Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 4
Breyttar
aðstæður
Um þessar mundir eru síðustu fulltrúar varnarliðsins að hverfa
héðan af landi brott. Brottflutningurinn hefur sjálfkrafa í för með sér
nauðsyn á eflingu og auknum umsvifum Landhelgisgæslu íslands.
Fyrir liggur að LHG er ætlað að yfirtaka ýmsa þá þætti sem varnar-
Iiðið hefur sinnt til þessa að undanskildum þeim sem beinlínis snúa
að vörnum landsins. Merkja má af fréttum að eftirlit með flugumferð
í lofthelgi íslands sé í lausu lofti um þessar mundir og ekki fyrirliggj-
andi með hvaða hætti verði brugðist við því. Björgunarþátturinn,
sem áður var hjá hernum, lendir að sjálfsögðu að fullum þunga á
Gæslunni og gerðar hafa verið ráðstafanir til að efla þyrluflotann með
tilheyrandi aukningu réttindamanna bæði hvað varðar flugmenn og
skipstjórnarmenn.
Draga má þá rökréttu ályktun af þessum nýju aðstæðum að til
framtíðar komi verkefni gæslunnar til með að aukast og hlutverk
hennar að verða mun umfangsmeira en verið hefur. Þessi breyting
kallar á aukinn mannafla sérþjálfaðra starfsmanna með þá menntun
og réttindi sem til þarf.
Þá erum við komnir að þvf sem segja má að sé stóra málið í þessu
samhengi. Það er að það sleifarlag sem í gangi hefur verið af hálfu
íslenskra stjórnvalda hvað varðar framtíð siglinga og þá um leið
framtíð siglingafróðra manna til að stýra skipum sem um ófyrirséða
framtíð koma til með að sjá okkur fyrir öllum helstu aðföngum
erlendis frá. Nú eru mál í þeim dapurlega farvegi að það hlýtur að
reynast þrautin þyngri fyrir menntamálaráðherra að réttlæta fyrir
fjárveitingavaldinu þá stöðu, að ríkið beri kostnað af menntun nem-
enda þriðja stigs skipstjórnarnáms þar sem ekkert íslenskt farskip er
lengur til. Þeir sem um þessar mundir starfa hjá þeim skipafélögum
sem einu sinni voru íslensk en eru nú færeysk, njóta ekki lengur
sjálfsagðra borgaralegra réttinda í sínu heimalandi ( s.s. fæðingaror-
lofs og fl.), enda málum þannig komið í dag að menn hafa engan kost
annan en að greiða skatta til færeyska ríkisins.
Ástæða þess að þetta er hér dregið fram er að þriðja stigið ( far-
mannaprófið) er í raun forsenda fyrir fjórða stiginu ( Varðskipadeild)
eða lordinum sem svo er nefndur. Þar sem stjórnvöld hafa af einstakri
skammsýni komið málum í þann farveg að ekki er nokkur einasti
grundvöllur, hvað þá skynsemi fyrir menn, sem á annað borð vilja
halda í almenn mannréttindi að afla sér farmannaprófs, þá sé ég ekki
annað en að óbreyttu verði tiltölulega fljótlega komin upp sú staða að
engir Islendingar verði til staðar, sem hafi þau réttindi og þá menntun
sem til þarf til að gegna æðstu stöðum hjá Landhelgisgæslu íslands.
Vonandi líður ekki á löngu þar til stjórnvöld vakna af Þyrnirósar-
svefninum og grípi til þeirra meðala sem duga til þess að við þurfum
ekki sem þjóð að skammast okkar heimatilbúið neyðarástand sem til
er komið vegna skammsýni misviturra stjórnmálamanna.
Að lokum vil ég óska Landhelgisgæslunni til hamingju með 80 ára
afmælið.
Árni Bjarnason
Otgefandi: Völuspá, útgáfa, i samvinnu \ iö Farmanna og
fiskimannasamband íslands.
Afgrciðsla og áskrift: 462-251 5/ nctfang, jonhjalta@hoimail.com
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462-2515,
neifang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 101B, 600 Akurcyri.
Auglysingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647.
Rilnefnd: Arni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjamason.
Prcntvinnsla: Gutenberg.
Aðildarfclög FFSÍ: Fclag skipstjomarmanna, Félag íslcnskra loftskcytamanna, Félag bryta,
Skipstjöra- og stýrimannafélógin Vcrðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Sudurnesjum.
Sjómannablaðið Vikingur kemur út fjórum stnnum á ári og cr dreift ti! allra fclagsmanna
FFSÍ.
( Blaðið kcmur ut fjórum sinnum á ári. I
Forslðumyndin: Síðasta áhöfn Óðins.
Aftari röð.frá vinstri: Heimir Týr
Svavarsson, smyrjari, Haukur D.
Grimsson, smyrjari, Jón Árni Árnason,
háseti, Gunnar Páll Baldursson, háseti,
Haukur Haraldsson, bátsmaður, Jóhann
E. Ferdinandsson, háseti, Hreinn Vídalín,
háscti, Baldvin K. Kristjánsson, hdseti,
Halldóra M. Lúðvtksdóttir, viðvaningur,
og Bent B. Jörgensen, viðvaningur. Fremri
röð frá vinstri; Jón Kr. Friðgeirsson, bryti,
Hákon Örn Halldórsson, 2. vélstjóri,
Hilmar Sigurðsson, 1. vélstjóri, Rúnar
Jónsson, yfirvélstjóri, Sigurður Steinar
Ketilsson, skipherra, Pálmi Jónsson,
yfirstýrimaður, Sigurður ó. Óskarsson,
2. stýrimaður, og Viggó M. Sigurðsson 3.
stýrimaður.
Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson.
yfirlit
Sjómenn og aðrir lesendur Vikings
Sendið okkur línu um efni blaðsins,
gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis-
flætti og hugmyndir um viðtöl við áhuga-
verða sjómenn, jafnt farmenn sem hina
er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að
halda úti þættinum; Raddir af sjónum.
Netjið á, jonhjalta@hotmail.com
6
Jón Þ. Þór fræðir okkur um upphaf íslenskrar
landhelgisgæslu.
10
11
12
14
17
18
20
22
25
26
28
32
34
36
38
40
Ljósmyndakeppni sjómanna 2006, verið með!
Gámaskip framtíðarinnar.
Landhelgisgæsla (slands 80 ára, afmælisrit.
Hálfdan Henrysson; Hentu skotunum í sjóinn!
Áhöfnin á Þinganesi SF fær viðurkenningu Landsbjargar.
Hilmar Snorrason finnur fleiri íslensk skip í Namibíu.
Fyrir hvað stendur DAS? Sigurður Ágúst svarar þeirri
spurningu.
Elías S. Sveinbjörnsson hætt kominn á Tý.
Þórir Haraldsson segir af bókinni, (slenskum fiskum.
Stýrimaðurinn Jón Páll Ásgeirsson: Á Baldri í
þorskastríði.
Ingimundur Valgeirsson er á málfundum um
öryggismál sjómanna.
Óðinn kveður — myndaopna.
Guðjón Jónsson, flugstjóri hjá Gæslunni: Plötuðum Bretann!
Fjöltækniskóli Islands - skóli í þróun.
Hilmar Snorrason siglir um netið.
Guðjón Ármann Einarsson: Þrír dregnir í einu.
42
Hilmar Snorrason dregur að sér efni utan úr heimi.
45
Frívaktin í boði Gunda sem finnst ritstjórinn svolítið daufur.
46
47
50
50
Að veiða menn undir borðið: Ragnar Hólm glímir við
hégómagirndina.
Krossgátan.
Lausn á síðustu krossgátu.
Raddir af sjónum.