Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 14
Gestur Gunnarsson tœknifrœðingur skrifar Vísindi yísindamenn Ef flugvél leggur upp í ferð þar sem fyrirséð er að flugtími verði meira en 8 klukkustundir þurfa tvær áhafnir flug- manna að vera um borð. Ekki er talið að flugmaður sem hefir verið lengur við störf ráði fullkomlega við sitt starf. Á minni fiskiskipum hafa skipstjórar og stýrimenn staðið nánast allan sólahring- inn dögum saman í aflahrotum. Vegna þessa er hægt að rekja beint og óbeint fjölda óhappa, sum með manntjóni. Nú heyra þessir málaflokkar báðir undir samgönguráðuneytið og umhugs- unarefni að þarna skuli vera misræmi. Undarlegast í þessu er það að flugvélar nútímans ganga meira og minna á sjálf- stýringu. Eða eins og flugmaðurinn sagði; við erum bara í því að lenda þess- um flugvélum núorðið. Skipstórnarmennirnir þurfa aftur á móti að vera á stöðugu varðbergi. Siglingastofnun hefir gefið út skýrslu um Hornafjarðarós en óssvæðið hefir verið fyrirferðarmikið rannsóknarefni hjá þeim í áratugi. Eiga þeir þakkir skildar fyrir að safna saman í eina bók ýmsum fróðleik um þetta svæði og atburði sem þar hafa orðið. Óssvæðið er með erfið- ari siglingaleiðum hér við land. Þannig hagar til austur þar að tveir náttúrukraft- Úfbúum lyfjakistur fyrir skip og báfa Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452 VLyf&heilsa J A P ú T E K mmmm B E T R I L í Ð A N Gestur Gunnarsson. ar takast á. Annarsvegar aflmikil úthafs- alda og á móti henni fallstraumur af 70 ferkílómerta vatnasviði. Inn á vatnasvið- ið fellur Hornafjarðarfljót á móti aðfall- inu. Útfallið heldur heldur svo ósnum opnum. Á tíu til fimmtán ára fresti ganga mikil suðvestan veður yfir ísland og þá vilja rofna rifin þarna við Hornafjörð. Fer þá í gang mikil rannsóknahrota hjá srand- og sjávarfallaverkfræðingum. Hæstu öldur í þessum veðrum geta orðið allt að 25 m. háar en svokölluð kennialda (það er sú ölduhæð sem vanir menn skynja) hefir mælst um 18 metra há. Þetta er hátt í tvöföld hæð s.k. árs- öldu hér við land. Talið er að efnisflutn- ingur sexfaldist með tvöföldun öldu- hæðar, þannig að ljóst er að töluvert gengur á í fjörunni við þessar aðstæður. Fram kemur í framangreindri skýrslu að hafnarsvæðið á Hornafirði grynnist um tíu sentimetra á ári vegna sets. Ekkert er fjallað um minnkandi dýpi vegna sets á öðrum hlutum vatnasviðsins. Aftur á móti heilmiklar spekúlasjónir um mögu- lega grynnkun vegna meintrar sveigju jarðskorpunnar. Með grynnkandi vatna- sviði dregur úr fallstraumnum og dýpi minnkar í ósnum og framan við hann. Guð hjálpar þeim sjálfur. Hornfirðingar gætu prófað að plægja upp siglinga- rennu út grynnslin, með trollhlerum tengdum saman með keðjum. Bara að gæta þess að vera á réttu falli, fínt efni sekkur hægt í köldu vatni og rekur burtu með fallstraumnum. Merkilegt er að aðfallið er talið á einum stað tíu milljón tonnum meira en útfallið. Það er e.t.v. eðlilegt að eitthvað skolist til í svona pappírsflóði (1,7 kílógrömm með káp- unni) Vonandi er þetta bara prentvilla. Höfundar hafa farið víða um lönd til að segja frá þessum merkilegu rannsóknum og hafa m.a. heimsótt eftirtalin lönd : Bandaríkin Danmörk, Þýskaland, Möltu, Canada, Japan og Brasilíu auk þess sem haldin hafa verið sérstök málþing og ráð- stefnur á Höfn og í Kópavogi. Auk þessa hafa höfundarnir, sam- kvæmt því sem fjölmiðlafréttir herma, annast hönnunarstörf fyrir ÍSTAK vegna einhverra hafnarframkvæmda úti í heimi. Það er íhugunarefni hvaða tilgangi um- svif þessara s.k. vísindamanna þjóni. Er þetta dulbúinn stuðningur við flug- félög og ferðaþjónustu? Er verið að bæta mönnum lág laun með dagpeningum? Eru sjórnmálamenn að telja kjósendum trú um að eitthvað sé verið að gera? Er þetta gagnhvæm aðstoð vísindamannana við fjáröflun? Er stöðugt verið að reikna eitthvað út til að geta birt niður- stöður einhversstaðar langt í burtu? Eða er þetta einhverskonar athyglisþrá ? Fiskifræðingar reikna fiskistofna upp og niður, út og suður. Leggja blómlegar byggðir í eyði með heimskulegri hugsun, sem sem studd er útreikningum sem ekki þola dagsbirtu. Nú er ekki verið að halda því fram að þetta séu slæmir menn. Yfirleitt eru þetta menn úr efri millistétt sem af einhverjum orsökum hafa setið lengi í skóla og hafa aldrei fengið tækifæri til að mannast úti í nátt- úrunni. Skólaganga þessara manna hefir legið gegnum s.k. latínuskóla eða arftaka þeirra. Latínuskólarnir voru upphaflega stofnaðir til að kenna prestum þeirra fræði. Ennþá tengir almenningur, þetta kerfi ósjálfrátt við himmnaföðurinn. Við slík öfl deila menn ekki. 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.