Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 4
98 NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N snemma haft áhuga á mörgu og verið sílesandi, því í einu bréfa sinna til föður síns segist hann lesa „ósköpin öll af rómönum og öðrum fræðibókum, sem ekki snerti fögin beinlínis“, og margar góðar bæk- ur séu að grípa til, bæði í bókasafni skólapilta og bókasafni skólans. Um tíma var hann einn þeirra fjögra pilta, sem stjórnuðu lestrar- sal skólans. Ólafur hefur líklega verið lieldur hlédrægur og fáskiftinn í skóla, því hann hefur víða orð á því, þar sem hann minnist á skemmtanir og hátíðaliöld skólapilta í bréfum sínum, að liann sé lítið við þau riðinn, sé ekki með. Á einum stað getur hann þess þó sérstaklega, j^egar áformað er að halda ball á fæðingardegi konungs, að nú ætli hann að vera með, aldrei þessu vanur. Engu að síður bera bréf Ólafs til föður hans það með sér, en þau voru fyrir nokkrum ár- um gefin út í bókarformi, ásamt dagbókarbroti hans, að hann hefur verið viðfelldinn og skemmtilegur piltur, að minnsta kosti í vina hópi, því bréf hans eru með afbrigðum skemmtileg aflestrar, enda lætur hann þar allt fjúka, eins og hann kemst sjálfur að orði. Nám sitt í lærða skólanum virðist hann hafa stundað vel, enda þótt hann segist stundum hafa slegið slöku við lesturinn í sumum greinum um tíma, og hann beri kennurum sínum nokkuð misvel söguna. Jafnframt náminu fékkst Ólafur töluvert við íitstörf. Hann safnaði og skráði íslenzkar gátur, leiki, þjóðsögur, þulur og fleira, og hafði þannig unnið alhnerkt starf á sviði þjóðlegra fræða strax innan við tvítugt. Að loknu stúdentsprófi sigldi Ólafur til Hafnar til þess að nema þar náttúrufræði. í bréfi til föður síns segir hann, að sér finnist liann reyndar geta lært allt og hafa áhuga fyrir iillum vísindagrein- um, nema hvað hann sé aiveg frábitinn lögfræði. í aðra röndina langaði hann til að gerast skáld og rithöfundur, en valdi þó nátt- úrufræði, sem hann hafði lengi lagt hug á og þótt skemmtileg, því hún fékkst við lífið sjálft, einkum þó grasafræðin. Hann hafði einnig snúið sér til Þorvalds Thoroddsens og fengið hjá honum þær upplýs- ingar urn náttúrufræðinám, að sú grein væri allra vísindagreina þyngst, en skemmtilegust, og nóg mundu 100 náttúrufræðingar hafa að gera á íslandi, ef þeir ætluðu að kanna landið til hlítar. Eftir eins veturs nám lauk hann heimspekiprófi, en tók ekki fleiri próf, þó hann dveldi í Höfn fjórtán ár eftir það. Hann kunni strax vel við sig í Höfn, lannst lííið þar frjálsara og óbundnara, þó það

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.