Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 46
Sigling um Netið 6 í umsjón Hilmars Snorrasonar Ég vill byrja á að þakka þeim lesendum sem hafa bent okkur á áhugaverðar síður sem er að finna á Netinu og hvet ykkur til þess að hjálpa okkur enn frekar í að finna áhugaverðar slóðir. Viðtökur lesenda hafa verið góðar og ljóst að ein- hverjir hafa gaman af að sigla um Netið í þessum áhugaverða flokki. Að þessu sinni byrjum við á Grænlandi. Heimasíða Royal Arctic http://www.ral.gl/ hefur að geyma upplýsingar um skipafélagið og stað- setningar skipa útgeraðrinnar. Þetta eru skip sem eru okkur íslenskum farmönnum kunn enda hafa mörg þeirra viðkomur á íslandi. Það sem þó er merkilegast við þessa síðu er að hægt er að skoða hvernig hafís er við Grænland í einstökum mán- uðum ársins. Notadrjúkt fyrir þá sem þurfa að sigla um þetta hafsvæði. Fyrst við erum farin að skoða útgerðir þá er hér ein sem rekur 45 gáma- skip um heim allan. Þetta er síða Walther Möller & Co. í Hamborg http://www.wmco.de/. Þar eru myndir og tæknilegar upplýsingar um öll skip sem félagið hefur í rekstri sínum og má þar meðal annars nefna skip sem heitir Úranus og var til margra ára í leigusiglingum fyr- ir Samskip. Ef við viljum fara í hið ljúfa líf að skella okkur á sjóinn með skemmtiferðaskipi er hægt að skoða nokkur þeirra á síðunni http://www.tramways.com/ships/index.html. Ljósmyndir af skip- unum sem þar er að finna setja óneitanlega mikla löngun til að henda frá sér pennanum og fara upp í næstu flugvél og . . . Þetta er nú víst ekki alveg svo einfalt því það kostar jú sitt að ferðast með þessum glæsifleyjum. Til að skoða það glæsilegasta þá er að fara á síðu Residensea http://www.residensea.com/home.htm og skoða nýja skip þeirra The World (sem fjallað er um í Utan úr heimi). Litlar tvær milljónir dollara kosta ódýrustu íbúðir i þessu skipi og því áhugavert að skoða stærðir þeirra en þar er hægt að skoða þil- farsplan allra þilfara skipsins. Það er hugsanlegast best að sitja bara áfram heima og njóta Ijósmynda af herlegheitunum. Næst skulum við halda á síðu sem heitir því einfalda nafni Skipaljósmyndir (Ship Photos) http://www.shipphotos.co.uk/index.htm Fyrir alla þá sem hafa áhuga á skipaljósmyndum þá er þetta vikuverkefni að fara í gegnum þessa síðu. Sami aðili er með tvær aðrar skipamynda- síður en það eru síðurnar http://www.coasterphotos.co.uk/index.hlm sent inniheldur ljósmyndir af minni flutningaskipum og http://www.tugpho- tos.co.uk/ sem er með ljósmyndir af dráttarbátum. Sem sagt hér er hægt að eyða helginni ef svo ber undir að verkefni vanti í sumarfríinu. En nú í aðra sálma. Áhugi fyrir slysinu þegar Estonia fórst er mikill á netinu og þar er margt hægt að finna sem áhugavert er. Ein er sú síða sem mjög vel setur upp atburðarrásina í tímaröð en hana er að finna á slóðinni http://www.estonia-sinking.org/. Kafbáturinn Kursk er mönnum í minni en hann fórst árið 2000. Síða um björgunaraðgerðir er að finna á slóðinni http://www.kurskl41.org/ og þar má meðal annars skoða hvernig kafbátnum var skipt upp í hólf. Þá er önnur síða á slóðinni http://www.mammoet.com/kursk/index.htm um björg- unarpramman sem notaður var til að lyfta upp flakinu af Kursk. Lokasíðan að þessu sinni verður tileinkuð Bismark. í siðasta pistli var sagt frá síðu sem er með ljósmyndum frá flaki Hood en það var Bismark sem sendi það á hafs- botninn. Síðan sem heitir Saga Biskmarks lifir http://battleshipbismarck.hypermart.net/index.htm en hún er tileinkuð skipinu og áhöfn þess. VARAHLUTIR • RÁÐGJÖF ■ EFTIRLIT • ÞJÓNUSTA Cyklop INTERNATIONAL DAEWOO DACWOO MEAW INOUSTRIE8 LTD nniLy^ltr^lonnl D'íkFalF'aBllg Sjókopar Legur Pakkdósi r Varahlutir Dælur Austurskiljurj Lokar Bindivélar Vélar R æ kj u I í n u r Frystipönnur Tengi Ásþétti SKIPA & VÉLAEFTIRLITIÐ M.SIGURÐSSON EHF Smiðshöfði 13-110 Reykjavik Sími: 587 1503 Fax: 587 4167 GSM: 894 4790 / 899 4790 / 893 4790 E-mail: msig@msig.is -www.msig.is 2 46 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.