Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Síða 17
VEÐUR, Ó VEÐUR Og gott ef Hjálmar er ekki orðinn draugfúll þegar hér er komið sögu: Felur hlýrnir fagra kinn, fjárins rýrnar kviður, lítið hýrnar himinninn, hanga brýrnar niður. (P ftsj/káldbróðir Hjálmars, Páll Ólafsson, fer ham- förum í einu sinna snjöllustu kvæða þar sem hann andskotast út í veðurfarið með slíkum hætti að menn geta ekki annað en haft gaman af á köflum. Hér yrkir maður sem virðist seinþreyttur til vand- ræða, en sest niður einn harðindaveturinn og játar ósigur sinn, kveðst meira en fullsaddur á ofríki veðra og ójöfnum leik hans og manna. Páll nefnir þennan bálk sinn ÞORRAEFTIRMÆLI og við skulum — okkur síðari tíma mönnum til gamans - grípa niður í hann hér og þar: Hús og þökur Þorrinn skók, þá gekk flest í sundur. Heyin mín og töður tók, tannaði eins og hundur. ísum þakti eyjaband allri björg að varna, og hvergi sleppt’ann hval á land helvítið að tarna. Far’ann nú í fjandans rass, og fái skjótan bana. Verði Góa verra skass verður að jafna um hana. Þá eru kveðin Þorra Ijóð, og það í mestu brasði. Verði blessuð Góan góð, geri ég betra kvæði. Á XJLuðvitað verður gamansamur tónn lesinn út úr þessum brotum af ÞORRAEFTIRMÆLUM Páls. Og kannski eins gott að íslensk skáld geti lesið sitthvað spaugilegt út úr íslensku veðri, ella hefðú þau sjálfsagt mörg hver farið sama veg og Káinn og haldið hið snarasta úr landi, úrkula von- ar um velgju og varlegri vinda. Jónas Hallgríms- son á einhverjar skemmtilegustu veðurvísur sem hér hafa verið ortar og fer strákslega með efnið. Við skulum skoða: HART VOR Hóla bítur hörkubál, hrafnar éta gorið, tittlingarnir týna sál; tarna er Ijóta vorið! VORNÆÐINGUR Út um móinn enn er hér engin gróin hola, fífiltóin fölnuð er; farð’í sjóinn, gola! SUMARHRET Nú er sumar í köldu kinn— kveð ég á millum vita— fyrr má nú vera, faðir minn! en flugurnar spring’áf hita. MOLLA Veðrið er hvurki vont né gott, varia kalt og ekki heitt, það er hvurki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Jl að er misjafnt veðrið eins og Jónas kemst að í þessum prakkarakennda kveðskap sínum, og þarna undir það síðasta er það jafnvel orðið ekki neitt — og eru það vitaskuld tíðindi á íslandi. Jónas er eitt þeirra skálda sem meðvitað nota veður í sína Ijóðagerð og auka þannig á áferð og áhrif sinna kvæða. Fá skáld hafa gert veðrinu viðlíka skil og Jónas, sem virtist, þrátt fyrir langa útiveru, kunnafullkomin skil á öllum þáttum þess. Það er auðvitað erfitt að fullyrða þegar Ijóð eru til tals, enda smekkur manna jafn misjafn og veður VÍKINGUR 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.