Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 30
124 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N Sigurður Þórarinsson: Trjáíör í Hverfjalls- og Hekluvikri Rétt vestan við hinn mikla gíg í hvirfli dyngjunnar Kilauea á Hawaiieyju, þar sem áður kraumaði hraunketillinn glóandi Hale- maumau, sem nú glóir aðeins í kennslubókum og ferðamannabækl- ingum, er annar sigketill, stærri nokkru um sig, sporöskjulaga og nefnist Kilauea Iki, sem mun þýða litla Kilauea. Á suðurbarmi þessa sigketils hófst eldgos þ. 14. nóvember 1959. Þetta gos var mjög svipað Öskjugosinu 1961, hraunbunur stóðu í loft upp og náðu um 500 metra hæð og hraunrennsli var allmikið. Þótti gosið fagurt til að sjá, þar sem það blasti við úr gluggum ferðamannahótelsins á Kilauea í aðeins 2 kílómetra fjarlægð og flugvélar fluttu farþega í tugþúsundatali frá Hónólúlú til að skoða það úr lofti. Hraunið var svo huggulegt að renna allt niður í ketilsigið, sem fyrir var, og fara ekki lengra, og olli því engu tjóni. Suðvestur af aðalgígnum, sem varð um 60 m hár, var eftir gosið mjög svipað umhorfs og nú er í Öskju milli nýju gíganna og Öskjuvatns, landið þakið lagi af léttu, vikurkenndu, smágerðu gjalli, sem hríslast hafði úr hraun- bununum, en hið næsta gígnum hraunkúlur og kleprar. En sá var munurinn á, að austur af Kilauea Iki var skógur. Að gosinu loknu leit sá skógur út eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, sem tekin var nokkrum mánuðum eftir að því lauk: ber og nakin tré stóðu steindauð upp úr grábrúnni auðninni. Voru þau víst nær öll þeirrar tegundar, sem á máli þarlendra heitir Ohia lehua, en á máli vísinda- manna Metrosideros macropus. Þetta tré, sem ber falleg rauð blóm, virðist þola flest loftslag, bæði kalt og heitt, rakt og þurrt, en það stóðst ekki eldregnið frá Kilauea Iki. Væri sparkað í þá trjáboli, sem þarna voru uppistandandi, féllu þeir þegar, og kom þá í Ijós, að sá hluti trjábolsins sem gosmölin hafði lagst að, var brunninn með öllu og aðeins hola eftir, sömu lögunar og bolurinn hafði verið, en gapandi tóm, nema hvað finna mátti dálítið af viðarkoli sum- staðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.