Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Blaðsíða 4
Vestmannaeyingur á villigötum Fyrir skömma vippaði sér í sviðsljósið Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og fór mikinn. í stuttu máli fólst í hans málflutningi áfell- isdómur yfir eigin samtökum, það er að segja LÍÚ. Fram kom að honum þykir skítt að geta ekki ákveðið fiskverðið algörlega sjálf- ur með „samningum” við sínar áhafnir. Fullyrti hann ennfremur að ef ekkert væri að gert þá liði ekki á löngu þar til öll fisk- vinnsla í landinu yrði komin út á sjó. Pessi yfirlýsing er allsérstæð fyrir þá sök að á landsvísu er þessu algjörlega öfugt farið, sem sagt myljandi uppgangur í land- vinnslunni. Svo rammt kveður að þessu að þau fyrirtæki sem eru bæði í sjó- og landvinnslu vilja helst ekki að frystiskipin komi nálægt hefðbundinni flakavinnslu þar sem hagkvæmni land- vinnslunnar er afgerandi um þessar mundir. Segja má því að frystiskipaflotinn eigi undir högg að sækja og algjör öfugmæli að halda hinu gagnstæða fram. Þrátt fyrir það sem fullyrt er hér að ofan gerir undirritaður sér grein fyrir því að ákveðnar greinar innan fiskvinnslunnar falla ekki að þeirri lýsingu sem áður greinir. Þar er aðallega um þá að ræða sem eiga mikinn hluta afkomunnar undir þróun á saltfisk- mörkuðum. Eftir gríðarlegan topp í saltfiskinum er nú veruleg niðursveifla sem leitt hefur af sér afkomubrest í greininni. Von- andi hefur þeim sem standa og falla með saltfiskinum tekist að safna í sarpinn meðan prísarnir voru í hámarki og einnig verður að gera sér vonir um að saltfiskmarkaðirnir braggist sem fyrst. Ég er persónulega sammála Sigurgeiri í því að verðmyndun á fiski er ekki í þeim farvegi sem líklegur er til farsælla fausna í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að ræða og reyna að finna betri að- ferðir sem líklegri eru til að jafnvægi og friður haldist innan sjávarútvegsins. Þar eru undir allar aðferðir aðrar en þær að út- gerð semji beint við sína sjómenn sem undantekningalítið eru meira eða minna undir hælnum á viðsemjandanum. Talandi urn að frystitogarar séu að sauma að saltfiskvinnslunni finnst mér ekki fráleitt að ræða við saltfiskframleiðendur um að áhafnir skipa sem landa afla til saltfiskvinnslu fái sanngjarnan hlut af endanlegu afurðaverði framleiðslunnar. Þá eru menn í öllu falli komnir út í sömu aðferðafræði og notuð er á frystiskipum og verða að kenna öðru um en fiskverði ef illa gengur. Afkoma sjó- manna og útgerða væri þá samofin og um leið hvatning fyrir báða aðila til vandaðra vinnubragða. Minn heimildamaður í Eyj- um fullyrðir að þessi ágæti framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar sé búinn að gera marga góða hluti síðan hann tók við erf- iðu búi. Ég óska honum velfarnaðar og skora á hann að leggjast undir feld og koma helst ekki undan honum aftur fyrr en hann hefur fundið lausn sem dugir í verðmyndunarmálum. Árni Bjarnason Útgcfandi: Farmanna- og fiskiniannasaniband ísJands, Borgartúni 18. 105 Rcykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, tictfang sgg@mmcdia,is. Auglysingastjori: Sigrun Gissurardóttir, sfmi 587 4647 Kilncfnd: Árni Bjarnason, F.iríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forscti FFSÍ: Arni Bjarnason Umbrot, filmuvinnsla, prcntun og bókband: Grafík Aðildarfclóg FFSÍ: FcJag íslcnskra skipstjórnannanna, Skipstjórafclag Norðlcndinga, Félag íslcnskra loftskeytamanna, Félag bryta. Fclag matrciðslumanna. Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Rcylyjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vcstamannaeyjum; Vísir, Suðurncsjum. BJaðið kemur út fjórum sinnunt á ári. Forsíðumyndin er af máherki eftir Gunnlaug Scheving, Sótt á sjóinn,frá árinu 1938 1W JF| SJðMANWA B L A 01 D j VíKDNTGUR Til hainitigju ttteð sjómatitiadaginn! ....................... 6 10-19 20-23 24-28 30-40 43-44 46-50 Umgengni um auðlindir sjávar, grein eftir Árna Bjarnason forseta FFSÍ Greinar og fréttir af ýmsum toga Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir frá þeim þætti íslenskrar myndlistar þar sem sjómennskan er viðfangsefni lista- manna Viðtal við Helga Kristjánsson sem varð togaraskipstjóri 22 ára gamall. Hann hef- ur unnið margs konar frumkvöðlastarf í veiðum sem skipstjóri og síðan útgerðar- stjóri Aðild íslands að ESB og íslenskur sjávar- útvegur. Kafli úr nýrri bók sem fjallar um íslenskan sjávarútveg og Evrópusam- bandið Grein um framferði veiðiþjófa á alþjóð- legu hafsvæði Sigling um Netið og Utan úr heimi 52-66 Kafli úr ítarlegri skýrslu þar sem segir frá staðfestri framkvæmdaáætiun í öryggis- málum sjófarenda Sjómannablaðið Víkingur - 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.