Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 33
undanþágu frá stefnunni í heild sinni. Spurningin er hins vegar sú hvort íslendingar geti tryggt forræði sitt yfir fiskimiðunum 'nnan sameiginlegu sjávarút- ''egsstefnunnar í samningavið- læðum - og jafnvel hagnast á henni. „Norðmenn ndðu að tryggja svo til óbreytta stöðufrá EES-samkomulaginu og engin ástæða er til að œtla að árangur okkar íslendinga yrði lakari i viðræðum við Evrópusambandið.” Veiðiréttindi og aflahlut- deild Efnahagslögsaga íslendinga liggur hvergi að efnahagslög- sögu Evrópusambandsins og eru flestir nytjastofnar innan íslenskrar lögsögu staðbundnir °g falla því klárlega undir skil- greiningu 10. greinar reglu- gerðar nr. 3760/92 (sjá bls. 156). Á milli íslendinga og Evrópusambandsins eru því engir samningar í gildi urn nýtingu á deilistofnum í lögsögum ís- lands og sambandsins líkt og er á milli Norðmanna og sambandsins um þeirra lögsögur. Samhliða EES-samningnum gerðu ís- lensk stjórnvöld samning við Evrópu- sambandið um gagnkvæm fiskveiðirétt- 1T1di. Samkvæmt honum hefur Evrópu- sambandið rétt til að veiða allt að 3 þús- Ulld tonn af karfa á afmörkuðu svæði í íslenskri lögsögu. Á móti fá Islendingar að veiða 30 þúsund tonn af loðnu sem Evrópusambandið hefur feng- 'ö frá Grænlendingum. Um veiðar Evr- °Pusambandsins gilda rnjög strangar reglur og hefur eftirtekja skipa Evrópu- sambandsins verið mjög rýr. Árið 1996 náðu þau einungis að veiða um 220 tonn af þeim 3 þúsund tonnum sem þau hafa heimild til að taka úr sjó. Eftir nokkrar Elslakanir af hálfu Islendinga hefur aflinn aukist og var 236 tonn árið 1998 og 1.353 tonn árið 1999 (Utanríkisráðuneytið, 1997, bls. 18; lJlanríkisráðuneytið, 1992, bls. 31; Utan- nkisráðuneytið, 2000, bls. 222). Hvað varðar aðrar veiðiheimildir Evr- opusambandsþjóða á íslandsmiðum má geta þess að Belgar höfðu um tima rétt til að veiða allt að 4 þúsund tonn af botn- fiski hér við land sem kom til út af þvi að þeir voru okkur hliðhollir í 200 mílna landhelgisdeilunni. Síðustu árin náðu þeir einungis að nýta rúm 1.000 tonn. Sú veiðireynsla sem Evrópusambandið hefur innan ís- lenskrar lögsögu, og byggt yrði á við út- hlutun kvóta, er því sáralítil.80 Reglan urn hlutfallslega stöðugleikann myndi því tryggja að lílil breyting yrði á úthlut- un veiðiheimilda til íslenskra skipa í ís- lenskri lögsögu. í aðildarviðræðum má gera ráð fyrir að lágmarkskrafa íslendinga yrði sú að afla- heimildir Evrópusambandsins myndu ekki aukast frá því sem nú er. Pessi krafa er sambærileg þeirri sem Norðmenn settu fram en þeim tókst að tryggja svo til óbreytta stöðu mála frá EES- samn- ingnum (sjá bls. 145-146). Leiða má lík- um að því að Evrópusambandið myndi gera kröfu um að því yrði gert tæknilega mögulegt að veiða þau 3 þúsund tonn af karfa sem það hefur rétt á samkvæmt EES-samningnum. Aílaheimildir sam- bandsins eru, eins og áður sagði, bundn- ar við takmarkað svæði, auk þess sem enginn þorskur má vera í meðafla. Veiði- leyfi eru gefin út á takmarkaðan fjölda skipa, önnur en frystiskip, á tímabilinu frá júlí til desember og hefur fram- kvæmdastjórnin þegar komið þeim upp- lýsingum á framfæri við íslensk stjórn- völd að hún dragi í efa að arðbærar veið- ar séu mögulegar eftir settum skilmálum og mikilvægt sé að breyta því (Utanríkis- ráðuneytið, 1992, bls. 31; Utanríkisráðu- neytið, 1997, bls.18). Að auki má gera ráð fyrir að Evrópusambandið fari fram á veiðiheimildir út á veiðireynslu Belga. Líkleg niðurstaða í aðildarviðræðum yrði sú að Evrópusambandinu yrði gert tæknilega mögulegt að veiða upp í á- kvæði EES-samningsins. Pað yrði gert með því að stækka veiðisvæðið og rýmka veiðitímabilið. íslendingar myndu hafna kröfum Evrópusambandsins um veiði- heitnildir út á veiðireynslu Belga en koma þó lil inóts við sambandið á þann hátt að leyfa þorsk í meðafla sem yrði jafnframt liður í því að gera karfaveiðar satnbandsins tæknilega mögulegar. Með- afli mætti þó aldrei fara yfir 10%. í stað þess að semja um fasta aflatölu er líklegt DNG handfæravindur og STK staðsetningarkerfi Átaks- og lengdarmælingar fyrir togskip og dragnótabáta Sjóvéla línukerfi og LineTec stjórnbúnaöur VAKI DNG Armúli 44 • 108 Reykjavík sími 595 3000 • fax 595 3001 Lónsbakki • 602 Akureyri sími 461 1 122 • fax 461 1125 www.vaki.is vaki@vaki.is Sjómannablaðið Víkingur - 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.