Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 ► landi sé áþekkur því, sem hann er á suðurströnd Alaska frá Yakutat og vestur fyrir Cooksfjörð, en það er strandlengja, sem er um 800 km frá austri til vesturs. Eins og áður getur er sitkagrenið strandtré, og því er allt á huldu enn um vöxt þess norðan lands og austan, þó að það dafni vel fyrstu áratugina. Getur farið svo, að vatnsþörf þess verði meiri en úrkomunni nemur, þegar trén stækka. Þess vegna er meiri áherzla lögð á ræktun síbirisks lerkis á Hallormsstað en sitkagrenis, því að lerkið er meginlandstré. Á Hallormsstað er meðalúrkoma ársins 500—600 mm, og er það mjög svipað og víða er við Hvítahafið í Rússlandi. Meðalhiti sum- ars er ívið hærri í Arkangelsk en á Hallormsstað, og er einkum munur á hitanum í júlí. Lengd vaxtartímans mun svipuð á báðurn stöðunum. Árið 1938 voru gróðursett nokkur þúsund lerki á Hallormsstað, sem eru upprunnin í nánd við Arkangelsk. Áður liöfðu verið gróðursett nokkur hundruð lerki sömu tegundar árið 1922, en uppruni þeirra er óþekktur. Hæstu trén frá 1922 eru nú 13 metrar, er tién standa á fertugu. En hæstu trén frá 1938 eru orðin 11,6 metrar á 24 árum. Meðalhæð eldri trjánna er um eða lítið yfir 11 metrar, en hinna yngri nálægt 9 metrum. Hér er sýnilega mikill munur á vaxtarhraða tveggja stofna sömu tegundar. Árið 1958 var mikið af könglum á lerkinu og þó meira af þeim á eldri trjánum. Fræi úr hvorumtveggju könglunum var sáð næsta ár. Þá kom í Ijós, að ekkert lifnaði af fræi eldri trjánna, en aftur á móti töluvert af fræi Arkangelsktrjánna. Vöxtur þessara tveggja stofna af lerki ásamt fræþroskanum sýnir betur en flest annað, hve það er þýðingarmikið að sækja fræ og plöntur til hæfilega norðlægra staða. Enginn vafi er á, að eldri lerki- trén eru komin sunnar að en hin yngri, þó að ekki sé unnt að sanna slíkt. Og það er mikill skaði að vita ekki deili á upprunæ þeirra með vissu. Rauðgreni var flutt til landsins á árunum 1902—1906, en flest af því fór forgörðum fyrir handvömm. Samt eru til nokkur tré frá þessum árum á Hallormsstað, sem hafa náð mjög sæmilegum þroska. Um uppruna er nokkur óvissa, en líkur eru til, að trén eigi upphaf sitt að rekja til Norrlands í Svíþjóð. En eftir 1947 hefur verið flutt inn mikið af rauðgreni frá nyrztu mörkum þess í

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.