Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 39
Tilkynning frá
Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1987 og endurnyjun eldri
umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði islands á
árinu 1987 hefur eftirfrandi verið ákveðið:
1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði.
Engin lán verða veitt til byggingaframkvæmda nema
hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður
hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða
sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eftir því
sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til véla,
tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði
og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar
fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir.
2. Vegna endurbóta á fiskiskipum
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkurtil verður lánað
til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef
talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir
skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs
liggur fyrir.
3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiski-
skipum.
Hugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmíði og inn-
flutnings á fiskiskipum, þó eingöngu ef skip með
sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða
strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarks-
lán er 65% vegna nýsmíði innanlands, en 60% vegna
nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða
veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10
rúmlestum.
4. Endurnýjun umsókna
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endur-
nýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær fram-
kvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
5. Hækkun lánsloforða
Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk
tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að láns-
loforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarfram-
kvæmda, nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki get-
að séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið sam-
þykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hóf-
ust.
6. Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1987.
7. Almennt
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyöu-
blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem
þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin
til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs
íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum
bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir
er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki tekn-
ar til greina við lánveitingar á árinu 1987 nema um sé
að ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 28. nóvember 1987
Fiskveiðasjóður íslands
Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta
allt árið
Teppi og dreglar til skipa
ávallt fyrirlyggjandi
GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjargötu 9 Örfirisey
Sími: 14010
Útbúum iyfjakistur fyrir skip
og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfja-
skrin fyrir vinnustaði, bif-
reiðar og heimili.
INGÓLFS APÓTEK
Hafnarstræti 5. Sími 29300