Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 22
Jón Engilberts: Sjóslys, 1933 Gunnlaugur Blöndal: Gamall maður, 1939 skurði og þekktist i ljósmyndum. Árið 1940 verða síðan til fyrstu „sígildu” sjó- mannamyndir Gunnlaugs, þar sem sjó- maðurinn birtist sem „hetja hafsins”. Tröllvaxnir sjómennirnir eru stærsti part- ur þessara mynda, gnæfa yfir bæði báta sína og hafflötinn og virðast til alls lík- legir. Hér er klárlega um hetjudýrkun að ræða, þótt Gunnlaugur hafi raunar svarið af sér slíka dýrkun í viðtölum. Ég get bætt því við að þegar ég var strákur fékk einu sinni að heimsækja Gunnlaug á vinnustofu hans, segir Aðal- steinn, og glæptist þá til að spyrja hann um sjómennsku hans sjálfs. Hann smákímdi þá og sagði að hann hefði aldrei komið lengra út á sjó en út i hafn- armynnið í Grindavík, þar sem hann dvaldi í nokkur misseri. Helstu og fræg- ustu sjómannamyndir hans eru í raun- inni unnar út frá ljósmyndum í dagblöð- um og tímaritum, mjög mikið upp úr ljósmyndum i Morgunblaðinu. Eitt af því sem ég hafði áhuga á að kanna var hvenær nákvæmlega íslenski sjómaðurinn breyttist í áðurnefnda „hetju hafsins”. Niðurstaða mín er sú að það hafi gerst á bilinu 1939-40. Þar leg- gst margt á eitt. Scheving er auðvitað einn þeirra sem leggur grunninn að þess- ari ímynd með fyrstu sjómannamyndum sínum, en fleiri leggja sitt af mörkum, svo sem Sigurjón Ólafsson og Ásmundur Sveinsson. í verkum þeirra frá fjórða ára- tugnum er ítrekað fjallað um hinn vinn- andi mann sem eins konar hvunndags- hetju. Þessi umfjöllun er hluti af stétta- baráttunni á þessu umbrotatímabili. Listamennirnir voru yfirleitt vinstri sinn- aðir og vildu upphefja verkafólk. Segja má að sjómennirnir hafi líka átt inni fyrir þessari upphafningu sinni um það leyti, því eftir að heimstyrjöldin síð- ari hófst unnu þeir ýmis afrek, alveg burtséð frá því að þeir dirfðust að sigla um úthöfin vitandi um kafbáta Þjóðverja undir sér. Margir þeirra urðu líka fórnar- lömb þessara sömu kafbáta. Það er kannski í framhaldi af því sem farið er að lýsa sjómönnum i myndum sem hetjum, en það sem kannski er merkilegra, sem nokkurs konar striðsmönnum. Tökum líka eftir því að í dægurmenningunni, t.d. í dægurlögum frá seinni hluta fjórða áratugarins, er farið að lofsyngja sjómenn sérstaklega. Suðurnesjamenn, frægur bragur Sigvalda Kaldalóns við ljóð eftir Ólínu Andrésdóttur var sennilega sam- inn á árunum 1938-39. Höfum einnig í huga að Sigvaldi Kaldalóns var gestgjafi Schevings í Grindavík. íslands hrafnistu- menn, annað frægt sjómannalag, var fyrst sungið opinberlega árið 1940. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn 1938, þannig að segja má að á þessum árum hafi sjómaðurinn haft mikinn meðbyr i íslenskri þjóðarvitund. Skoðum portrett- teikningu Schevings frá 1940 af Baldvini Á 22 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.