Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stöðum. Svo nær útbreiðsla þess vestur um Stóra-Vatnsskarð. Al- gengt er það í Svartárdal, allt fram að Fossum, — sömuleiðis í Blöndudal og öllum Langadal, allt út undir Blönduós. Finnst líka í Gautsdal, Þverárdal og að Tungunesi. Aðalútbreiðslusvæði blá- hveitisins er auðsjáanlega Skagafjörður og austanverð A.-Húna- vatnssýsla. Hlýtur það að vera allgamalt í landinu. Ingólfur Davíðsson. Leiðrétting. 1 grein minni „Nýjungar um íslenzk skeldýr" í 4. h. Náttúrufræð- ingsins 1960 misritaðist nafn finnanda sandskeljarinnar í Grafar- vogi; hann heitir Baldvin Einarsson (sonur Einars Pálssonar verk- fræðings). Bið ég velvirðingar á mistökum þessum. Ingimar Óskarsson. Guðmundur Kjartansson: Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1960 Félagsmenn Árið 1960 lézt einn ævifélagi, Edvald F. Möller, kaupmaður á Akureyri, og 14 ársfélagar gengu úr félaginu. Hafa því alls liorfið úr því 15 manns. í félagið gengu 57 manns, og hefur félagatalan því hækkað um 42. í árslok var hún sem hér segir: Heiðursfélagar 6, kjörfélagar 2, ævifélagar 84 og ársfélagar 723, alls 815 manns. Stjórnendur og aðrir starfsmenn félagsins Stjórn félagsins: Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (formaður). Unnsteinn Stefánsson, cand. polyt. (varaformaður). Eyþór Einarsson, mag. scient. (ritari). Gunnar Árnason, búfræðikandídat (féhirðir). Einar B. Pálsson, dipl. ing. (meðstjórnandi). Varamenn i stjórn: Sigurður Pétursson, dr. phil. Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.