarar
hann ákafur.
„Duke hver?“
„Duke Ellington, maður, frá 1943, skömmu
áöur en hann stofnaði sextettinn. “
„ Jesús minn.“
Hann snýr sér aö mér meö sama ákafanum:
„Þú þekkir þetta er þaö ekki, Duke EHington?"
„ 1943 var gott ár“, svara ég til aö segja eitt-
hvaö.
Eigandi leikfangabangsans hefur fylgst meö
samræöunum af áhuga og allt í einu réttir hann
snöggt upp hendina: „Duke, já, ég þekki hann.
Ég þekki hann“, galar hann í eyraö á þeim sam-
þrýnda. Síöan treöur hann bangsanum í fangiö á
honum og heldur áfram: „Og hér er bróöir hans
Doddi. En passaöu þig á því aö gefa honum ekki
sopa. Hann er dræverinn minn í kvöld".
Sjálfsmorö er göróttur drykkur og óhófleg
neysla hans getur komiö athygligáfu mætari
manna úr skoröum. Því tók ég ekkert eftir því
meö hvaöa hætti tveir jólasveinar komu aö
barnum, en þarna standa þeir i rauöu klæöunum
meö gerviskeggin og hvolfa í sig hverju glasinu
á fætur ööru.
„Þetta er nú Ijóta klúðrið þarna í stórmark-
aönum Nonni. Þú átt aö klípa og klappa í kinnar
krakkanna en ekki afturenda mæöra þeirra",
segir annar þeirra viö félaga sinn um leið og
hann klárar glas sitt og biöur um annaö.
„Vertu ekki aö þessu væli maöur, ég er rétt aö
byrja i djobbinu. Manni geta oröiö á mistök
Bubbi. Maöur bara passar sig næst?“, svarar
hinn.
„Næst? Næst? Viö fáum ekki einu sinni að
versla þarna í náinni framtiö eftir aö þú veltir um
sultukrukkustaflanum. Hvernig datt þér í hug aö
skokka meö þennan krakka á háhesti um búö-
ina?“, segirBubbi.
„Hvaö gat ég gert aö þessu? Krakkahelvítiö
dró húfuna niöur fyrir augun á mér. Þetta var
bara óhapp. “
„Já, en þurftiröu endilega aö segja versiunar-
stjóranum..."
„Nei, jólasveinar á barnum. Doddi, sjáöu
þessa ", grípur eigandi bangsans hér inn í sam-
taliö eftir aö hafa blundaö aöeins viö barinn.
„Hvar eru hreindýrin strákar?"
Nonni lítur lauslega í átt til mannsins og segir
honum aö hreindýrin standi á bílastæðinu fyrir
utan. Brosir svo: „ Viltu ekki skreppa fyrir okkur
út og setja tíkall ístööumælinn hjá þeim?“
„Allt í lagi strákar en þiö veröiö aö passa
Dodda á meöan", segir eigandi bangsans og
réttir þeim ferlíkið. „En ekki gefa honum aö
drekka", heldur hann áfram og hvíslar svo íeyr-
aö á Bugga: „Hann veröur nefnilega brjálaöur
meö víni“. Svo er hann stokkinn út.
Skál.
Eigandi bangsans kemur von bráöar aftur inn
úr dyrunum meö hættulega geggjaöan glampa í
augunum, þrífur í Nonna og öskrar í andlitið á
honum: „Af hverju sagðiröu mér ekki að þau
bíta? Ég ætlaöi bara aö klappa þeim og annaö
þeirra beit mig“.
„Hvaö ertu aö röfla um maður?", spyr Nonni
undrandi.
„Nú hreindýrin, hreindýrin hér fyrir utan. “
„Hvaöa hreindýr?"
„Nú, þessi sem þiö eruö meö. Ég var aö setja
tíkall í stööumælinn fyrirykkur. “
„Viö erum ekki meö nein hreindýr. Ertu eitt-
hvaö verri?“, segir Nonni og slítur sig lausan frá
manninum.
„Þaö standa hérna tvö hreindýr og sleöi úti á
bílastæöinu. Ég get svariö þaö", segir eigandi
bangsans.
„Maðurinn er blindfullur", segirBubbi og horf-
ir á eftir honum inn barinn þar sem hann reynir
aö telja fleirum trú um hreindýrin.
Nú er ég búinn aö fá nóg af Þorláksbar þetta
áriö og kem mér út. Eins og vanalega er búiö aö
festa stööumælasekt viö sleöann minn. O jæja,
þaö gerist á hverju ári.
Skál.
74
VÍKINGUR