Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 62
fyrir á hverju svæði þar sem þær eru settar upp, t.d. það að límmiðar endast stutt á vinnusvæðum í skipum. Tímasetningar: Verkefnum ljúki á árinu 2003. Framvinda verkefnis: Mars 2001: Gerð hefur verið tillaga að leiðbeining- um, viðvörunarspjöldum og merkingum sem þyrftu að vera til. Verkefni: 5.1 Slysa- og óhappaskráning 1 skip- um. 5.2 Sérstakt eyðublað í skip fyrir at- hugasemdir um öryggismál sjófar- enda. 5.5 S kráningarkerfi fyrir “næstum því slys og óhöpp” Markmið: Að auka þekkingu á orsökum slysa og óhappa í íslenskum skipum og stuðla að bættri vitneskju um ástand öryggismála sjófarenda hverju sinni þannig að unnt sé að vinna markvisst að úrbótum. Staða mála: Slysaskráningu hefur verið ábótavant og hingað til hafa upplýsingar um slys og orsakir þeirra ekki verið nægilega að- gengilegar þannig að óljóst hefur verið hvernig skuli standa að úrbótum i örygg- ismálum sjófarenda hér við land. Áhafnir mættu standa betur að skráningu slysa- og óhappa í eigin skipum þannig að út- gerðum gefist kostur á að bæta úr þeim atriðum sem aflaga hafa farið. Ábending- ar sjófarenda um atriði sem þarfnast lag- færingar hafa ekki fengið formlega með- höndlun hjá opinberum aðilum og því oft “týnst í kerfinu”. Nauðsynlegt er að bæta úr þessum atriðum og stuðla að meiri upplýsingasöfnun um þessi mál. Virkja ber sjófarendur í að benda á það sem betur má fara víðs vegar við landið. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Rannsóknarnefnd sjóslysa hafi for- göngu um að fyrirkomulag slysa- og óhappaskráningar sé skilgreint. Siglingastofnun skilgreini fyrirkomulag vegna athugasemda um öryggismál sjó- farenda. Samstarfsaðilar: Siglingastofnun, rannsóknarnefnd sjó- slysa, Tryggingastofnun, landlæknisemb- ættið, Slysaskrá íslands, tryggingafélög, útgerðir og stéttarfélög sjómanna. Áætluð fjármögnun: Verkefnið verði kostað af fjárveitingum rannsóknarnefndar sjóslysa. Framkvæmd: Komið verði upp gagnagrunni þar sem unnt verði að skrá öll slys og óhöpp sem verða á íslenskum skipum og þegar þörf er á verði upplýsingum miðlað aftur til útgerða og áhafna skipa, s.s. þegar alvar- leg slys eða mörg sambærileg hafa orðið. Samhliða verði sendar út tillögur að úr- bótum ef unnt er. Fyrirkomulag vegna ábendinga sjófar- enda um atriði sem bæta þarf úr verði skipulagt, skráningu athugasemda verði komið á og meðhöndlun upplýsinga verði með formlegum hætti. Stuðlað verði að því að slysa- og ó- happaskráning sé tekin upp í öllum skip- um, úrbætur séu gerðar af áhöfnum og útgerðum og að upplýsingum sé miðlað til annarra sambærilegra skipa. Leggja þarf áherslu á að slys og óhöpp séu skráð í skipsbækur. Tímasetningar: Fyrirkomulag skráninga verði ákvarð- að 2002 og unnið verði skv. skipulagi eft- ir að það liggur fyrir. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Rannsóknarnefnd sjóslysa vinnur að gerð eyðublaðs fyrir slysa- og óhappa- skráningu i skipum sem skal útfylla og senda til nefndarinnar þegar slys eða at- vik verða. Verkefni: 5.3 Endurnýjuð sjókort séu gefin út og þau séu aðgengileg sem víðast. 5.4 Ákvörðun þarf að taka um sigl- ingaleiðir olíuskipa. Markmið: Að treysta öryggi skipa sem sigla í ís- lenskri efnahagslögsögu. Að minnka lík- ur á mengunarslysum við strendur ís- lands. Staða mála: í nýjum mælingum hafa verulegar skekkjur komið fram í sumum sjókort- um sem gerð voru eftir gömlum hand- lóðsmælingum. Mikilvægt er að siglinga- leiðir við landið séu kortlagðar og úrelt kort séu endurnýjuð og gefin út. Nefnd sem skipuð var til að móta regl- ur um tilkynningarskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu skilaði skýrslu í byrjun árs 2001. Mikilvægt er að ákvarð- anir séu teknar um siglingaleiðir olíu- skipa þannig að öryggi þeirra sé tryggt á siglingu við landið og komið sé í veg fyr- ir mengunarslys. Ábyrgð og umsjón með framkvæmd: Landhelgisgæsla og Siglingastofnun geri áætlun um mælingar og útgáfu sjó- og hafnakorta Hollustuvernd ríkisins hafi frumkvæði að áhættugreiningu vegna siglinga skipa er flytja hættulegan farm. Samstarfsaðilar: Siglingastofnun, Landhelgisgæsla, Sjó- mælingar, Hollustuvernd ríkisins, kaup- skipaútgerðir, samgönguráðuneyti, um- hverfisráðuneyti Áætluð fjármögnun: Langtímaáætlun styrki þessi verkefni um 0,6 m.kr. árið 2002 og 0,8 m.kr. árið 2003. Framkvæmd: Verkefni verði skipulögð af ábyrgðar- /umsjónaraðilum og viðkomandi sam- starfsaðilum. Kostnaður vegna fram- kvæmda verði kynntur fyrir ráðuneytum sem gætu óskað fjármagns í næstu fjár- lagafrumvörpum. Tímasetningar: Verkefni verði skipulögð árið 2002 og síðan unnin samkvæmt gerðu skipulagi. Framvinda verkefnis: Mars 2002: Unnið er að frumvarpi um öryggi sigl- inga og öryggisþjónustu við skip. Um- hverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um verndun hafs og stranda. Siglingastofnun íslands á tiltæk kort með dýptarmælingum við hafnir vegna framkvæmda við þær. Unnið er að því að setja þessi kort á netið. Undirbúningur að áhættumati á sigl- ingaleiðum er hafinn hjá Siglingastofnun. Verkefni: 5.6 Aðgengi skipverja að upplýsingum um ástand skips. 5.7 Sérstök heimasíða um öryggismál sjómanna. 5.8 Upplýsingum dreift á netinu, með WAP-tækni og textavarpi Markmið: Að allt aðgengi sjómanna að nauðsyn- legum upplýsingum sem tengjast öryggi þeirra á sjó sé aukið. Staða mála: Upplýsingar um ástand skipa, stöðug- leika, athugasemdir skoðunarmanna, réttindamál áhafna o.s.frv. hafa ekki ver- ið sérlega aðgengilegar fyrir áhafnir við- komandi skipa. Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar verði mun aðgengilegri en nú er fyrir útgerðir, áhafnir og eftirlitsað- ila, og jafnvel ætti að vera hægt að skoða þær á netinu. Upplýsingar um öryggismál sjómanna almennt þyrftu að vera aðgengilegar á 62 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.