Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 18
Ómar Karlsson skrifar um málefni íslenskra farmanna Flutninmr til q verði 1 hönaum íslenskra sjómanna Lengi hefur verið ljóst að margar ís- lenskar útgerðir farskipa hafa viljað manna skip sín að mestu eða öllu leyti með erlendum sjómönnum og þar með létta sér róðurinn í útgerðinni. Margar útgerðirnar hafa stigið þetta skref til fulls eða að einhverju leyti og er komið að því að skip sigla með erlendar áhafnir í áætl- unarsiglingum til og frá íslandi bæði til Bandaríkjana og Evrópu. Víst er að þessir sjómenn sigla gjarnan á lægri launum en íslenskir starfsbræður þeirra auk þess sem útgerðir losna undan flestum launatengdum gjöldum sem þær bera af íslenskum starfskröftum. Hitt er spurning hvort sparnaður er þegar upp er staðið þar sem heyrst hafa dæmi um miklar tafir og erfiðleika við afgreiðslu skipa sem eingöngu eru mönnuð sjó- mönnum frá láglaunasvæðum, sem jafn- framt hlýtur að teljast til kostnaðar þó ó- beinn sé. Farskipum undir íslenskum fána hef- ur nú verið nánast útrýmt vegna gjalda sem rikið leggur á útgerðir sem vilja hafa skip sin skráð á íslandi og sigla skip flestra skipafélaga undir fánum þar sem auðveldlega er hægt að taka upp mönnun með erlendum áhöfnum. ís- lensk stéttarfélög hafa ekki verið nógu öflug að berjast fyrir þvi að íslenskir far- menn haldi stöðugildum sem i boði eru við siglingar til og frá landinu. Eitt félag sjómanna hefur þó staðið vörð um skips- rúm fyrir sína félagsmenn en það er Sjó- mannafélag Reykjavikur. Hefur það oft farið í umdeildar aðgerðir gagnvart þeim útgerðum sem stunda siglingar á skipum mönnuðum með erlendum sjómönnum til og frá landinu. Sjómannafélagið hefur oft uppskorið mikla gagnrýni fyrir hvernig þeir hafa staðið að málum, en viti menn; í mörgum tilfellum hefur þetta borið árangur. Þeir hafa komið sín- um mönnum að, og þá er tilganginum náð. „íslenskt” skipafélag Nú stundar „íslenskt” skipafélag áætl- unarsiglingar fyrir varnarliðið og er ein- göngu með skip mönnuð erlendum far- mönnum í þeim ferðum. I’eir eru að Ómar Karlsson. flytja þann hluta flutnings fyrir herinn sem koma átti í hlut íslendinga. Ekki hefur íslenskur farmaður komið nærri þessum flutningum síðan þetta skipafé- lag fékk þennan samning, ef undan eru skildar nokkrar ferðir sem islenskir skip- stjórar fóru á fyrsta skipinu sem var í siglingum fyrir þetta skipafélag. Nýverið hefur þetta sama skipafélag hafið siglingar milli íslands og Evrópu á skipum mönnuðum erlendum farmönn- um og býður lægri farmgjöld heldur en þær tvær útgerðir sem sigla til og frá landinu á skipum mönnuðum íslending- um. Eru lægri farmgjöld hugsanleg afleið- ing af minni launakostnaði fyrir áhöfn skipsins? Ef svo er, sem mér er til efs, þá verður vart langt að bíða að aðrar útgerðir fari þessar leiðir líka, þ.e. taki upp siglingar með erlendum áhöfnum og lækki farm- gjöld. Stéttarfélög sjómanna verða öll að koma fram sem heild í því að standa vörð um að siglingar til og frá landinu verði að flestu eða öllu leyti í höndum íslendinga. Marg oft hefur um það verið rætt með- al sjómanna og stéttarfélaga þeirra að taka þyrfti upp hér skráningu skipa líkt því sem Danir hafa gert með því að þeir settu upp DIS skráningu. Skráning þessi hefur skilað dönskum farmönnum aftur skipsrúmum sem aður var búið að manna með láglaunasjómönnum og að auki hafa danskar útgerðir haft hag af því að hafa skip sín undir þessum fána. Aðr- ar Norðurlandaþjóðir hafa einnig fyrir margt löngu tekið upp viðlíka skráningu skipa. Ég veit að forsvarsmenn stéttarfélaga yfirmanna hafa marg oft reynt að fá þessi mál tekin upp á Alþingi en ekki hefur þeim orðið mjög ágengt. Rýr hlutur FFSÍ Hlutur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins i að standa vaktina fyrir far- menn hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Lítið sem ekkert hefur frá þeim heyrst fyrir utan nokkrar ályktanir á þingum sambandsin, sem flestar eru komnar frá farmönnum sjálfum. For- svarsmenn sambandsins hafa talið að meira áríðandi væri að hugsa um og hafa áhrif á stjórnun fiskveiða. En látið mál- efni er varða farmenn, sem einnig eru hluti af félagsmönnum sambandsins, sig mun minna máli skipta og flotið sofandi að feigðarósi í að standa vörð um framttð íslenskrar farmannastéttar. Er nú ekki komið að því að Farmannasambandið beini kröftum sínum í eins og eitt starfs- ár í samvinnu við önnur félög og sam- bönd og jafnvel útgerðarmenn um að tryggja að siglingar til og frá landinu verði í höndum íslendinga á íslenskum skipum um ókomna framtlð. Vonandi kemur aftur sá tími að ís- lenski fánin blaktir við hún á skipum í erlendum höfnum og flutningur til og frá landinu verði í höndum íslenskra sjó- manna.og tryggja þarf að þeir ungu menn sem vilja gera farmennsku að starfi geti komist i skipsrúm og að tryggð verði framtíð þeirra 1 starfi og sem minnst hætta verði á að ivinnutækifærum þeirra verði kastað i hendur erlendra aðila. Höfundur er stýrimaður á Amarfdli 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.