Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Page 42
ÉÚtan úr
heimi
Stórflutningur
Hollenska þungaflutningafyrirtækið
Dockwise hefur nýlega fengið stóran og
feitan samning við Rússa. Um er að ræða
flutning á þremur kjarnorkuknúnum kaf-
bátum af gerðunum Victor og November
en Victor kafbátarnir eru 92 metrar á
lengd en hinn síðarnefndi 107 metra
langur. Pótt hér sé á ferðinni flutningur á
síðustu sjómílum þessa kafbáta sem eru á
leið í brotajárn þá fara Hollendingarnir 1
flotafylgd með þá til áfangastaðar.
Kafbátarnir verða fluttir frá Murmansk til
Severodcinsk og Polyarny við Hvítahaf
þar sem niðurrifið fer fram. Fá Rússar
styrk frá Vesturlöndum til þessa verkefnis
sem er liður í enn stærri áætlun um eyð-
ingu kjarnorkuknúinna skipa. Tilgangur
flotafylgdarinnar er að minnka áhættuna
á árekstrum við önnur skip meðan á
flutningum stendur en ekki ótti við að
einhverjir vilji komast yfir skipin sem eru
talin ónýt með öllu.
Erfiðleikar
Bílaskipið Cogar Ace varð fyrir þvi fyrir
skömmu að missa stöðugleika og leggjast á
hliðina i orðsins fyllstu merkingu. Var
skipið, sem er 32 þúsund tonn að stærð,
statt í Kyrrahafinu um 230 sjómílur suður
af Aljútaeyjum. Ekki er ljóst af hvaða
sökum þetta gerðist þegar þetta er skrifað
en sem betur fer tókst að bjarga allri áhöfn-
inni. Tveimur vikum eftir óhappið hafði
tekist að rétta skipið aftur við og er búist
við að dráttur á því til hafnar á vesturströnd
Bandaríkjanna hefjist einhvem næstu daga.
Um borð í skipinu em 5000 bílar af Mazda
gerð og má gera ráð fyrir að þeir séu ekki
Bílaskipið Cogar Ace d hliðinni.
seljanlcgir eftir veltuna. Enginn af skipverj-
um skaðaðist við atvikið en einn björgunar-
maður lést við störf sín um borð.
Hún skal rifin
Þrátt fyrir kröftug mótmæli Greenpeace
samtakanna gegn því að skemmtiferða-
skipið Norway verði rifið á Indlandi er
ljóst að þeim verður ekki ágengt í þeim
efnum. Eins og áður hefur komið fram á
þessum síðum þá hefur skipið verið í hálf-
gerðum feluleik í nokkurn tíma eða alh
frá því að það var
dregið úr höfn í
Evrópu til leynilegs
áfangastaðar.
Sprenging hafði
orðið í vélarúmi
skipsins og miklar
„spekulasjónir“
vora um hvort eig-
endur þess myndu
gera við það eða
rífa. Meðan skipið
hékk aftan í dráttar-
bátum á siglingu
fyrir
Góðrarvonarhöfða
var skipl um nafn á
því og það nefnt
Blue Lady enda
skipið blámálað á skrokkinn. Má segja að
það nafn sé skipinu lil heiðurs gefið síð-
ustu daga þess. Fljótlega varð ljóst eftir
nafnaskiptin að stefnan var sett á Indland
til brotajárnskaupmanna og hófust þá
kröftug mótmæli Greenpeace manna.
Talið er að í skipinu séu um 1000 tonn af
skaðlegum úrgangi, mest asbest.
Skortur á skipum
í Kína eru menn farnir að hafa af því
verulegar áhyggjur að kínverskar útgerðir
hafi ekki yfir að ráða nægjanlega stórum
flota olíuflutningaskipa til að geta annað
stöðugt vaxandi olíuinnflulningi til lands-
ins. Núverandi tankskipafloli í eigu eða
undir stjórn Kínverja getur aðeins annað
um 43% þess magns sem flutt er til lands-
ins en í raun þá kentur 90% allrar inn-
fluttrar olíu til Kína með erlendum tank-
skipum. Kínversk stjórnvöld hafa því
hvatt kínverskar tankskipaútgerðir til að
auka við flota sinn þannig að innflutning-
ur allrar olíu til landsins sé með kínversk-
um skipum. Er þetta ekki ágætis stefna
sem íslensk stjórnvöld gætu lært af?
Fullir Bretar
Þeir eiga eflaust ekki eftir að sigla oftar
milli Holyhead og Dublin Bretarnir sem
fengu sér einum of ntikið neðan í því á
þessari leið. Hópurinn, hafði tekið sér far
Nýjasti gámaskiparísinn Emma Mærsk.
42 - Sjómannablaðið Víkingur