Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1986, Blaðsíða 23
Lyfjakistan
Saltvatn í 1 lítra umbúðum er ætlað til að
gefa í æð við lostástandi. Það er aðeins í kistu
3 ásamt búnaði fyrir þetta. Ekki er á allra færi
að framkvæma þessa meðferð (og fórnarlömþ
til æfinga ekki á hverju strái). En þetta er mjög
gagnleg meðferð og rétt að hafa þennan út-
þúnað áfram í kistu nr 3.
Sjóveikitöflur og stílar eru i lyfjakistunum
og höfundi þessarar greinar er ágætlega Ijós
nauðsyn þess. En nú eru komnir á markaðinn
sjóveikiplástrar, sem settir eru þak við eyrað
og duga i 3 sólarhringa. Þeir hafa litlar auka-
verkanir, og mér skilst að sæmilega góð
reynsla sé af þeim. Margt vitlausara hefur ver-
ið sett i þessar lyfjakistur.
24 smokkar eru i hvorri stærð af kistunum.
Þeirra hefur nú væntanlega helst verið þörf i
siglingum á erlendar hafnir, og hafi þeirra verið
þörf áður eru þeir nauðsynlegir nú, þegar þessi
nýja plága, eyðni, er farin að herja á mannkyn-
ið. Vonandi kunna lika skipverjar betur með
þetta að fara en ýmislegt annað, sem lyfjakist-
an geymir. En annars er það eins með smokk-
ana og öryggisbelti i bilum, að þeir koma ekki
að gagni nema þeir séu notaðir.
i kistunum eru einnig ýmis áhöld, umbúöir
og hjúkrunargögn. Ég ætla ekki að gera miklar
athugasemdir varðandi þetta. Sem beturferer
þessi búnaður langoftast yfirdrifinn og
óhreyfður. Í vissum tilfellum, t.d. við stór blæð-
andi sár eða viðtæk brunasár, er hann í knapp-
asta lagi, einkum í kistu 2. Fæðingaböggulinn i
kistu 3 þarf sennilega sjaldan að nota í ís-
lenskum fiskibátum, en hann gæti orðið þarfur
í farþegaskipum.
Samantekt
í greininni hef ég fjallað um lyf í lyfjakistum nr
2 og 3. i kistu nr 2 eiga nú að vera 44 tegundir
lyfja. Ég hef lagt til að þeim verði fækkað um
24, en 7 nýjum tegundum bætt við. í kistu nr 3
eru nú 75 tegundir. Ég legg til að 45 þeirra
verði fjarlægðar, en 4 nýjar tegundir komi i
staðinn. Ég hef sent landlækni svipaðar tillög-
ur áður, og eflaust verða einhverjar breytingar
gerðar á reglugerðinni um búnað lyfjakistunn-
ar, þegar timar liða. Þangað til geta skipstjórn-
armenn, ef þeim sýnist svo, sett hiuta lyfja-
forðans i stóran plastpoka, samkvæmt ofan-
greindum leiðbeiningum, og geymt hann á
botni lyfjakistunnar.
Vélstlóraíélag íslands
Réttindanám vélavarða
Vakin skal athygli þeirra er hyggja á vélavarðanám á
vorönn 1987 að hafa samband við einhvern
eftirtalinna skóla hið fyrsta því reynt verður að
gefa kost á náminu þar sem þátttaka verður næg.
Vélskóla íslands, Reykjavík,
Fjölbrautaskólann á Akranesi,
Iðnskólann á ísafirði,
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki,
Gagnfræðaskóla Húsavíkur,
Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað,
Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi,
Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, og
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík.
Vélstiórafélag Islands