Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 20
Aðalsteinn Ingólfsson listfrœðingur hefur kynnt sér þann þátt ís-
kenskrar myndlistarsögu þar sem sjómennskan kemur við sögu sem
viðfangsefni listamanna. Sjómannablaðið Víkingur rœddi við Aðal-
stein og frœddist um þennan þátt listasögunnar
SJÓMENN t MYNDUM
Sagt er að fleiri málverk séu uppá
veggjum íslenskra heimila en gengur og
gerist meðal annarra þjóða. Þá prýðir
myndlist húsakynni margra stofnana og
fyrirtækja og svo má ekki gleyma lista-
söfnunum. Með tilliti til mikilvægis sjáv-
arútvegs og sjómennsku meðal þjóðar-
innar er forvitnilegt að grennslast fyrir
um að hve miklu leyti sjómennskan sé
viðfangsefni listamanna. Aðalsteinn lng-
ólfsson listfræðingur hefur yfirgripsmikla
þekkingu á íslenskri myndlist og hefur
meðal annars kynnt sér þátt sjómennsk-
unnar í myndlistinni. Sjómannablaðið
Vikingur leitaði í smiðju Aðalsteins og
bað hann að segja í stórum dráttum frá
Kjarval: Veggmynd í Landsbankanum, 1924
tengslum sjómennsku og íslenskrar
myndlistar.
Aðalsteinn hefur aðgang að rniklu
myndefni og hefur reynt að telja saman
myndlistarverk þar sem sjómennska er
viðfangsefni listamanna. Hann segir að
það kæmi sér á óvart ef til væru meira en
eitt hundrað íslensk málverk sem tengd-
ust sjómennsku beint og óbeint. Hins
vegar séu til yfir 200 landslagsmyndir frá
Þingvöllum einum. Framan af hafi það
sem sagt verið landslagið og landbúnað-
ur sem listmálarar fengust helst við að
teikna og mála og nefnir Aðalsteinn þar
til dæmis verk þeirra Asgríms Jónsson,
Jóns Stefánssonar og Kjarvals.
- Landslagsmyndirnar gegndu þvi
hlutverki að ýta undir þjóðrækni íslend-
inga í sjálfstæðisbaráttunni; trúnaðurinn
við landið var öllu æðri i þeirri baráttu.
Aðalatvinnuvegirnir voru aukinheldur
tengdir landbúnaði, en þurrabúðarsjó-
mennskan var ekki hátt skrifuð, eins og
kemur fram í annálum og bréfaskriftum
frá 19. öld -jafnvel þó sjómenn væru að
vinna margháttuð björgunarafrek og
héldu uppi heilum byggðarlögunum,
jafnt þá eins og nú. Svo virðist sem lista-
mennirnir hafi verið seinir að skilja hvað
sjómennskan skipti þjóðina miklu máli.
Hins vegar voru ljósmyndarar betur vak-
andi fyrir staðreyndum sjómennskunnar
en fyrstu listmálarar okkar i seinni tíð.
Til eru magnaðar ljósmyndir frá vöku-
tímanum þar sem sjómenn sjást liggja
eins og hráviði sofandi á dekki eftir sól-
arhrings vinnutörn, segir Aðalsteinn.
Gunnlaugur Scheving er meðal annars
þekktur fyrir myndir tengdar sjónum og
sjómennsku og Aðalsteinn bendir á að
meðal allra fyrstu málverka hans séu
myndir af sjómönnum sem horfa til hafs.
Þar eru sjómaðurinn og hafið tvö aðskilj-
anleg fyrirbæri en á síðari myndum
Schevings hefur sjómaðurinn breyst í
drottnara yfir hafinu. Ef litið er til högg-
myndalistarinnar á fyrstu áratugum ald-
arinnar segir Aðalsteinn Ingólfsson að
eina styttan sem hann hafi fundið af sjó-
manni fyrir 1920 sé eftir Nínu Sæmunds-
son, mynd af ungum og óreyndum
stráklingi með sjóhatt á höfði.
20 - Sjómannablaðið Víkingur