Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 22
Jón Engilberts: Sjóslys, 1933 Gunnlaugur Blöndal: Gamall maður, 1939 skurði og þekktist i ljósmyndum. Árið 1940 verða síðan til fyrstu „sígildu” sjó- mannamyndir Gunnlaugs, þar sem sjó- maðurinn birtist sem „hetja hafsins”. Tröllvaxnir sjómennirnir eru stærsti part- ur þessara mynda, gnæfa yfir bæði báta sína og hafflötinn og virðast til alls lík- legir. Hér er klárlega um hetjudýrkun að ræða, þótt Gunnlaugur hafi raunar svarið af sér slíka dýrkun í viðtölum. Ég get bætt því við að þegar ég var strákur fékk einu sinni að heimsækja Gunnlaug á vinnustofu hans, segir Aðal- steinn, og glæptist þá til að spyrja hann um sjómennsku hans sjálfs. Hann smákímdi þá og sagði að hann hefði aldrei komið lengra út á sjó en út i hafn- armynnið í Grindavík, þar sem hann dvaldi í nokkur misseri. Helstu og fræg- ustu sjómannamyndir hans eru í raun- inni unnar út frá ljósmyndum í dagblöð- um og tímaritum, mjög mikið upp úr ljósmyndum i Morgunblaðinu. Eitt af því sem ég hafði áhuga á að kanna var hvenær nákvæmlega íslenski sjómaðurinn breyttist í áðurnefnda „hetju hafsins”. Niðurstaða mín er sú að það hafi gerst á bilinu 1939-40. Þar leg- gst margt á eitt. Scheving er auðvitað einn þeirra sem leggur grunninn að þess- ari ímynd með fyrstu sjómannamyndum sínum, en fleiri leggja sitt af mörkum, svo sem Sigurjón Ólafsson og Ásmundur Sveinsson. í verkum þeirra frá fjórða ára- tugnum er ítrekað fjallað um hinn vinn- andi mann sem eins konar hvunndags- hetju. Þessi umfjöllun er hluti af stétta- baráttunni á þessu umbrotatímabili. Listamennirnir voru yfirleitt vinstri sinn- aðir og vildu upphefja verkafólk. Segja má að sjómennirnir hafi líka átt inni fyrir þessari upphafningu sinni um það leyti, því eftir að heimstyrjöldin síð- ari hófst unnu þeir ýmis afrek, alveg burtséð frá því að þeir dirfðust að sigla um úthöfin vitandi um kafbáta Þjóðverja undir sér. Margir þeirra urðu líka fórnar- lömb þessara sömu kafbáta. Það er kannski í framhaldi af því sem farið er að lýsa sjómönnum i myndum sem hetjum, en það sem kannski er merkilegra, sem nokkurs konar striðsmönnum. Tökum líka eftir því að í dægurmenningunni, t.d. í dægurlögum frá seinni hluta fjórða áratugarins, er farið að lofsyngja sjómenn sérstaklega. Suðurnesjamenn, frægur bragur Sigvalda Kaldalóns við ljóð eftir Ólínu Andrésdóttur var sennilega sam- inn á árunum 1938-39. Höfum einnig í huga að Sigvaldi Kaldalóns var gestgjafi Schevings í Grindavík. íslands hrafnistu- menn, annað frægt sjómannalag, var fyrst sungið opinberlega árið 1940. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn 1938, þannig að segja má að á þessum árum hafi sjómaðurinn haft mikinn meðbyr i íslenskri þjóðarvitund. Skoðum portrett- teikningu Schevings frá 1940 af Baldvini Á 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.