Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 90
Formannaráðstefna
Guðrún Kristinsdóttir,
sem hefur vélritaö flest
plögg þinga og ráð-
stefna FFSÍ undanfar-
inna ára, lætur engan
bilbug á sér finna,
hvorki í því né orða-
skiptum við Kristján
Ingibergsson formann
Visis.
aö i nýjum lögskráningarbókum
hefur gleymst aö tilgreina at-
vinnuréttindi loftskeytamanna,
bryta og matsveina, sem lög og
reglugerðir kveöa svo á um að
skuli vera um borð.
... fer þess á leit við sambands-
stjórnina, aö hún hafi forgöngu
um útgáfu fiskikorta af miðunum
kring um island.
Sú kortagerð veröi i nútima-
legu formi (tölvutæk) með öllum
fáanlegum upplýsingum um dýpi,
botnlag, festur og annað, sem
þarf til að gera þau nothæf við
fiskveiðar á landgrunninu, og að
þau standi a.m.k. jafnt þvi besta
sem gefið er út hjá nágranna-
þjóðum okkar.
Samráö verði haft við L.i.Ú. um
undirbúning málsins.
... ályktar aö beina þeim tilmæl-
um til Sjávarútvegsráðuneytis að
fé þvi sem greitt er fyrir ólögleg-
an afla, sem gerður er upptækur
af ráðuneytinu, verði varið til
húsnæðismála aldraðra i þeim
landsfjórðungi sem féð kemur
frá.
... beinir þeim tilmælum til aöild-
arfélaga að félögin hvert á sinu
svæði leggi húsnæðismálum
aldraöra lið i sinni heimabyggö.
... fagnar þeim fyrirætlunum að
setja á stofn fiskmarkað; er þess
vænst aö verðþróun á fiskmark-
aðnum leiði til raunhæfara fisk-
verðs, sem verði samkeppnis-
fært við fiskverð á erlendum
ferskfiskmörkuðum.
... telur eðlilegt að b.v. HAFÞÓR
verði boöinn til sölu til útgerðar-
manna, þar sem óeölilegt sé að
rikið stundi skipaleigu og sam-
rýmist ekki stefnumörkun nú-
veandi rikisstjórnar. Þeir fjár-
munir verði látnir renna til við-
halds og endurbóta á tækjabún-
aði ásamt bættu fyrirkomulagi
um borö i núverandi hafrann-
sóknaskipum:
r.s. Árna Friðrikssyni,
r.s. Bjarna Sæmundssyni,
r.s. DRÖFN.