Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Page 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Page 68
MyJUNGAR TÆKMI 68 VÍKINGUR Olíubakafærsla Mikilvægt er aö sú smurolía sem fer frá þjöppunum út í kerf- ið skili sér til hennar aftur í sama mæli. Öfugt viö freon kælimiöla hefur ammoníak í vökvafasa þann eiginleika að það myndar ekki upplausn meö smurolíu. Auk þess veldur skilhylkiö því að olía sem ferfrá þjöppunni kemst ekki hjálpar- laust að henni aftur. Þaö er því mjög mikilvægt aö hafa góöar smurolíuskiljur eftir þjöppurnar. Rannsóknir hafa sýnt aö olían skilst betur úr ammoníakgas- inu því kaldara sem það er og er því stundum komið fyrir kæl- ingu fyrir framan smurolíuskilj- urnar eins og sýnt er á mynd nr. 4. Þrátt fyrir þessar ráöstafanir fer ávallt einhver olía út í kerfið sem þarf að koma aftur inn á sveifarhús þjappanna. Þar sem smurolían er eðlis- þyngri en ammoníakvökvinn botnfellur hún annarsvegar í vökvageymi eimsvalans og hinsvegar á botni skilhylkisins. Mynd nr. 5 sýnir fyrirkomulag þar sem flotstýrðum lokum er komið fyrir á fyrrnefndum stöð- um og tappa þeir smurolíunni inn á dreifigrein sem fæðir hana aftur inn á sveifarhús þjappanna. Eðlisþyngd flot- holtanna er þannig að þau fljóta ofan á olíulaginu. Mynd nr. 5 er frábrugðin hinum kerfismyndunum að því leyti að hér eru tvær þjöppur sem starfa samhliða í eins þreps kerfi en búnaðurinn fyrir tveggja þrepa kerfin yrði sjálf- stæður fyrir hvort kerfi þar sem engin skipti á kælimiðli eiga sér stað milli kerfanna og því ekki hætta á að önnur þjappan taki smurolíuna frá hinni. Lokaorð Margt bendir nú til þess að kælikefi sem notast við R12 og R502 verði úr sögunni á þess- um áratug sem nú er að hefjast og því eðlilegt að athugaðir séu allir möguleikar sem til greina koma og hvernig hægt verður að fara í gegnum þetta breyt- ingaskeið þannig að það valdi sem minnstri röskun, tilkostn- aði og slysahættu. Líklegt má telja að á vissan hátt verði aftur horfið til fortíðar með því að Mynd nr. 4. nota ammoníak á meðalstór kerfi en að ný hættuminni efni verði valin á lítil kerfi svo sem kæliskápa og frystikistur til heimilisnota og í verslanir. Gagnvart ammoniakkerfunum er það einnig Ijóst að þar þurfa að koma til gæslumenn með staðgóöa þekkingu á kæli- tækni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.