Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 34
I Spánverjar hafa í ríkum mæli sótt útgerðarstyrki til ESB að samið yrði um ákveðna prósentutölu af leyfilegum karfaafla, líkt og gert var um þorskafla í Barentshafi í norska samningnum (sjá bls. 145-146). íslend- ingar myndu svo að sjálfsögðu halda hlutdeild sinni í loðnukvóta Evrópusam- bandsins. í aðildarviðræðunum yrði því um að ræða nánari útfærslu á gildandi samningi við sambandið um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Norðmenn náðu að tryggja svo til óbreytta stöðu frá EES- samkomulaginu og engin ástæða er til að ætla að árangur okkar íslendinga yrði lakari í viðræðum við Evrópusambandið. Engin ástæða er heldur til að ætla að Evrópusambandið fari fram á að við greiðum “aðgangseyri” að sambandinu i formi veiðiheimilda frekar en Norðmenn (sjá ummæli Emmu Bonino, bls. 151- 152). í EES-samningnum féll Evrópu- sambandið frá öllum kröfum sínum um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu í skipt- um fyrir aðgang að mörkuðum.81 í EES- samkomulaginu staðfesti Evrópusam- bandið einnig “gífurlegt mikilvægi fisk- veiða fyrir ísland” og viðurkenndi að sjávarútvegur væri “grundvöllur efna- hagsstarfseminnar” hér á landi (- Commission of the European Comm- unities, 1992, bls. 4).82 Engin ástæða er til að ætla að sambandið snúi við blaðinu hvað þetta varðar ef til aðildarviðræðna kæmi um fulla inngöngu íslendinga í Evrópusambandið. Aðgangur að fiskveiðilögsögum Samkvæmt fiskveiðisamningi ESB og íslands mega alls 18 skip frá Evrópusam- bandinu stunda veiðar innan íslensku efnahagslögsögunnar á tveimur veiði- svæðum en þó ekki nema fimm skip í einu. Hvað varðar aðgengi Evrópusam- bandsflotans að íslandsmiðum má slá því föstu að íslendingar myndu fara fram með sömu áherslur og Norðmenn; þ.e. krefjast að aðgangur fiskveiðiflota Evr- ópusambandsins að íslenskri lögsögu myndi hvorki aukast né að hann gæti sótt i vannýttar tegundir. Norðmenn náðu gagnkvæmu samkomulagi við Evr- ópusambandið um óbreytt sóknarmynst- ur frá því sem var i þeim samningum sem þegar voru í gildi með einni undan- tekningu (sjá bls. 144). Hér að ofan voru líkur leiddar að því að Evrópusambandið færi fram á að fiskiskipum þess yrði gert tæknilega mögulegt að veiða upp i þær aflaheimildir sem samið var um í tengsl- um við EES-samkomulagið. Gert var ráð fyrir að samkomulag næðist um nánari útfærslu á þeim gagnkvæma fiskveiði- samningi sem þegar er í gildi og komið yrði til móts við kröfur Evrópusam- bandsins um rýmkun á veiðitímabilinu. Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn Evrópusambandsins á íslands- mið myndi aukast frá því sem nú er. Eins og komið hefur fram þá liggja efnahagslögsögur Evrópusambandsins og íslands hvergi saman og því er ekki um að ræða neina skiptingu deilistofna. Bæði íslendingar og Evrópusambandið sækja hins vegar í fiskistofna á alþjóðlegu haf- svæði sem halda sig að hluta til innan ís- lenskrar efnahagslögsögu. Þegar hefur verið minnst á loðnustofninn (Evrópu- sambandið veiðir loðnu úr kvóta Græn- lendinga) en að auki má nefna út- hafskarfastofninn á Reykjaneshrygg, norsk-íslensku síldina83 og kolmunna. Kolmunni hefur lítið verið nýttur af ís- lendingum fyrr en á allra síðustu árum. Á vettvangi Norðaustur- Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC) hafa íslend- ingar og Evrópusambandið, ásamt fleiri þjóðum, komið sér saman um nýtingu á úthafskarfastofninum og norsk-íslenska síldarstofninum á alþjóðlegu hafsvæði. Ekki er ólíklegt að Evrópusambandið myndi ljá máls á þvi að fá að veiða hluta af úthafskarfa- og síldarkvóta sínum inn- an íslenskrar lögsögu. Evrópusambandið gæti hins vegar ekki rökstutt slíkar kröf- ur, eða aðrar svipaðar sem upp kynnu að koma, á sögulegum forsendum. Slíkt kæmi því varla til greina af hálfu íslend- inga nema þá í formi gagnkvæmra veiði- heimilda sem íslendingar gætu nýtt sér. Nánar verður vikið að þessu hér að neð- an. Ákvörðun hámarksafla Prátt fyrir að dæmi séu um undanþág- ur og klæðskerasaumaðar sérlausnir fyrir aðildarríki ESB er ekki raunhæft að reikna með að íslendingar gætu staðið fyrir utan sjávarútvegsstefnuna í einu og öllu til frambúðar - enda óvíst að slíkt myndi þjóna hagsmunum íslendinga til langframa. Það liggur því í hlutarins eðli að endanleg ákvörðun um hámarksafla á íslandsmiðum yrði tekin í ráðherraráð- inu, þar sem sjávarútvegsráðherrar aðild- arríkjanna sitja umhverfis borðið, ættum við fulla aðild að ESB. Sem fyrr myndi sjávarútvegsráðherra íslands móta tillög- ur um hámarksafla í samvinnu við hags- munaaðila sem yrðu rökstuddar út frá bestu fáanlegu vísindalegu gögnum. Hann myndi bera tillöguna upp meðal kollegga sinna í ráðherraráðinu og þar yrði hún án efa samþykkt því að engin önnur þjóð ætti hagsmuna að gæta við þessa ákvörðun. Þess vegna er óhætt að fullyrða að ráðherraráðið færi ekki að hringla í tillögum íslenska sjávarútvegs- ráðherrans. Þrátt fyrir þessa staðreynd er þetta ákvarðanatökuferli eitur í beinum margra íslendinga og eitt og sér nánast nóg til að útiloka hugsanlega aðild ís- lands að Evrópusambandinu. í skýrslu utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi, sem gefin var út i apríl 2000, segir: “Þótt ekki sé ólíklegt að hugmyndum íslendinga um heildarafla yrði fylgt væri ekki hægt að koma í veg fyrir að öðrum hagsmunum yrði blandað saman við slíka ákvarðanatöku en önnur ríki geta haft áhrif á niðurstöðuna” (Ut- anríkisráðuneytið, 2000 bls. 231). Það sem hér er verið að ýja að er að t.d. Spánverjar, ítalir og Grikkir gætu bland- að ákvörðun er varðar ólífuræktun sam- an við ákvörðun um hámarksafla á ís- landsmiðum! Markmiðið með slíku sam- krulli væri þannig að stunda hrossakaup i ráðinu með þeim afleiðingum að á- kvörðun er varðar grundvallarhagsmuni íslendinga, og snýst um fiskveiðar, yrði tekin gegn vilja okkar! Þetta er vissulega fræðilegur möguleiki en alls ekki raun- hæfur. Það eru engin dæmi þess í sögu Evrópusambandsins að ákvarðanir séu teknar þvert á augljósa sérhagsmuni eins aðildarríkis, enda gæti slikt haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. El' slikt ætti sér stað myndi annað af tvennu gerast: Viðkomandi ríki myndi hóta að yfirgefa 34 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.