Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Page 70
Þjónustusíður Vaki-DNG framleiðir efíirsóttar vörurfyrir sjávarútveg og fiskeldi Mikil og vaxandi sala innanlands og utan Hið nýja húsnœði Vaka-DNG við Akralind í Kópavogi Fyrirtækið Vaki-DNG hefur flutt í nýtt 600 m2 húsnæði í Akralind 4, Kópavogi. Árið 1999 voru Vaki og DNG-Sjóvélar sameinuð. Við samrunann varð til öflugt fjölþætt fyrirtæki í framleiðslu á vörum fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Félagið hefur tekið á leigu nýtt hús- næði að Akralind 4 i Kópavogi og er starfsemin þegar flutt í hið nýja húsnæði. Stefnan er að auka enn við þróun á nýj- um vörum til þess að leggja grunninn að áframhaldandi vexti félagsins. Rekstrartekjur samstæðu Vaka DNG og dótturfélags fyrir árið 2001 námu alls 439 milljónum króna sem er 20% aukn- ing frá árinu 2000. Sölutekjur móðurfé- lagsins jukust hins vegar um 28,6% milli ára. Áætlanir ársins gera ráð fyrir ríflega 500 milljóna króna veltu hjá samtsæð- unni sem er 14% aukning frá árinu 2001 og að reksturinn skili hagnaði. Horfur eru góðar í rekstri Vaka DNG. Fiskeldismarkaðir eru á uppleið og nýjar vörur fyrir fiskeldið sem byggjast á tölvusjón seljast vel sem og eldri vörur. Um þessar mundir er Vaki að stofna dótturfélag í Chile til að fylgja eftir sölu á þessum nýju vörum fyrir fiskeldið þar. Framleiðsla á eldislaxi í Chile á síðasta ári var um 500 þúsund tonn. Horfur í rekstri dótturfélagsins í Noregi, sem selur einkum vörur Vaka DNG fyrir fiskeldið, eru mun betri en áður. Salan á yfirstand- andi ári hefur farið mjög vel af stað. Sala á tæknibúnaði til fiskveiða hefur einnig farið vel af stað á árinu, einkum tölvustýrðar handfæravindur sem unnið hefur verið að kynningu á víðar en áður. Töluverðar vonir eru bundnar við sölu á TrawlTec kerfi sem er búnaður sem mæl- ir átak og lengd togvíra og sýnir allar upplýsingar í grafískri skjámynd. Helstu markhópar fyrir þetta kerfi eru eldri skip sem ekki eru búin svokölluðum “auto - trawl” kerfum. Tæplega 100 kerfi eru þegar í notkun víða um heim. Helstu markaðir auk íslands eru Rússland, Namibia bg S-Ameríka. Þá hefur sala á aflanemum frá Vaka gengið vel og sjá menn stöðuga aukningu á sölu bæði inn- anlands og erlendis. Auk sölu á línuspilum og uppstokkur- um fyrir línuveiðiskip hefur Vaki-DNG einnig framleitt og selt svokölluð LineTec kerfi. Þessi búnaður gerir skipstjórnar- manni kleift að fylgjast með og stjórna hraða línuspils og jafnframt að fylgjast með átaki á línuna. Kerfið er þegar i notkun i flest öllum íslenskum línuskip- um sem útbúin eru með sjálfvirkum beit- ingarvélum og uppstokkurum. Við þetta kerfi er einnig hægt að tengja svokallað- an “beitu-vaka”, skynjara sem fylgist með beitingunni og gefur upplýsingar um beitingarhlutfall og hraða og fiskitelj' ara sem telur fjölda fiska sem koma frá afslítaranum. Vænst er að uppbygging umboðs- mannakerfis undanfarinna ára fyrir fisk- veiðabúnaðinn, komi til með að skila sér á árinu. Fyrirtækið áætlar að taka þátt í um 10 sýningum vítt og breytt um heiminn bæði sjávarútvegs- og fiskeldissýningum- Ein stærsta sýningin verður íslenska Sjávarútvegssýningin sem fram fer í Kópavogi i byrjun september n.k. Sýningarbáf nr Scannars fer Ítrin^fer^ t»m landíd íjúní th SCANMAR * / jJ { . v , mm A . iW! Viö hvetjum skipstjórnar- og útgeröarmenn að koma um borö og kynna sér nýju Scanbas tæknina. Scanmaróskar sjómönnum til hamingju meö daginn. 70 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.