Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 52
Staðfest framkvæmdaáætlun í öryggismálum sjófarenda Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, lagði fram á Al- þingi skýrslu um um fram- kvæmd langtímaáætlunar í ör- yggismálum sjófarenda fyrir árin 2001-2003. Markmið áætl- unarinnar er að treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra, sem og farþega á ís- lenskum skipum sem sigla í ís- lenskri efnahagslögsögu. Þetta verður meðal ananrs gert með því að skilgreina hlutverk þeirra sem vinna að öryggis- málum sjófarenda og að slysum til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004. Siglingastofnun íslands, í samvinnu við verkefnisstjórn, hefur gert sérstaka framkvæmdaáætlun um að koma ein- stökum verkefnum samkvæmt áætlun- inni i framkvæmd. Með bréfi dags. 21. desember 2001 óskaði Siglingastofnun íslands eftir staðfestingu samgönguráð- herra á þeirri framkvæmdaáætlun og staðfesti samgönguráðherra hana með bréfi dags. 19. febrúar 2002. Vegna þeirra tafa sem urðu við fjármögnun á- ætlunarinnar fyrir árið 2001 hefur dreg- ist að setja sum verkefni af stað, en vonir standa til þess að á þessu ári takist að vinna upp þá seinkun. Meðfylgjandi er staðfest framkvæmdaáætlun, sem hefur að geyma yfirlit um einstök verkefni áætlunarinnar, markmið þeirra, stöðu mála, ábyrgð og umsjón, fjármögnun, tímaramma, forgangsröðun og framvindu hvers verkefnis miðað við 15. mars 2002. Verkefni: 1.1 Samræming sjómannamenntunar og aðlögun að alþjóðasamþykktum STCW og STCW-F. 1.2 Endurmenntun skipstjórnarmanna. 1.8 Ýmislegt fjarnám verði eflt og notað í eins miklum mæli og hægt er. Markmið: Að nám í íslenskum sjómannaskólum sé samræmt kröfum alþjóðasamþykkta. Að nám, þjálfun og endurmenntun skip- stjórnar- og vélstjórnarmanna sé skipu- lagt þannig að það skili viðkomandi ein- staklingi sem mestu, bæði í sjómanns- starfinu og í mati á náminu/þekkingunni innan almenna skólakerfisins og til ann- arra starfa í þjóðfélaginu. Að auka mögu- leika sjómanna á að afla sér menntunar samhliða starfi sínu. Staða mála: Starfsgreinaráð um sjávarútvegsgreinar hefur unnið að endurskoðun námsskráa fyrir skipstjórnar- og vélstjórnarmennt- un. Vorið 2001 voru sett lög nr. 76/2001, um áhafnir farþega- og flutningaskipa, sem grundvallast á STCW samþykktinni, samþykkt á Alþingi. Þingsályktun um fullgildingu á STCW-F var þá frestað. Stýrimannaskólinn, Endurmenntun vélstjóra, LHS Fossvogi og Slysavarna- skóli sjómanna hafa í boði ýmis nám- skeið og endurmenntun fyrir sjómenn og aðila sem þjónusta þá. Lög nr. 76/2001 gera kröfu um að þeir yfirmenn sem ekki hafa farið á sjó 1 5 ár fari á endurmennt- unarnámskeið vegna endurnýjunar at- vinnuréttinda. Framboð á fjarnámi í ýmsum skólum hefur aukist síðustu ár og hafa sjómenn átt þess kost að stunda þannig nám. Notkun gervihnattasambands og farsíma gerir þetta mögulegt fyrir sjómenn sem eru á sjó en kostnaður við gagnaflutning er mjög hár við þessar aðstæður. Mikil- vægt er að sjómenn hafi kost á fjamámi á sem flestum sviðum og að kostnaði þeirra við það sé haldið í lágmarki. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Siglingastofnunar fer með ábyrgð og umsjón málsins. Sjómannaskólar hafi yfirumsjón með öllu skipulögðu námi, þjálfun og endur- menntun sjómanna, og stuðli að fjarnámi fyrir sjómenn á sem flestum sviðum. Samstarfsaðilar: Menntamálaráðuneyti, Starfsgreinaráð, sjómannaskólar, samgönguráðuneyti, hagsmunasamtök sjómanna. Áætluð fjármögnun: Vinna að þessum verkefnum sé fjár- mögnuð af menntamálaráðuneyti og við- komandi stofnunum. Langtímaáætlun styrki fjarnám sjó- manna um: 0,4 millj. árið 2001. 1,0 millj. árið 2003. Framkvæmd: Samstarfsaðilar vinni að útfærslu þess- ara mála og Siglingastofnun íslands komi virkari að skipulagi sjómannamenntunar. Námsskrár sjómannaskóla þurfa að vera endurskoðaðar reglulega m.t.t. tækniframfara og alþjóðasamþykkta. Jafnframt skal stuðla að öflugri verklegri þjálfun og símenntun allra sjómanna. Áætlanir verði gerðar um fjarnám sér- staklega ætlað sjómönnum. Tímasetningar: Þess er vænst að sjómannamenntun sé metin og endurskoðuð reglulega í fram- tíðinni. Jafnframt sé þörf fyrir endur- menntun metin árlega og að í boði séu viðeigandi námskeið og þjálfun fyrir sjó- menn. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, sem miðar að því að víkka gild- issvið laganna og láta þau taka til allra skipa. Með frumvarpinu eru leidd í lög nauðsynleg ákvæði vegna alþjóðasam- þykktar um menntun og þjálfun, vakt- stöður og skírteini sjómanna á fiskiskip- um, þ.e. STCW-F í frumvarpinu eru m.a. ákvæði um endurmenntun skip- stjórnarmanna og vélstjórnarmanna vegna alþjóðasamþykktarinnar. Sam- hliða frumvarpinu mun utanríkisráð- herra leggja fram tillögu tif þingsályktun- ar um fullgildingu á alþjóðasamþykkt- inni (STCW-F). Siglingastofnun er að yfirfara námskrár sjómannaskóla með tilliti til alþjóðlegra krafna STCW og hefur lokið þvi vegna Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vél- skóla íslands. Siglingastofnun er einnig að yfirfara námskrár sjómannaskóla vegna endur- menntunarnámskeiða skv. STCW, sjá ákvæði 5. gr. laga nr. 76/2001. Stýri- mannaskólinn, Endurmenntun vélstjóra, LHS Fossvogi og Slysavarnaskóli sjó- manna hafa í boði ýmis námskeið og endurmenntun fyrir sjómenn og aðila sem þjónusta þá. Siglingastofnun íslands mun leita eftir tillögum sjómannaskóla um fjarnám fyrir sjómenn. 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.