Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Síða 46
Sigling um Netið 6 í umsjón Hilmars Snorrasonar Ég vill byrja á að þakka þeim lesendum sem hafa bent okkur á áhugaverðar síður sem er að finna á Netinu og hvet ykkur til þess að hjálpa okkur enn frekar í að finna áhugaverðar slóðir. Viðtökur lesenda hafa verið góðar og ljóst að ein- hverjir hafa gaman af að sigla um Netið í þessum áhugaverða flokki. Að þessu sinni byrjum við á Grænlandi. Heimasíða Royal Arctic http://www.ral.gl/ hefur að geyma upplýsingar um skipafélagið og stað- setningar skipa útgeraðrinnar. Þetta eru skip sem eru okkur íslenskum farmönnum kunn enda hafa mörg þeirra viðkomur á íslandi. Það sem þó er merkilegast við þessa síðu er að hægt er að skoða hvernig hafís er við Grænland í einstökum mán- uðum ársins. Notadrjúkt fyrir þá sem þurfa að sigla um þetta hafsvæði. Fyrst við erum farin að skoða útgerðir þá er hér ein sem rekur 45 gáma- skip um heim allan. Þetta er síða Walther Möller & Co. í Hamborg http://www.wmco.de/. Þar eru myndir og tæknilegar upplýsingar um öll skip sem félagið hefur í rekstri sínum og má þar meðal annars nefna skip sem heitir Úranus og var til margra ára í leigusiglingum fyr- ir Samskip. Ef við viljum fara í hið ljúfa líf að skella okkur á sjóinn með skemmtiferðaskipi er hægt að skoða nokkur þeirra á síðunni http://www.tramways.com/ships/index.html. Ljósmyndir af skip- unum sem þar er að finna setja óneitanlega mikla löngun til að henda frá sér pennanum og fara upp í næstu flugvél og . . . Þetta er nú víst ekki alveg svo einfalt því það kostar jú sitt að ferðast með þessum glæsifleyjum. Til að skoða það glæsilegasta þá er að fara á síðu Residensea http://www.residensea.com/home.htm og skoða nýja skip þeirra The World (sem fjallað er um í Utan úr heimi). Litlar tvær milljónir dollara kosta ódýrustu íbúðir i þessu skipi og því áhugavert að skoða stærðir þeirra en þar er hægt að skoða þil- farsplan allra þilfara skipsins. Það er hugsanlegast best að sitja bara áfram heima og njóta Ijósmynda af herlegheitunum. Næst skulum við halda á síðu sem heitir því einfalda nafni Skipaljósmyndir (Ship Photos) http://www.shipphotos.co.uk/index.htm Fyrir alla þá sem hafa áhuga á skipaljósmyndum þá er þetta vikuverkefni að fara í gegnum þessa síðu. Sami aðili er með tvær aðrar skipamynda- síður en það eru síðurnar http://www.coasterphotos.co.uk/index.hlm sent inniheldur ljósmyndir af minni flutningaskipum og http://www.tugpho- tos.co.uk/ sem er með ljósmyndir af dráttarbátum. Sem sagt hér er hægt að eyða helginni ef svo ber undir að verkefni vanti í sumarfríinu. En nú í aðra sálma. Áhugi fyrir slysinu þegar Estonia fórst er mikill á netinu og þar er margt hægt að finna sem áhugavert er. Ein er sú síða sem mjög vel setur upp atburðarrásina í tímaröð en hana er að finna á slóðinni http://www.estonia-sinking.org/. Kafbáturinn Kursk er mönnum í minni en hann fórst árið 2000. Síða um björgunaraðgerðir er að finna á slóðinni http://www.kurskl41.org/ og þar má meðal annars skoða hvernig kafbátnum var skipt upp í hólf. Þá er önnur síða á slóðinni http://www.mammoet.com/kursk/index.htm um björg- unarpramman sem notaður var til að lyfta upp flakinu af Kursk. Lokasíðan að þessu sinni verður tileinkuð Bismark. í siðasta pistli var sagt frá síðu sem er með ljósmyndum frá flaki Hood en það var Bismark sem sendi það á hafs- botninn. Síðan sem heitir Saga Biskmarks lifir http://battleshipbismarck.hypermart.net/index.htm en hún er tileinkuð skipinu og áhöfn þess. VARAHLUTIR • RÁÐGJÖF ■ EFTIRLIT • ÞJÓNUSTA Cyklop INTERNATIONAL DAEWOO DACWOO MEAW INOUSTRIE8 LTD nniLy^ltr^lonnl D'íkFalF'aBllg Sjókopar Legur Pakkdósi r Varahlutir Dælur Austurskiljurj Lokar Bindivélar Vélar R æ kj u I í n u r Frystipönnur Tengi Ásþétti SKIPA & VÉLAEFTIRLITIÐ M.SIGURÐSSON EHF Smiðshöfði 13-110 Reykjavik Sími: 587 1503 Fax: 587 4167 GSM: 894 4790 / 899 4790 / 893 4790 E-mail: msig@msig.is -www.msig.is 2 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.