Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Qupperneq 6
Árni Bjarnason forseti FFSÍ Umgengni um auðlindir siávar Ámi Bjarnason Hafið og landgrunnið umhverfis okkar ágæta land er sú auðlind sem velferð okkar og vaxandi velmegun hefur byg- gst á til þessa dags. Blessunarlega erum við íslendingar þó smám saman að renna fleiri og fjölbreyttari stoðum undir at- vinnulífið sem að öllu eðlilegu ætti að leiða til meiri hagsældar og jafnvægis í efnahagslífinu. Eftir sem áður er það staðreynd að auðlindir sjávar koma til með að vega þyngst hvað varðar afkomu þjóðarinnar um ófyrirséðan tíma. Þegar þess var farið á leit við mig að fjalla um mína persónulegu reynslu af því hvernig við sjómenn höfum gengið um auðlind- ina fannst mér það sjálfsagt mál, en þeg- ar að því kom að setjast niður til að standa við gefið loforð sá ég að mér var nokkur vandi á höndum. Lengi tekur sjórinn við Ég tel að enginn sem stundað hefur fiskveiðar á íslandsmiðum síðustu ára- tugina geti verið sáttur við hvaða viðhorf og vinnubrögð hafa viðgengist í gegnum tíðina á þessu sviði. Ekki er of djúpt í ár- ina tekið þótt fullyrt sé að hugsun sjó- mannsins hafi endurspeglað ansi vel máltækið LENGI TEKUR SJÓRINN VIÐ. Strendur landsins staðfesta svo ekki verður um villst, að svona var þanka- gangurinn hjá allt of mörgum sjómann- inum. Flest var látið gossa í hafið. Allt frá hefbundnu sorpi til ónýtra veiðar- færa. Ósjaldan fékk maður upp heilu trollin samanhnýtt í böggul. Bílhræ hafa menn fiskað upp og reyndar nánast allt sem hægt er að hugsa sér. Enn eru menn minntir á hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar og hafa feng- ið í veiðarfærin skipshluta og allskyns stríðstól. Ekki er ýkjalangt síðan að skip- stjóri fyrir austan fékk í einu hali nokkur hundruð hermannaklossa, - alla upp á sama fótinn. Uppákomum af þessu tagi hefur farið fækkandi síðustu ár þótt enn séu menn að upplifa ýmislegt í þessum dúr. En batnandi mönnum er best að lifa og það á við í þessu tilfelli. Þar sem ég þekki til hafa viðhorf og vinnubrög gjörbreyst að þessu leyti og eru nú önnur og betri en áður. Mikið magn úrgangs er sett í land eftir hverja veiðiferð og mikið pláss tekið undir geymslu alls sem til fellur. Betur má þó ef duga skal og skerpa mætti að ósekju reglur í þá veru að skip yfir ákveðinni stærð verði búið til að lág- marka umfang eða rúmmál sorps. Læt ég nú staðar numið um þenn- an þátt umgengninnar og beini orðum að því sem áberandi hefur verið í umræð- unni undanfarin misseri, það er að segja meðferðinn á aflanum. Kjaftfullt dekk af fiski Þegar ég byrjaði til sjós 1968 voru við- horf manna til veiða og meðferðar afla mjög frumstæð. Veiðarnar fóru fram undir mottóinu því meira því betra. Ekk- ert var eftirsóknarverðara í augum sjó- manna, hárra jafnt sem lágra , en að horfa yfir dekkið kjaftfullt af fiski, helst svo út af flæddi. Ef fiskur var smár þá var honum einfaldlega sparkað í hafið. Þegar verst lét gat þar verið um að ræða ansi drjúgan hluta af því sem inn fyrir kom. Þrátt fyrir að kassavæðing héldi innreið sína var hugsanagangurinn lengi vel sá sami. Varðandi þá sem koma með fersk- an fisk að landi tel ég að mál hafi jafnt og þétt þróast til betri vegar. Sérstaklega á þetta við eftir að notkun fiskikara varð almenn. Þrátt fyrir byltingu á meðferð aflans vegna nýrra geymsluaðferða og aukinna afkasta tel ég að enn vanti tals- vert upp á að sumir skipstjórnarmenn í þessum geira gæti sín nógu vel varðandi það atriði að taka ekki of stór hol, því ég veit að ekki þarf nein ósköp til að á- kveðinn hluti aflans skemmist við það eitt að hífa pokann inn á dekk. Hvað varðar netabátana er enn of mikið urn að menn séu að leggja þrátt fyrir afgerandi slæma veðurspá og nái því ekki að draga netin fyrr en eftir dúk og disk. Eins og nærri má geta þá er aflinn ekki merkilegt hráefni eftir slíka kæsingu og hætt við verulegum afföllum. Nú á tímum er eðli og orsök brottkast- vandans að öðrum toga og óumdeilan- lega viðhengi eða fylgifiskur þess fisk- veiðistjórnunarkerfis sem við búum við. Margir vísir menn hafa komið fram með hugmyndir til úrbóta varðandi þetta stjórnkerfi okkar sem sumir gefa út sem það besta í veröldinni. Aðrir, það er að segja þeir sem staddir eru sólarmegin í því rekstrarumhverfi sem sjávarútvegin- um er skapað eru að sjálfsögðu óþreyt- andi við að halda málum í því horfi, að ekki verði svo glatt teknar vinkilbeygjur frá þeirri stefnu sem búið er að marka. Hvað sem um fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt má segja þá tel ég ljóst að þær útgerðir sem best standa eru þær sömu og forgöngu hafa haft um bætta um- gengni um auðlindina. Nóg um það. Hvað varðar frystiskipin má segja að í upphafi hafi menn verið ansi nálægt því sem kalla mætti byrjunarreit. Skynsemisskortur í Smugunni Þeir sem að frystiskipunum stýrðu höfðu áður stjórnað ísfisktogurum eða bátum og höguðu veiðunum eftir því. Ekki var óþekkt í aflahrotum að menn sölluðu á sig sem kallað var. Veiðum var haldið áfram þar til það var hreinlega ekki hægt að kasta trollinu fyrir fiski.. Blóðgunarkör full, móttakan full og 20- 30 tonn uppi á dekki. Þá var stundum dólað inn djúp eða næsta fjörð og lagst í vinnslu. Eins og geta má nærri var elsti fiskurinn sem unninn var frekar þreytulegur. Oft var brugðið á það ráð að vinna fiskinn með roði eftir að los var komið í hann. Var það kallað að vinna í tape. 6 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.