Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 40
stækkunin til austurs kemur til með að hafa í för með sér verður ekki svarað með auknum álögum á núverandi aðild- arríki (sem geta ekki farið yfir 1,27% af vergri þjóðarframleiðslu). í stað þess á tn.a. að endurskipuleggja styrkjakerfið og á tímabilinu 2002-2006 koma mörg svæði sem njóta styrkja í dag til með að sjá á eftir þeim til uppbyggingar svæða í Austur-Evrópu (European Voice, 26. mars-1. apríl, 1998, bls. 13). Pað er því ljóst að líkurnar á að fá styrki úr sjóðum Evrópusambandsins fara minnkandi eftir því sem fram líða stundir. II.IV. Aðildarríkin móta sam- starfið - tillit tekið til brýnna hagsmuna í þessu riti hefur verið gefið yfirlit yfir tilurð og þróun sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins. Sú þróun sýnir ljóslega að engar reglur eru meitlaðar í stein. Stefnan hefur tekið breytingum og und- anþágur hafa verið gerðar til að ná fram sáttum og til að koma til móts við ólíka hagsmuni aðildarríkja. Petta sjónarmið kemur skýrt fram í viðtali sem Jón Óskar Sólnes tók við Franz Fischler, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmálaEvrópu- sambandsins, í tengslum við gerð Aldar- hvarfa: Það er alveg ljóst að það verður aðeins ein fiskveiðistefna ESB. Við getum ekki haft sérstaka fiskveiðistefnu fyrir einstök lönd og þegar maður er félagi í klúbbi gilda sömu reglur fyrir alla. En maður má ekki gleyma því að alltaf hefur tekist að finna lausn á því hvernig, og með hvaða hætti, lönd gangast undir sameig- inlegar stefnur ESB. Jafnframt, ef nauð- syn krefur, erutn við alltaf reiðubúnir til viðræðna um að breyta ákveðnum þátt- um í sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Það er einmitt þetta atriði sem gerir aðild að sambandinu svo áhugaverða. Þá hefur maður möguleika, sérstaklega land eins og ísland sem hefur svona mikinn styrk á einu sviði, að hafa áhrif á eigin stöðu og á heildarstefnu og ákvarðanatöku sambandsins á ákveðnum sviðum. Reglan um jafnan aðgang allra aðildar- ríkja að fiskimiðum hver annars er ein af mörgum birtingarmyndum pólitisks eðlis Evrópusambandsins. Þetta ákvæði var sett inn í sjávarútvegsstefnuna árið 1970, aðeins nokkrum klukkustundum áður en aðildarviðræður hófust við Bretland, ír- land, Danmörk og Noreg (sjá bls. 54). Markmið þáverandi aðildarríkja (stofn- ríkjanna sex) var fyrst og fremst að tryggja sér aðgang að fiskimiðum um- sækjendanna. Krafan var rökstudd með vísun í ákvæði Rómarsáttmálans sem kveður á um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis (sjá bls. 52). Ríkin sem sóttust eftir aðild höfðu öll tölu- verðra hagsmuna að gæta á sviði sjávar- útvegs og töldu sig ekki geta fallist á ákvæðið um jafnan aðgang að óbreyttu máli. Aðildarríkin sex voru því vart búin að setja stafina sína undir það plagg þeg- ar ákveðið var, að kröfu þeirra ríkja sem sóttust eftir aðild, að gera undanþágu frá ákvæðinu fyrir svæði sem sérstaklega eru háð sjávarútvegi. Frá árinu 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörk- unum. Birtast þær m.a. í því að aðgangur að veiðisvæðum er bundinn kvóta sem aftur byggir á veiðihefð. Þetta gerir það að verkum, eins og þegar hefur komið fram, að íslendingar fengju svo til allan þann kvóta sem heimilt yrði að veiða við strendur íslands, gerðust þeir aðilar að sambandinu. Ákvörðun um leyfilegan heildarafla á íslandsmiðum yrði tekin í ráðherraráð- inu þar sem stuðst yrði við ráðleggingar færustu vísindamanna. Engin ástæða er til að ætla að önnur sjónarmið en íslend- inga yrðu ráðandi við þá ákvarðanatöku þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni. Eftir sem áður myndi Hafrannsóknastofnun veita sjávar- útvegsráðherra íslands vísindalega ráð- gjöf. Ráðherrann myndi, að höfðu sam- ráði við hagsmunaaðila, móta tillögur um hámarksaíla á íslandsmiðum. Form- leg ákvörðun færi síðan fram á vettvangi ráðherraráðsins. Islendingar gætu svo út- hlutað aflanum eftir því kerfi sem þeim hugnaðist best og sett strangari reglur en Evrópusambandið um veiðar og þannig haldið í raun uppi íslenskri fiskveiði- stefnu innan fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins. Þetta er sá veruleiki sem blasir við án þess að nokkuð yrði sérstaklega að gert til að formfesta sérhagsmuni ís- lands í aðildarsamningi. Það er hins veg- ar deginum Ijósara að kröfur okkar ís- lendinga yrðu síst minnien Norðmanna. Eins og kom fram í kaflanum um að- ildarsamning Norðmanna þá fóru þeir frarn á að fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Norðmenn, og Emma Bonino, túlkuðu það samkomulag sem gert var þannig að ekki færi á milli mála að í framtíðinni yrði byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri (sjá bls. 147 og 151). Við endurskoðun á reglum sambandsins átti að taka mið af gildandi norskum reglum þannig að Norðmenn hefðu, eftir sem áður, lagt lín- urnar í stjórnun fiskveiða norðan 62. breiddargráðu. Engar tæknilegar breyt- ingar yrðu gerðar þar á. Ástæðan er ein- föld. Máli sínu til stuðnings gátu Norð- menn bent á góðan árangur við fiskveiði- stjórnun á svæðinu, nokkuð sem væri afar mikilvægt fyrir strandhéruð Noregs, og á þá staðreynd að þeir yrðu eina strandríki Evrópuambandsins á þessu svæði. Þetta er í fullu samræmi við ná- lægðarregluna (Priciple of Subsidiarity) sem kveður á um að meginreglan skuli vera að aðildarríkin taki ákvarðanirnar. Evrópusambandið fjallar aðeins um mál- efni þar sem markmiðunum verður betur náð með sameiginlegum aðgerðum frekar en aðgerðum einstaka þjóðríkis (sjá bls. 111). Ákvæði nálægðarreglunar eiga klárlega við um íslenskan sjávarútveg, ekki síður en um norskan. Islendingar hafa náð góðum árangri við fiskveiði- stjórnun. Sjávarútvegur snertir grund- vallarhagsmuni þjóðarinnar og ef af inn- göngu yrði væri ísland eina strandríkið á svæðinu sem ætti hagsmuna að gæta. Ekkert bendir því til annars en að íslend- ingar ættu að ná fram í aðildarsamningn- um ákvæðum sem tryggja ættu óbreytta fiskveiðistjórnun á íslandsmiðum til frambúðar. í viðtali sem Ingimar Ingi- marsson, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, tók við Jean-Luc Dehane, þáverandi for- sætisráðherra Belgíu, þann 28. júlí 1994 viðraði Dehane þá hugmynd að gera ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið að hluta af sjávarútvegsstefnu Evrópusambands- ins (þ.e. ef til aðildarviðræðna kæmi). Hann segir að fordæmi séu fyrir því að önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveðnum hafsvæðum, eins og t.d. á svæðum við ír- land og Hjaltlandseyjar. Af þessu sést að margs konar undanþágur eru við lýði og skapast hefur fordæmi fyrir því að tekið sé tillit til sérþarfaeinstakra svæða og byggðarlaga sem háð eru fiskveiðum. En fegurst er hafiö um heiöa morgunstund, er himinninn speglast blár í djúpum álum, ig árroöabliki bregöur um vog og sund, jg bárur vagga?kvikar_aMleygum sálum, en ströndin glóinptuðluð og mikilleit, og storkar'sinu rriikla' örlagahafi: Þá er eins og guö sé að gefa oss fyrirheit m Tretr~’ ■« * - • '' riiúöinu stafi. 40 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.