Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 44
Fulltrúar ITF að störfum. vandræðum að losna við aflann. Pað eru alstaðar peningar í boði og spillingin blómstrar. Fyrir hafnirnar þar sem FOC- skipin landa afla sínum eru þetta arðbær viðskifti, þar sem ekki er alltaf tekið tillit til alþjóðlegra samninga og lagareglna. Peir sem tapa hinsvegar á þessu öllu eru fiskimennirnir, sem stunda löglegar veiðar og útgerðir þeirra, þ.e. þeir sem fylgja alþjóðlegum leikreglum og virða samninga um verndun fiskistofnanna, þannig að einstakir fiskistofnar lendi ekki í útrýmingarhættu. Barátta ITF móti FOC-kerfinu á alþjó- lega úthafsveiðiflotanum er í reyndinni tvíþætt. Annars vegar á faglega sviðinu, með því að vernda áhafnir FOC-fiski- skipanna, og hinsvegar á pólitískum vett- vangi sem hefir að markmiði að taka vandamálið upp við alþjóðlegar stofnan- ir, t.d. FAO, IMO og ILO, sem eru stofn- anir Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðir undirbúnar Jon Whitlow, deildarstjóri hjá ITF, full- yrti á ráðstefnunni, að sjómönnunum væri ekki tryggð kaup og kjör samkvæmt ITF samningi á einu einasta FOC-fiski- skipi. Eftir því sem skrifstofa ITF í Lopdon veit best, er heldur ekki kunnugt um neina faglega starfsemi, sem vinnur gegn slíkum útgerðarmáta, sem FOC-útgerðir stunda. Cape Town í Suður-Afríku er einnig lykilhöfn fyrir úthafsveiðiskipin, sem sigla undir þægindafánum. Jon Whitlow, lýsti því að maður frá samtökunum hefði heimsótt borgina fyrir nokkru. Hann fékk þær upplýsingar hjá stjórnvöldum þar að fjöldi FOC-fiskiskipa, sem kæmu þar til hafnar væri óverulegur. Síðan hef- ir verið staðfest að tala þeirra er yfir sjö- tíu skip, sagði deildarstjórinn. Það hefir verið í athugun hjá ITF að skipuleggja tímabundnar aðgerðir gegn FOC-fiskiskipum. Hugsunin er sú að velja sérstaklega útvalda fulltrúa frá að- ildarfélögum ITF, sem t samvinnu við að- ildarfélögin og eftirlitsfulltrúa samtak- anna fengju það hlutverk að einangra FOC- skipin og fylgjast með ferðum þeirra, koma á fundum með áhöfnunum, njósna um söluferli aflans, komast að því hvort þessi skip taki þátt í ólöglegum veiðum og reyna að takmarka sölumögu- leika slíks fisks eftir þeim leiðum sem til- tækar eru. Á ráðstefnunni í Las Palmas voru lagð- ar fram sundurliðaðar upplýsingar um fiskveiði í heiminum á árabilinu 1990 - 1999. Upplýsingarnar leiða í ljós að í efsta sætinu árið 1999 er Kína með 17.240.032 tonna samanlagðan fiskafla. Næst koma Peru (8.429.290), Japan (5.176.460), Chile (5.050.528), USA (4.749.645), Indonesia (4.149.420), Rússland (4.141.157), Indland (3.316.815), Thailand (3.004.900) og loks er Noregur í 10. sætinu með saman- lagðan árs afla 2.620.073 tonn. Tölur frá Lloyd's Register sýna að skipum á FOC-skipaskrá Belize (áður Bridfisk Honduras), sem setti FOC- skipaskrá á fót á 10. áratugnum, hefir fjölgað þannig að Belize er nú orðið eitt af stóru skráningarlöndunum, út- hafsveiðiskipa, reyndar stærra en Noreg- ur, sé miðað við samanlögð brúttótonn. Árið 1994 voru úthafsveiðiskip sem skráð voru í Belize 68 skip, samtals 33.579 tonn. Árið 2000 voru skipin orð- in 491 skip samtals 367.677 brúttótonn. Skip frá Kambodiu og Boliviu hafa ennfremur komið mjög við sögu alþjóð- lega úthafsveiðiflotans með þægindafána í afturmastrinu. Skipt um fána Fáni 1.043 úthafsveiðiskipa var ó- þekktur í fyrra (2000). Þetta er aukning um, hvorki meira né minna en 7.923 prósent frá árinu 1994, samkvæmt upp- lýsingum frá ITE Það færist nú mjög í vöxt að skipin skipti um fána. Á tveimur árum, 1999 og 2000, skiptu 1.216 út- hafsveiðiskip um fána. Það sem hér bæt- ist svo við, og flækir málið, er að mörg úthafsveiðiskip eru í raun og veru ekki skráð í neinni skipaskrá, og tilheyra því engu landi. Þessi “draugaskip” taka sinn hluta af aflanum, en hvernig og hvar þau landa honum, eða hvort þau einfaldlega umskipa honum út á hafi er ekki vitað. Jon Whitlow upplýsti ráðstefnuna um, að skrifstofa ITF í London hefði fengið tilkynningar um, að aðbúnaður sjó- mannanna á mörgum FOC-skráðum út- hafsveiðiskipum væri með öllu óviðun- andi. I þessum tilkynningum er greint frá því að fiskimennirnir frá þróunarlöndun- um séu meðhöndlaðir á ómanneskjuleg- an hátt og að hversdagslega sé tilvera þeirra um borð í þessum skipum ógn- vænleg. í alþjólegri tilkynningu, sem var gefin út á þessu ári (2001), er fullyrt að fólkið á FOC-fiskiskipum sem stunda veiðar á alþjóðlegu hafsvæði sé beitt miklu harð- ræði og að hluti þess hafi það ekkert betra en þrælar. í máli Oli Jacobsen, kom fram, að hann hefði fengið vitneskju um, að á- höfnin á úthafsveiðiskipi, sem legið hefir í Las Palmas s.l. þrjú ár hefði einungis fengið vatn og mat um borð, en kaup sitt hefði hún ekki fengið. Þægindafána-skráning hefir það meðal annars að markmiði að hindra önnur stjórnvöld í að fylgjast með starfseminni sem fer fram í skjóli fánans. Á þessum FOC- skráðu skipum fer starfsemin oft- ast fram með leynimakki, sem getur virk- að fjarstæðukennt, en hefir þó sitt tak- mark. Óheiðarleg starfsemi þolir ekki dagsljósið. Þetta ástand er aðalástæðan fyrir þörf- inni á upplýsingum um FOC-starfsemina sem snýr að úthafsveiðiflotanum eins og glöggt kom fram á Las Palmas-ráðstefn- unni. Oli Jacobsen, sagði í lok ráðstefnunnar að það væri raunalegt að ekki hefði farið fram nein fagleg barátta hvað fiski- mannahlutann áhrærir. Hann undirstrik- aði um leið að FOC-fiskiskipaútgerð væri langtum flóknari en FOC- kaup- skipaútgerð. Kaupskip hafa aðeins eina ástæðu til að sigla undir þægindafána, þ. e. lægri laun. Fyrir fiskiskip eru ástæð- urnar tvær, nefnilegaódýrt vinnuafl og að komast hjá fiskveiðireglum og eftirliti, sagði Oli Jacobsen. Greinín er þýdd úr norska blaðinu, Sjöoffiseren, 10. tölubl. 2001. Fagtidskriftfor Sjöoffiserer, Skip og Sjöfart. Blaðið erfélagsblað Norsk Sjöoffisersforbund. 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.