Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 12
Ellert B. Schram skrifar Sjómaður dáðadrengur Ég hef gert margt og verið margt um ævina. Sem krakki var ég í sveit, sveita- strákur og vinnumaður og mér bauðst jafnvel að verða vetrarmaður, sem var mesta upphefð, sem mér hafði boðist áður en ég fermdist. Seinna varð ég stúd- ent og lögfræðingur og skrifstofustjóri og komst í það að verða alþingismaður og ritstjóri og að lokum er ég titlaður for- seti, sem er næstum því eins flott og það að vera vetrarmaður. En á öllum þessum ferli og sextíu ára framapoti, komst ég næst því að verða konungur ríkis míns, þegar ég fór á sjó- inn. Gerðist háseti á Bjarna Ben. Þetta var skuttogari af nýrri gerðinni og ég var kominn á þing, virðulegur maðurinn og strákarnir vissu ekki al- mennilega hvernig þeir áttu að taka þessu. En tóku mér vel og þetta urðu nokkrir túrar í tvö suinur. Ekkert svos- um til að hæla sér af, en nóg til þess að fá nasaþef af sjómannstörfunum og því vinnuálagi sem þar viðgengst. Sex tíma vaktir, dag og nótt, hálfan mánuð í einu, einn og hálfur sólarhringur í landi og svo aftur út. Til að byrja með, fannst mér þetta púl en það vandist um leið og sjóveikinni linnti og það verð ég að segja að ekki þótti mér sjómennirnir ofaldir á launum, jafnvel þótt vel fiskaðist. Ég veit að nú eru kominn ennþá betri skip og nú fá áhafnir að skiptast á, með lengri stoppum í landi og kannske eru kjörin betri. En þetta eru óvanaleg störf, fjarri heimilum og fjölskyldum, í mis- jöfnum veðrum og í stöðugri nálægð við náttúruöflin og veðurhaminn. Enda eru sjóskaðar og manntjón fleiri en þekkist í öðrum atvinnugreinum. Kannske er sú áskorun að bjóða nátt- úrunni byrginn; sú hætta sem felst i því að veltast um á úfnu hafinu skýringin á þeirri tilfinningu, sem ég nefndi áðan að finna sig sem konung í ríki sínu. Það er eitthvað seiðandi við sjómennskuna og ég ber djúpa lotningu fyrir öllum þeim Ellert B. Schram. sem gera hana að ævistarfi sínu. Þú þarft að vera hraustur og vel á þig kominn. Þú þarft að kunna réttu handtökin, kunna að bregðast við ólíkum aðstæðum, þú ert að fást við æðri máttarvöld, draga björg i bú. Þú ert sjómaður dáða drengur. Með fjölbreyttara atvinnulífi og meiri fjarlægð unga fólksins frá tilveru og til- vist sjómennskunnar, hafa tengslin við þessa atvinnugrein rofnað. í fámennum sjávarplássum eru þau eflaust ennþá sterk og samofin, en hér í þéttbýlinu, hverfa sjómennirnir í fjöldann og unga kynslóðin hefur týnt uppruna sínum og þeim veruleika að afkoma okkar er undir sjávarfanginu komin. Það heyrir til tíð- inda að fólk á miðjum aldri hafi pissað í saltan sjó. Strengurinn hefur slitnað. Þetta er eins og hafa her án þess að þjóð- in viti endilega um það, að sá her sé að berjast fyrir þjóðina. Eler án þjóðar, þjóð án hers. Og kannske það sé eitthvað til í því, að sjómennirnir séu gleymd stétt, húskarlar hjá útgerðinni, sem ekkert gera og engu ráða, meðan útgerðarforkólfarnir eru sí- fellt i forystu fyrir svokölluðum málstað sjávarútvegsins, sífellt berja sér á brjóst, minna á mikilvægi sitt og heimta stærri kvóta og slá eignarhaldi á fiskinn í sjón- um. Bæði veiddan og óveiddan. Hvar er rödd sjómannsins í þeim slag? Hvaða hafa sjómenn til málanna að leggja, þegar tekist er á um kvótabrask- ið? Og eignaréttinn. Hún er að minnsta kosti æði hjáróma röddin í Farmanna- og fiskimannasambandinu eða frá Sjó- mannasambandinu og duglítil í meira lagi þegar til kastanna kemur. Sjómenn eru jafnvel látnir taka þátt í kvótakaup- unum án þess þó að eiga einn einasta sporð sem dreginn er í land. Nú er það nýjast að Alþingi hefur á- kveðið málamyndaveiðigjald, sem sjálf- sagt á eftir að bitna á sjómönnunum og þar með er búið að staðfesta með lögurn, að útgerðin geti ráðskast með kvótann, óveiddan fiskinn, án þess að sjómenn, hvað þá þjóðin, hafi nokkuð um það að segja. Sú var tíðin að sjómenn létu ekki troða á sér eða þjóð sinni. Og er þá kannske kornin skýringin á því hversvegna þjóðin og hersveitir hennar eiga ekki lengur samleið. Sjómenn eiga auðvitað að rísa upp sem einn maður og taka afdráttar- lausa afstöðu í þágu réttlætis og jafnræð- is og í þágu hagsmuna sinna og þjóðar- innar. Án þeirra vinnur útgerðin ekkert stríð og engan rétt til að slá eign sinni á sameign þjóðarinnar, eins og þeir einir megi. Þegar það útkall kemur og lagt verður úr höfn með slíkri herhvatningu, mun þjóðin öðlast nýja trú á sjómannastétt- inni og jafnvel við landkrabbarnir, göng- um þá í takt við lúðrablástur sjómanna- dagsins. Og tökum undir: sjómaður dáðadrengur. KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 T æringarvarnarefni fyrir gufukatla 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.