Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 70
Þjónustusíður Vaki-DNG framleiðir efíirsóttar vörurfyrir sjávarútveg og fiskeldi Mikil og vaxandi sala innanlands og utan Hið nýja húsnœði Vaka-DNG við Akralind í Kópavogi Fyrirtækið Vaki-DNG hefur flutt í nýtt 600 m2 húsnæði í Akralind 4, Kópavogi. Árið 1999 voru Vaki og DNG-Sjóvélar sameinuð. Við samrunann varð til öflugt fjölþætt fyrirtæki í framleiðslu á vörum fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Félagið hefur tekið á leigu nýtt hús- næði að Akralind 4 i Kópavogi og er starfsemin þegar flutt í hið nýja húsnæði. Stefnan er að auka enn við þróun á nýj- um vörum til þess að leggja grunninn að áframhaldandi vexti félagsins. Rekstrartekjur samstæðu Vaka DNG og dótturfélags fyrir árið 2001 námu alls 439 milljónum króna sem er 20% aukn- ing frá árinu 2000. Sölutekjur móðurfé- lagsins jukust hins vegar um 28,6% milli ára. Áætlanir ársins gera ráð fyrir ríflega 500 milljóna króna veltu hjá samtsæð- unni sem er 14% aukning frá árinu 2001 og að reksturinn skili hagnaði. Horfur eru góðar í rekstri Vaka DNG. Fiskeldismarkaðir eru á uppleið og nýjar vörur fyrir fiskeldið sem byggjast á tölvusjón seljast vel sem og eldri vörur. Um þessar mundir er Vaki að stofna dótturfélag í Chile til að fylgja eftir sölu á þessum nýju vörum fyrir fiskeldið þar. Framleiðsla á eldislaxi í Chile á síðasta ári var um 500 þúsund tonn. Horfur í rekstri dótturfélagsins í Noregi, sem selur einkum vörur Vaka DNG fyrir fiskeldið, eru mun betri en áður. Salan á yfirstand- andi ári hefur farið mjög vel af stað. Sala á tæknibúnaði til fiskveiða hefur einnig farið vel af stað á árinu, einkum tölvustýrðar handfæravindur sem unnið hefur verið að kynningu á víðar en áður. Töluverðar vonir eru bundnar við sölu á TrawlTec kerfi sem er búnaður sem mæl- ir átak og lengd togvíra og sýnir allar upplýsingar í grafískri skjámynd. Helstu markhópar fyrir þetta kerfi eru eldri skip sem ekki eru búin svokölluðum “auto - trawl” kerfum. Tæplega 100 kerfi eru þegar í notkun víða um heim. Helstu markaðir auk íslands eru Rússland, Namibia bg S-Ameríka. Þá hefur sala á aflanemum frá Vaka gengið vel og sjá menn stöðuga aukningu á sölu bæði inn- anlands og erlendis. Auk sölu á línuspilum og uppstokkur- um fyrir línuveiðiskip hefur Vaki-DNG einnig framleitt og selt svokölluð LineTec kerfi. Þessi búnaður gerir skipstjórnar- manni kleift að fylgjast með og stjórna hraða línuspils og jafnframt að fylgjast með átaki á línuna. Kerfið er þegar i notkun i flest öllum íslenskum línuskip- um sem útbúin eru með sjálfvirkum beit- ingarvélum og uppstokkurum. Við þetta kerfi er einnig hægt að tengja svokallað- an “beitu-vaka”, skynjara sem fylgist með beitingunni og gefur upplýsingar um beitingarhlutfall og hraða og fiskitelj' ara sem telur fjölda fiska sem koma frá afslítaranum. Vænst er að uppbygging umboðs- mannakerfis undanfarinna ára fyrir fisk- veiðabúnaðinn, komi til með að skila sér á árinu. Fyrirtækið áætlar að taka þátt í um 10 sýningum vítt og breytt um heiminn bæði sjávarútvegs- og fiskeldissýningum- Ein stærsta sýningin verður íslenska Sjávarútvegssýningin sem fram fer í Kópavogi i byrjun september n.k. Sýningarbáf nr Scannars fer Ítrin^fer^ t»m landíd íjúní th SCANMAR * / jJ { . v , mm A . iW! Viö hvetjum skipstjórnar- og útgeröarmenn að koma um borö og kynna sér nýju Scanbas tæknina. Scanmaróskar sjómönnum til hamingju meö daginn. 70 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.