Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 19
IRannsóknarnefnd sjóslysa
01 alvarkgri mál verði afgrddd
í skýrslu samgönguráðherra um störf ^ 1 • • + V
mnm ibrtggia manaða
kemur fram að árið 2001 kom 121 mál **“*«*'“ Br * ^
til 1 r J—! i -r —
í skýrslu samgönguráðherra um störf
rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið
2001, sem var lögð fram á Alþingi
kemur fram að árið 2001 kom 121 mál
til kasta nefndarinnar. Nefndin hefur
nú sett sér það markmið að öll alvar-
legri mál verði afgreidd innan þriggja
mánaða frá því að slys verður.
Nefndina skipa nú:
Ingi Tryggvason héraðsdómslögmað-
ur, formaður, Ernil Ragnarsson skipa-
verkfræðingur, Hilmar Snorrason, skip-
stjóri og skólastjóri Slysavarnarskóla
sjómanna, Pétur Ágústsson skipstjóri
og Pálmi K. Jónsson vélfræðingur. Jón
A. Ingólfsson, skipstjóri og rekstrar-
fræðingur, er framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar.
Fjárveiting til nefndarinnar á fjárlög-
um ársins 2001 var 18,1 millj. kr. Á ár-
unum 1993- 2001 var kostnaður við
starfsemi nefndarinnar sem hér segir:
Hinn 1. september 2000 tóku gildi lög
um rannsóknir sjóslysa og reglugerð um
sama efni var sett í janúar 2001. Helstu
breytingarnar eru að nefndin er nú mun
sjálfstæðari í störfum sínum en áður og
starfsumhverfi hennar er gjörbreytt.
Kristján Guðmundsson, starfsmaður
nefndarinnar, lét af störfum við daglegan
rekstur hennar 31. október 2001, en
hann mun þó vinna að því að koma upp-
lýsingum um mál sem nefndin fjallaði
um á árunum 1986-2001 í nýjan gagna-
grunn. Frá og með 1. nóvember 2001 var
Jón Arilíus Ingólfsson, skipstjóri og
rekstrarfræðingur, ráðinn framkvæmda-
stjóri nefndarinnar og í lok ársins var
ráðinn nýr starfsmaður sem hóf störf í
ársbyrjun 2002. í kjölfar fyrrgreindra
lagabreytinga jukust umsvif nefndarinnar
neytisins til flutnings verkefna út á
land.
Siðasta prentaða skýrsla nefndarinnar
um rannsóknir sjóslysa var fyrir árið
1997 og vinna við útgáfu skýrslna fyrir
árin 1998 og 1999 stendur yfir. Þær
verða gefnar út árið 2002 og fyrirhugað
er að gera þær aðgengilegar yfir Netið.
í athugun er breytt fyrirkomulag á
forrni og útgáfu skýrslunnar frá og með
árinu 2000.
Verið er að undirbúa nýjan vef
nefndarinnar og stefnt að því að hann
verði öflugur þáttur í starfi hennar í
framtíðinni og að þar verði veittar upp-
lýsingar urn rannsókn einstakra mála.
Fjöldi mála hjá nefndinni er svipaður
frá ári til árs ef frá er talið 1999. Árið
2000 voru 119 mál tekin fyrir. Alls er
1993 6.621.823 kr. og því var nauðsynlegt að fjölga í starfs- 19 málurn ólokið en flest eru þau á
1994 7.705.328 kr. liði hennar. lokastigi. Árið 2001 kom 121 mál til
1995 8.707.209 kr. í byrjun desember var starfsemi nefnd- nefndarinnar, 18 þeirra er lokið og 16 á
1996 8.756.513 kr. arinnar flutt úr Hafnarhúsinu í Reykjavík í húsnæði Flugmálastjórnar í flugstöð- inni í Stykkishólmi. Reiknað er með að heildarkostnaður við flutninginn og breytingar á húsnæði verði á bilinu 2-3 millj. kr. Pessi kostnaður verður greiddur af sérstakri fjárveitingu samgönguráðu- lokastigi. Vinna hefur tafist vegna skipulagsbreytinga og flutnings á að- setri nefndarinnar. Nú hefur nefndin sett sér það markmið að öll alvarlegri mál verði að jafnaði afgreidd innan þriggja mánaða frá því að slys verður.
1997 11.555.170 kr.
1998 16.204.272 kr.
1999 14.914.467 kr.
2000 17.663.936 kr.
2001 20.554.452 kr.
.—
Ryðfríir
stálbarkar
fyrir___________
Hitaveitur • Pústkerfi • Yatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir
Viðgerðir og smíði á þenslumúffum
Barkasuða Gudmundar ehf.
Vesturvör 27 • 200 Kópavogur
Sími: 564 3338 • Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 • 898 2773
Kt. 621297 2529
(Bm
Sjómannablaðið Víkingur - 19