Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Page 89

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Page 89
finna gamalt svart/hvítt sjónvarp á standi, gler- plötu sem hvílir á fjórum múrsteinum og notast sem sófaborð og frístandandi lampa með skermi úr hvítu kögri. Einn stór gluggi er á stofunni og vísar hann út í bakgarð sem skartar nokkrum aðframkomnum birkihríslum. í gluggakistunni berst fyrir lífi sínu það sem virðist leifarnar af jólarós frá í fyrra. Það snjóar fyrir utan, feit snjó- korn falla silalega til jarðar. Það er blankalogn í þessum bakgarði. Konan kemur aftur inn í stof- una með kaffibakka. Hún hellir í bolla fyrir mig og spyr hvort ég vilji mjólk eða sykur. Ég þigg mjólk- ina og spyr hana aftur hvaða dagur sé í dag. „Það er komin Þorláksmessa og allur jóla- bömmerinn er framundan, “ svarar hún. „Þorláksmessa?" hvísla ég vantrúaður. „Þor- láksmessa, Jesús Kristur, síðast þegar ég vissi var enn vika til jóla. “ „Það kemur mér ekki á óvart, þú lítur út fyrir aó^ vera einn af þessum útbrunnu sukkurum sem stundum þvælast hingað inn til mín. Þeir vita aldrei hvaða dagur er, né hvar þeir hafa verið síðustu vikuna eða svo, “ segir hún.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.